Fréttablaðið - 12.03.2016, Side 10

Fréttablaðið - 12.03.2016, Side 10
Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið Menningararfur – verndarstefna og skipulagsmál Kjarvalsstöðum, þriðjudaginn 15. mars kl. 20. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Hvað og hvernig á að vernda og hvers vegna? Hvernig er menningararfurinn notaður, af hverjum og til hvers? Hvernig sköpum við fortíðina? Hvaða áhrif hefur verndun á framtíðina? Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir spennandi umræðufundi um menningararfinn á Kjarvalsstöðum 15. mars klukkan 20. Fundurinn er í röðinni, Borgin, heimkynni okkar, og er markmiðið að færa umræðu um skipulags- og umhverfismál í vítt og breitt samhengi. Menningararfurinn Frummælendur eru Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, Sigríður Björk Jónsdóttir byggingalistfræðingur, Ólafur Rastrick lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Borghildur Sölvey Sturludóttir arkitekt. Þau munu flytja örstutt erindi og ræða síðan saman um efnið. Eftir það verður opnað fyrir almennar umræður. Allir velkomnir, kaffi á könnunni og stemning á kaffihúsinu Kjarvalsstöðum. Bandaríkin Heilaskurðlæknirinn Ben Carson, sem nýlega hætti við að sækjast eftir að verða forseta- efni Repúblikanaflokksins, hefur nú lýst yfir stuðningi við Donald Trump. „Donald Trump talar mikið um að gera Bandaríkin mikilfengleg,“ sagði Carson þegar hann skýrði frá þessu í gær. „Þetta var ekki bara tal, hann meinar þetta.“ Ríkisstjórinn Chris Christie hefur einnig lýst yfir stuðningi við Trump, og slíkt hið sama gerði Sarah Palin, sem sóttist eftir að verða forsetaefni flokksins árið 2008. Trump hefur mikla yfirburði gagnvart mótherjum sínum þrem- ur, sem enn vonast til þess að verða forsetaefni flokksins. Forkosningatímabilið er ekki hálfnað, en Trump hefur tryggt sér stuðning 458 fulltrúa á landsþingi Repúblikanaflokksins í júlí. Hann þarf 1.237 atkvæði til að tryggja sér sigur. Ted Cruz er kominn með 359 fulltrúa, Marco Rubio 151 og John Kasich 54. Á þriðjudaginn kemur, sem nefndur er „litli ofurþriðjudagur- inn“, verða forkosningar haldnar í nokkrum mikilvægum ríkjum: Flórída, Illinois, Missouri, Norður- Karólínu og Ohio. – gb Heilaskurðlæknirinn Carson styður Trump sem forsetaefni Ben Carson á blaðamannafundi með Donald Trump í gær. NorDiCphoTos/AFp orkumál Landsnet hefur kært til Hæstaréttar úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem hafnaði aðfarar- beiðnum fyrirtækisins um eignar- nám á landhluta úr fjórum jörðum á Reykjanesi vegna lagningar Suður- nesjalínu 2. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Héraðsdómur telur varhugavert, vegna óafturkræfra umhverfisáhrifa, að fallast á kröfu Landsnets áður en Hæstiréttur hefur leyst úr ágreiningi um lögmæti eignarnámsheimildarinnar sem og ágreiningi um lögmæti leyfisveitinga Orkustofnunar og sveitarfélagsins Voga vegna línubyggingarinnar. Ákvörðun um eignarnám vegna jarðanna fjögurra lá fyrir í febrúar 2014. Héraðsdómur staðfesti ákvörð- un um eignarnám í júní 2015. