Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Síða 18
18 27. september 2019FRÉTTIR Brynjólfur John Gray - Svíþjóð Fjöldi brotaþola (sem vitað er um): 3 Brynjólfur John Gray var árið 2004 dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir kynferðisbrot gegn tveimur dætrum sínum og vinkonu þeirra. Dætur Brynjólfs eru fæddar árið 1984 og 1988 og vinkona þeirra árið 1989. Brotin áttu sér stað á árunum 1996 og 1997, og 2002 og 2003, á heimili hans og í sum­ arhúsi móður hans. Brynjólfur var sakfelldur fyrir að hafa káfað á kyn­ færum stúlknanna og reynt að hafa við þær samræði. Hæstiréttur taldi hins vegar ekki sannað að hann hefði haft samræði við vinkonu dætra hans og var dómurinn styttur niður í tvö ár og sex mánuði. Brynjólfur er í dag búsettur í Linköping í Svíþjóð. Sigurbjörn Sævar Grétarsson - Svíþjóð Fjöldi brotaþola (sem vitað er um): 5 Sigurbjörn Sævar Grétarsson var árið 2004 dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kyn­ ferðisbrot gegn fimm drengjum á aldrinum 12–14 ára. Sigurbjörn starfaði sem lög­ reglumaður á Patreksfirði, auk þess sem hann starfaði í félagsmiðstöð bæjarins. Þá starfaði hann einnig sem gangavörður í grunnskólanum og sinnti meðal annars baðvörslu hjá drengjum. Brotin áttu sér stað á árunum 2002–2004. Sigurbjörn var ákærður fyrir brot gegn sjö drengjum en aðeins sakfelldur fyrir brot gegn fimm þeirra. Í heildina níddist Sigurbjörn á piltunum í 70 skipti. Árið 2007, rétt áður en hann lauk afplánun á Litla­ Hrauni keypti Sigurbjörn íbúð í Vallahverfinu í Hafnarfirði, í sama stigagangi og fjöldi barna sótti dagvistun. DV greindi frá því á sínum tíma að andrúmsloftið í blokkinni hefði breyst til hins verra eftir að Sigurbjörn flutti inn. Börn væru aldrei ein á gönugunum og fólk væri almennt vart um sig. Sigurbjörn Sævar er í dag skráður með lögheimili í Svíþjóð og býr samkvæmt heimildum DV í Borlänge. Sigurður Adolfsson (Leo Ros Sigurður Kjartansson) - Svíþjóð Fjöldi brotaþola (sem vitað er um): 1 Sigurður Adolfsson var dæmdur í fangelsi í Svíþjóð árið 2012 fyrir að brjóta kynferðislega á dóttur sinni. Brot­ in stóðu yfir um árabil. Sigurður var dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi á lægsta dómstigi, en dómurinn var mildaður í eitt ár hjá áfrýjunardómstól. Sigurður heitir í dag Leo Ros Sigurður Kjartans­ son. Hann var seinast skráður til heimilis í smábænum Lammhult í Svíþjóð. Robert Downey (áður Róbert Árni Hreiðarsson) - Spánn Fjöldi brotaþola (sem vitað er um): 5 Róbert Árni Hreiðarsson lögmaður kallar sig Robert Downey nú í dag. Árið 2008 var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum á aldrinum fjórtán til fimmtán ára. Robert setti sig í sam­ band við stúlkurnar með blekkingum, meðal annars með því að notast við nöfnin „Árni“ og „Robbi“. Þá greiddi hann tveimur þeirra fyrir kynmök. Hann var með nöfn 335 kvenna á skrá hjá sér og við nöfnin hafði hann skrifað aldur þeirra. Hann notaði jafnframt MSN­spjallforritið til að tæla ungar stúlkur undir fölsku flaggi, en hann þótt­ ist vera sautján ára strákur. Robert var einnig dæmdur fyrir vörslu barnakláms, en á heimili hans fundust fimm myndbandsspólur og ríflega hundrað ljósmyndir á tölvu hans sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Robert