Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.03.2016, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 12.03.2016, Qupperneq 12
náttúra Fjöldi merktra fugla á Íslandi í fyrra var 12.568 af 77 teg- undum, sem er lítillega undir tíu ára meðaltali. Um vinnu 49 merkingar- manna er að ræða. Fuglar hafa verið merktir á Íslandi síðan árið 1921 og fer Náttúrufræði- stofnun Íslands með umsjón fugla- merkinga. Alls hafa verið merktir 680.720 fuglar af 154 tegundum, mest af snjótittlingi eða rúmlega 80 þúsund fuglar, segir í frétt stofnun- arinnar. Mest var merkt af skógarþresti, 1.683 fuglar. Þar á eftir komu 1.453 kríur, 1.134 lundar, 987 auðnutitt- lingar og 943 ritur. Ein tegund var merkt í fyrsta sinn hér á landi, ljós- höfðaönd (anas americana). Frá upphafi hafa verið skráðir 55.285 endurfundir merkja. Árið 2015 var óvenju mikið tilkynnt um endurheimtur og álestra á merki á lifandi fuglum. Alls bárust 2.365 tilkynningar um endurheimtur íslenskra merkja og komu 154 þeirra frá öðrum löndum. Algeng- astir voru auðnutittlingar eða 1.636 fuglar en þar á eftir komu 172 álftir, 83 sílamávar, 75 æðarfuglar og 44 snjótittlingar. Langförulasti fuglinn sem endur- heimtur var í fyrra var kría sem merkt var sem ófleygur ungi sum- arið 2013 í Óslandi við Höfn í Hornafirði. Hún fannst örmagna við Höfðaborg í Suður-Afríku í október síðastliðnum, 11.319 kílómetra frá merkingarstað, þar sem hún bar beinin. – shá Merktu 12.568 fugla af 77 tegundum á Íslandi í fyrra Allt á einum stað: Prentun, merkingar og frágangur. Inni- og útimerkingar. Segl- og límmiðaprentun. Ljósmynda og strigaprentun. Segulmerki, textaskraut og sandblástursfilmur. Banner-up standar og harðspjöld. GSM hulstur og margt fleira... Xprent ehf - Sundaborg 1 - 104 Reykjavík - Sími 777-2700 - email: konni@xprent.is Bílamerkingar Límmiðar Sandblásturs filmur E fnahagsmál Anne Osborn Krueger, fyrrverandi aðstoðar- framkvæmdastjóri Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, er stödd hér á landi. Tilefnið er hóf sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra hélt í gær til að fagna því að slitum gömlu bankanna er lokið. Hún er hagfræðingur og veitti framkvæmdahópi um afnám hafta og stjórnvöldum ráðgjöf við ferlið. Þótt einum þætti varðandi afnám hafta, nauðasamningum við kröfu- hafa bankanna, sé lokið eru nokkur fleiri vandamál eftir. Útboð til að hleypa eigendum 250 milljarða aflandskróna út fyrir höft hefur enn ekki farið fram. „Þetta var nauð- synlegur fyrsti partur. Það var ekki hægt að leysa fleiri vandamál fyrr en þetta vandamál var úr sögunni. En það eru fleiri skref,“ segir Krueger. Hún telur ekki hægt að segja til um á þessu stigi hvernig þessi næstu skref verði stigin. Það sé meðal annars háð því hvernig alheims- hagkerfið þróast. „Hingað til hefur það gengið vel. Og ef hagkerfið hér heldur áfram að þróast í rétta átt og Ísland verður ekki fyrir neinum skakkaföllum vegna alþjóðahag- kerfisins og ekkert óvænt gerist þá ætti þetta ferli að geta gengið tafar- laust fyrir sig.“ Krueger segir ómögulegt að nefna tímasetningar varðandi næstu skref. „Vegna þess að það eru grundvallarmistök þegar væntingar og traust skiptir svo miklu máli að nefna tímasetningar. Ef eitthvað fer úrskeiðis og það þarf að breyta dag- setningum þá rýrirðu traustið sem hefur verið lögð svo mikil vinna í að byggja upp,“ segir hún. InDefence-hópurinn hefur gagn- rýnt að vandi vogunarsjóðanna, sem áttu kröfur á föllnu bankana, hafi verið leystur áður en höft á almenning og lífeyrissjóði voru afnumin. Krueger telur að það hafi verið nauðsynlegt að fara þá leið sem farin var. „Að mínu mati já. Á meðan þetta vandamál var til staðar var ekki hægt að leysa vanda annarra,“ segir Krueger. Eignir kröfuhafanna hafi verið mjög miklar og það hafi hrein- lega þurft að leysa vanda þeirra og átta sig síðan á því hver staðan væri. „Á meðan þeirra vandamál voru óleyst var ekki hægt að vita hvað væri hægt að gera.