Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2019, Qupperneq 25
Jóla- og villibráðahlaðborð27. september 2019 KYNNINGARBLAÐ SUMAC: Krydduð jólastemning Sumac er notalegur veitingastaður sem býður upp á skemmtilegan mat sem er kryddaður með kryddum frá Norður- Afríku. Staðurinn býður upp á marga skemmtilega rétti sem tilvaldir eru fyrir vinahópa til að deila. Innblástur frá Afríku Sumac heitir eftir djúprauðum villiberjum sem vaxa víða í Mið- Austurlöndum og við Miðjarðarhaf. Matseldin á Sumac er innblásin af seiðandi stemningu frá Beirút í Líbanon og tælandi áhrifum frá Marokkó. Á staðnum er ferskt hráefni úr íslenskri náttúru, matreitt undir áhrifum Mið-Austurlanda og á matseðlinum eru eldgrillaðir réttir með framandi kryddi. Á barnum er Miðjarðarhafsstemning og í boði eru ferskir, fjölbreyttir og freistandi kokteilar. Á vínseðlinum blandast saman innblástur frá Evrópu, Marokkó og Líbanon. Kryddaðu upp á jólin Sumac er kjörinn staður til að borða skemmtilegan jólamat með kryddum frá Norður-Afríku og fá í leiðinni smá Miðjarðarhafshita í sálina. Í ár verða margir nýir og skemmtilegir réttir í boði, en þar má nefna meðal annars hægeldað lamb kryddað með kryddum frá Norður-Afríku, sem og margt annað gómsætt og girnilegt. Sumac hefur verið mjög vinsæll frá því hann var opnaður, bæði meðal Íslendinga og ferðamanna, og einn þeirra er kokkurinn og sjónvarpsstjarnan Gordon Ramsay sem lofaði staðinn í hástert, þegar hann borðaði þar í júlí síðastliðinn. Deildi hann mynd frá staðnum á Instagram, en þar er hann með 4,6 milljónir fylgjenda. Borðapantanir eru á heimasíðunni sumac.is og í síma 537-9900. Einnig er kjörið að gefa gjafakort frá Sumac, en þau er hægt að kaupa á sumac.is eða á staðnum, að Laugavegi 28.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.