hélt áfram brotum sínum eftir að honum var kunnugt um að hann væri grunaður um kynferðisbrot gagnvart einum brotaþolanum. Árið 2017 var greint var frá því að Robert hefði fengið uppreist æru frá innanríkisráðuneytinu og að Hæstiréttur hefði staðfest að svipting réttinda hans til lögmannsstarfa væri felld niður. Í kjölfarið var Robert kærður af sjöttu stúlkunni. Í október 2017 greindi DV frá því að Robert byggi í glæsilegu einbýlishúsi í La Marina sem er skammt frá Torrevieja. Fram kom að hann kæmi reglulega á samkomur á sundlaugabar í La Marina, og að samland­ ar hans teldu sig ekki sjá mikla iðrun hjá honum. Sam­ kvæmt heimildum DV hefur lögreglunni í La Marina ver­ ið gert viðvart um Robert og fortíð hans. Hlynur Freyr Kristjánsson - Danmörk Fjöldi brotaþola (sem vitað er um): 2 Hlynur Freyr Kristjánsson var árið 2007 dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum, fimm og níu ára. Hann var einnig dæmdur fyrir vörslu á grófu barnaklámefni og var fjöldi myndanna yfir 1.000 talsins. Hlynur lokkaði yngri stúlkuna inn í skúr á leiksvæði í Vogahverfi þar sem hann braut á henni. Hinni stúlkunni sýndi hann klámmynd. Hlynur var einnig ákærður fyrir að hafa sýnt fimm ára stelpu kynfæri hans og fyrir að hafa sýna ungri stelpu klámfengna ljósmynd og áreita hana með því að spyrja hana hvort hún vildi sjá kynfæri hans. Hann var hins vegar sýknaður af þessum tveimur ákæru­ liðum. Geðlæknir greindi Hlyn með barnagirnd, en hann var talinn sakhæfur. Hlynur Freyr er í dag skráður í Þjóðskrá sem Daníel Kristjánsson. Hann er með lögheimili í Danmörku. Ágúst Magnússon - Danmörk Fjöldi brotaþola (sem vitað er um): 6 Ágúst Magnússon hlaut fimm ára fangelsisdóm árið 2004 fyrir gróf og ítrekuð kyn­ ferðisbrot gegn sex ungum drengjum og fyr ir að hafa í vörslu sinni mynd bands­ spól ur, DVD­mynddiska, ljós mynd ir og hreyfi mynda skrár sem sýna börn á kyn­ ferðis leg an og klám feng inn hátt. Dómurinn er einn sá þyngsti sem fallið hefur í slíku máli hér á landi. Í skýrslu sálfræðings kom fram að Ágúst „væri haldinn alvarlegri barnagirnd og með þráláta kynóra, og réði ekki við þessar kenndir sínar.“ Það væri því hætta á að hann myndi endurtaka brot sín. Ríkissaksóknari fór á sínum tíma fram á að Ágúst yrði beittur öryggisráðstöfunum að refsivist lokinni og vistaður á stofnun, en dóm­ ari féllst hins vegar ekki þá kröfu. Veturinn 2006 fékk Ágúst leyfi Fangelsismálastofnunar til að flytja af Litla­Hrauni á áfangaheimilið Vernd, þar sem hann hafði aðgang að tölvu með nettengingu. Á meðan hann dvaldi á Vernd gekk hann í gildru fréttaskýringaþáttarins Kompáss þegar hann gerði tilraun til þess að nálgast þrettán ára stúlku í gegnum vefsíðuna einkamál.is. Afhjúpun Kompáss leiddi meðal annars til þess að hætt var að vista á Vernd kynferðisglæpamenn sem hafa brotið gegn börnum. Ágúst fékk reynslulausn eftir að hafa afplánað þrjú ár af fimm ára dómi en þurfti að tilkynna reglulega um ferðir sínar og var einnig meinað að koma nálægt ákveðn­ um stöðum þar sem börn voru. Samkvæmt heimildum DV er Ágúst búsettur í Danmörku í dag. Hann hefur skipt um nafn og heitir í dag Janus T. Bergland Fanneyjarson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.