“ Stóra spurningin að loknu afnámi hafta er hvernig peningamálum verður háttað í framtíðinni. Krueger telur að Íslendingar geti vel notað krónu áfram. „Gjaldmiðillinn mun ná þeirri stöðu sem ásættanleg er, markaðurinn sér um það svo lengi sem peningastefnan og ríkisfjár- málastefnan hér heima er í lagi." Krueger ítrekar að lykillinn sé öguð peningastefna og ríkisfjár- málastefna. „Ekki annað hvort, heldur hvort tveggja. Þær verða að verka saman.“ Þær verði að stuðla að verðstöðugleika. Þá sé hægt að nota gengi gjaldmiðilsins til þess að bregðast við sveiflum í alþjóða- hagkerfinu. Krueger ræður Íslendingum frá því að ganga í evrusamstarfið. „Hef- urðu séð hvað gerðist í Grikklandi?“ spyr hún og bætir við að Grikkir hafi ekki getað notað venjuleg bjargráð vegna aðildar að evrusamstarfinu. „Ef Grikkir hefðu haft sjálfstæða mynt þá hefðu þeir getað lækkað gengið. Þeir hefðu vissulega glímt við vandamál en þau hefðu verið miklu minni,“ sagði Krueger. jonhakon@frettabladid.is Íslendingar gangi ekki inn í evrusamstarfið Hagfræðingurinn Anne Krueger telur að það væru grundvallarmistök að greina frá tímasetningum aflandskrónuútboðs. Hún segir Ísland ekki þurfa evruna. Anne Osborn Krueger telur að vandi Grikklands hefði verið minni ef Grikkir hefðu haft eigin gjaldmiðil. FréttAblAðið/Ernir Merki kríu frá Íslandi endurheimtist í Suður-Afríku. FréttAblAðið/vilhElM mEnntamál Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráð- herra, hefur ákveðið að fela sjálf- stæðri valnefnd að fjalla um og leggja mat á umsóknir um embætti skólameistara Borgarholtsskóla sem auglýst var laust til umsóknar hinn 20. janúar síðastliðinn. DV greindi frá því á dögunum að á meðal umsækjenda um starfið væri Ársæll Guðmundsson, starfsmaður mennta- og menningarmálaráðu- neytisins. Af þeirri ástæðu hefur verið ákveðið að enginn starfsmað- ur þess taki sæti í nefndinni. Í valnefndinni eiga sæti Ágústa Hlín Gústafsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum sem er formaður, Sóley Ragnarsdóttir lögfræðingur og Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrver- andi skólameistari. Valnefndinni er ætlað að leggja mat á umsóknir og velja umsækjendur til frekara mats með prófum og viðtölum, undir- búa og leggja mat á umsækjendur með viðtölum og leita umsagna um umsækjendur eftir því sem þurfa þykir. Gert er ráð fyrir að valnefndin skili niðurstöðum sínum í formi minnisblaðs til mennta- og menn- ingarmálaráðherra þar sem fram kemur niðurstaða nefndarinnar um mat á hæfi umsækjenda til að gegna embættinu. Gert er ráð fyrir að ráð- herra skipi í embætti skólameistara Borgarholtsskóla frá og með 1. apríl næstkomandi. – jhh Starfsmenn ráðuneytis ekki í nefnd nýr skólameistari í borgarholtsskóla verður ráðinn fyrir 1. apríl. FréttAblAðið/PjEtur Ef eitthvað fer úrskeiðis og það þarf að breyta dagsetningum þá rýrirðu traustið sem hefur verið lögð svo mikil vinna í að byggja upp. Anne Krueger hagfræðingur 1 2 . m a r s 2 0 1 6 l a U g a r D a g U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.