Fréttablaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 8
Heilbrigðismál Söfnun og rannsókn á tilkynningum um aukaverkanir er for- senda fyrir bættu lyfjaöryggi sjúklinga. Hlutfallslega fáar tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir berast frá heil- brigðisstarfsfólki hér á landi miðað við Danmörku og Svíþjóð. Lyfjastofnun tekur við aukaverkanatilkynningum frá heilbrigðisstarfsmönnum og almenningi. Guðrún Kristín Steingrímsdóttir, sérfræðingur hjá Lyfjastofnun, segir tilkynningar um aukaverkanir færðar inn í evrópskan gagnagrunn þar sem þær eru nýttar af sérfræðingum á vegum lyfjastofnana einstakra Evr- ópulanda og Lyfjastofnunar Evrópu. „Þessir gagnagrunnar eru vakt- aðir af lyfjayfirvöldum og ef eitthvað óviðbúið virðist geta verið að koma fram varðandi verkun eða aukaverk- anir lyfs, setja þau af stað ákveðið ferli þar sem þetta er skoðað ofan í kjölinn,“ segir Guðrún.  Árið 2015 bárust Lyfjastofnun 105 aukaverkanatilkynningar, átta þeirra vörðuðu alvarlegar aukaverkanir. Árið 2014 var borinn saman fjöldi auka- verkanatilkynninga á hverja 100.000 íbúa á nokkrum Norðurlandanna. Þar kemur meðal annars fram að það árið var heildarfjöldi tilkynninga á Íslandi sambærilegur við fjölda tilkynninga í Danmörku og Svíþjóð. Hins vegar eru tilkynningar um alvarlegar aukaverk- anir mun færri hér á landi. „Heilbrigðisstarfsfólki á Íslandi ber, enn sem komið er, ekki lagaleg skylda til að tilkynna um aukaverkanir,“ bendir Guðrún á. Að sögn Guðrúnar fékk ráðherra, í nýlegum breytingum á lyfjalögum, svigrúm til að kveða á um skyldur heilbrigðisstarfsmanna til að til- kynna Lyfjastofnun um aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfi. „Vitað er að það er þörf á því að auka vakningu um mikilvægi þess að tilkynna um aukaverkanir og vinnur stofnunin að því jöfnum höndum,“ segir Guðrún. Þótt  mikilvægt sé að afla sem mestrar þekkingar um aukaverkanir og að þær geti oft verið slæmar, jafn- vel lífshættulegar, sé rétt að undir- strika að það verði að fara varlega í það að leggja mat á áhættu lyfja og ætíð þurfi að gera það með viðbúinn ávinning meðferðar í huga. Háð því hvaða sjúkdóm barist er við getur að sögn Guðrúnar verið mun verra eða hættulegra að hætta meðferð eða þiggja hana ekki, vegna hræðslu við aukaverkanir. „Eins mikilvægt og það er að fræða bæði heilbrigðisstarfsfólk og sjúk- linga um áhættu jafnt sem ávinning lyfja verður að standa faglega að miðlun upplýsinga og sýna aðgát. Markmiðið verður að vera bætt heilsa og öryggi sjúklinga.“ kristjanabjorg@frettabladid.is Átta tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir Árið 2015 bárust Lyfjastofnun 105 aukaverkanatilkynningar, átta þeirra töldust alvarlegar. Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir eru færri á Íslandi en í Dan- mörku og Svíþjóð. Lyfjastofnun vill vakningu um mikilvægi slíkra tilkynninga. Aukaverkun er alvarleg ef hún leiðir til dauða, lífshættu, fötlunar, fæðingargalla og til sjúkrahúsvistar eða lengri sjúkrahúsvistar. FréttAblAðið/Vilhelm LAUS STÖRF Í TENGI Tengi leitar af öflugum starfsmönnum í flotta liðsheild Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 SÖLUMAÐUR Í VERSLUN OKKAR KÓPAVOGI: Menntun og reynsla: Hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi og áhugi að gera vel í starfi. Reynsla af sambærilegu starfi er kostur, mikilvægt er að viðkomandi hafi náð 23 ára aldri. Um framtíðarstarf er að ræða. SÖLUMAÐUR Í LAGNADEILD KÓPAVOGI: Um er að ræða sölu til fagaðila. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á pípulögnum, vera stundvís og áreiðanlegur. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi einhverja þekkingu á pípulagnaefni – mikilvægt er að viðkomandi hafi náð 23 ára aldri. Sveinspróf í pípulögnum er kostur. Um framtíðarstarf er að ræða. SUMARSTÖRF: Leitum af öflugum einstakling á lagerinn hjá okkur í sumar. Viðkomandi þarf helst að vera orðinn amk 18 ára, vera stundvís og duglegur. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri Tengis – Árni Birgisson Umsóknir sendist á atvinna@tengi.is merkt viðkomandi starfi. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu Tengis www.tengi.is menntamál  Meðalnámstími nem- enda við þrjá stærstu háskóla lands- ins, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri, var mjög fjölbreyttur meðal nem- enda sem útskrifuðust árið 2015. Að meðaltali voru nemendur við HR fljótastir að ljúka bæði bakkalár- og meistaranámi. Margt spilar þó inn í, meðal ann- ars eru eldri nemendur við Háskóla Íslands lengur að ljúka gráðum sem lengir meðalnámstíma og þá eru nemendur við Háskólann á Akur- eyri,  þar sem meðalnámstími er lengstur, margir í fjarnámi eða að vinna með námi. Að meðaltali luku nemendur sem brautskráðust frá Háskólanum í Reykjavík árið 2015 bakkalárnámi á 6,7 önnum eða 3,4 árum árið 2015 og meistaranámi á 4,4 önnum eða 2,2 árum. Út úr þessum gögnum er hins vegar búið að taka alla sem fengu einingar metnar inn í námið, svo og alla sem stunduðu nám á styttri námsbrautum. Meðaltími til útskriftar nem- enda til bakkalárgráðu við Háskóla Íslands árið 2015 var 4,2 ár. Þess ber að geta að í sumum tilvikum, eins og í hjúkrunarfræði, er nám til bakka- lárgráðu fjögur ár. Meðaltími til útskriftar nemenda á meistarastigi var 3,6 ár. Hafa ber í huga að meðaltími til útskriftar er mjög breytilegur eftir aldri nemenda. Yngri nemendur stunda að jafnaði fullt nám. Eldri nemendur eru aftur á móti oftar í hlutanámi og því er námstími þeirra til útskriftar lengri. Þann- ig er meðalnámstími til bakkalár- prófs 29 ára og yngri 3,8 ár og sami aldurshópur er 2,3 ár að jafnaði að ljúka meistaraprófi. Meðaltími til útskriftar hækkar svo eftir því sem útskriftarnemendur eru eldri. Samkvæmt upplýsingum frá Háskólanum á Akureyri frá árinu 2015 nam meðalnámstími 9,4 miss- erum í bakkalárnámi til þriggja ára, eða 4,7 árum. Meðalnámstími nem- enda á meistarastigi er 4,7 misseri eða 2,35 ár. Þess ber að geta að við Háskólann á Akureyri eru margar námsleiðir í fjarnámi og nemendum boðið að taka námið með vinnu, því er gert ráð fyrir að nemar taki sér lengri tíma í námið heldur en ef þeir væru að sinna náminu eingöngu. saeunn@frettabladid.is Meðalnámstími mjög fjölbreyttur milli skóla Að meðaltali ljúka nemendur meistaranámi í hr á 2,2 árum. FréttAblAðið/ernir Heilbrigðisstarfs- fólki á Íslandi ber, enn sem komið er, ekki lagaleg skylda til að tilkynna um aukaverkanir. Guðrún Kristín Steingrímsdóttir, sérfræðingur hjá Lyfjastofnun 1 2 . m a r s 2 0 1 6 l a U g a r D a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.