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar og hefst málflutningur í apríl. Framkvæmdaleyfi vegna Suður- nesjalínu 2 hefur legið fyrir um nokkurt skeið frá sveitarfélögunum Grindavík, Hafnarfjarðarbæ, Reykja- nesbæ og Vogum, ásamt leyfi Orku- stofnunar fyrir byggingu og rekstri línunnar og áætlaði Landsnet að hefja framkvæmdir á næstu vikum. Búið er að semja við Íslenska aðal- verktaka um undirbúningsvinnu sem á að ljúka í haust og ráðgert að reisa línuna sumarið 2017. Í tilkynningu Landsnets segir að umhverfismat vegna fram- kvæmdanna var samþykkt með skil- yrðum árið 2009. Í ársbyrjun 2011 var ákveðið að byrja á styrkingu flutningskerfisins á Reykjanesi þar sem Suðurnesjalína 1 er fulllestuð. Nýja línan fylgir að mestu Suður- nesjalínu 1 frá Hafnarfirði að Rauða- mel, nema austast þar sem hún á að liggja töluvert fjær byggð í Hafnar- firði. Við val á línuleið var orðið við tilmælum sveitarfélaga og helstu fag- stofnana um að reisa nýju línuna í núverandi mannvirkjabelti, þar sem eru fyrir Suðurnesjalína 1 og Reykja- nesbraut, segir Landsnet. – shá Landsnet kærir úrskurð reykjaneslína – möstur í suðurnesjalínu 2 verða sömu gerðar. myND/lANDsNeT Þýskaland „Þegar maður er þarna í tvö ár, þá áttar maður sig alveg á því hvað er í gangi,“ sagði Jakob Wendel, 92 ára gamall fyrrverandi fangavörður í Auschwitz við réttar- höld yfir félaga sínum, hinum 94 ára gamla Reinhold Hanning. Báðir voru þeir kornungir félagar í hinum alræmdu SS-sveitum þýskra nasista. Réttarhöldin hófust í síðasta mán- uði í borginni Detmold, og almennt er talið að þetta séu líklega síðustu réttarhöldin yfir þýskum nasista vegna glæpa frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hanning er sakaður um að hafa átt hlutdeild í að myrða að minnsta kosti 170 þúsund manns. Hann er þó ekki sakaður um að hafa tekið beinan þátt í neinu morði, heldur hafi hann stöðu sinnar vegna sem fangavörður verið meðsekur. Sjálfur hefur Hanning ekkert viljað tjá sig við réttarhöldin, en í gær var Wendel kallaður til vitnis og sá hann enga ástæðu til annars en að segja frá því sem hann upplifði í útrýmingarbúðunum. „Ég var vörður,“ sagði hann. „Við stóðum þarna til að hindra að ein- hver færi að flýja. Ef svo færi, þá áttum við auðvitað að skjóta. En fólkið var svo hrætt. Það flúði ekki nokkur maður.“ Wendel var sjálfur dreginn fyrir dómstól árið 2014  en málið var Engum duldist hvað á gekk í Auschwitz Réttarhöldin yfir Reinhold Hanning, 94 ára fyrrverandi fangaverði í Auschwitz, snúast meðal annars um það hvort hann hafi gert sér grein fyrir því sem átti sér stað. Annar háaldraður fyrrverandi fangavörður var kallaður til vitnis í gær og sagðist hafa góða samvisku. reinhold hanning er orðinn 94 ára og hefur verið í hjólastól við réttarhöldin, þótt upphaflega hafi hann gengið inn í réttarsalinn í síðasta mánuði. FréTTABlAðið/epA Jakob Wendel, 92 ára, hlaut fimm ára fangelsisdóm í póllandi árið 1946 og segist ekki hafa slæma samvisku. FréTTABlAðið/epA Það voru menn eins og þú sem gerðuð helvítið í Auschwitz mögulegt. Angela Orosz Richt-Bein, vitni við réttarhöldin fellt niður vegna þess að hann hlaut fimm ára fangelsisdóm í Póllandi árið 1946 og lauk afplánun hans. Árið 2014 sagðist hann hafa góða samvisku vegna þess að hann hefði ekki gert neitt rangt: „Ég var fórnar- lamb stjórnarinnar líka.“ Önnur vitni í réttarsalnum í gær sáu hins vegar enga ástæðu til að fyrirgefa þeim Hanning og Wendel nokkurn skapaðan hlut. „Það voru menn eins og þú sem gerðuð helvítið í Auschwitz mögulegt. Menn sem horfðu á og hjálpuðuð til án þess að spyrja spurninga,“ sagði Angela Orosz Richt-Bein í réttarsalnum. Hún fæddist í Auschwitz, þrátt fyrir að læknirinn alræmdi, Josef Mengele, hefði gert ljótar tilraunir á móður hennar, meðal annars sprautað ætandi efnum beint inn í leg hennar meðan á meðgöngunni stóð. gudsteinn@frettabladid.is 1 2 . m a r s 2 0 1 6 l a u G a r d a G u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.