Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.03.2016, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 12.03.2016, Qupperneq 20
Spilaði með nýrnaSteina læknir sem meðhöndlaði lionel messi, leikmann Barcelona, segir að argentínumaðurinn hafi spilað þrjá leiki þrátt fyrir að líkami hans hafi ekki náð að losa sig við nýrna- steina sem voru að angra hann. messi missti af undanúrslitaleik Barcelona gegn Guangzhou eftir að hafa fengið nýrnasteinakast en spilaði svo í 3-0 sigri á river plate í úrslitaleiknum. læknirinn segir að alls hafi messi spilað þrjá leiki áður en hann losnaði loksins við nýrna- steinana. „Hann fékk verkjalyf fyrir leikina svo hann gæti spilað þá,“ sagði læknirinn, ruiz marcellan. messi fékk svo loks meðhöndlun við nýrnasteinunum 9. febrúar og missti af nokkrum æfingum. en hann sneri svo aftur og skoraði eitt og lagði upp tvö til viðbótar í 6-1 sigri á Celta Vigo. Helgin Laugardagur 12.35 Norwich - Man. City Sport 2 14.25 Darmst. - Augsburg Sport 3 14.50 Stoke- Southampt. Sport 5 14.50 Bournem. - Swansea Sport 2 14.55 Barcelona - Getafe Sport 14.55 Grindavík - Stjarnan Sport 4 17.20 Everton - Chelsea Sport 17.25 Bayern - Bremen Sport 2 18.00 Valspar Champions. Golfst. 19.40 Inter - Bologna Sport 2 21.30 Formúla E Sport Sunnudagur 11.25 Chievo - Milan Sport 13.20 Arsenal - Watford Sport 13.55 Udinese - Roma Sport 2 15.50 Man. Utd - West Ham Sport 15.50 A. Villa - Tottenham Sport 2 18.00 Valspar Champions. Golfst. 18.05 Valur - ÍBV Sport 2 19.25 Las Palmas - Real M. Sport Benitez til newCaStle rafael Benitez var í gær ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvals- deildarfélagsins newcastle. Benitez tekur við starfinu af Steve mcClaren sem var rekinn í gær. newcastle er í næstneðsta sæti deildarinnar en hefur nú tíu leiki til að bjarga sæti sínu í deildinni. Það er því verk að vinna hjá spænska þjálfaranum. Benitez skrifaði undir þriggja ára samning við newcastle en samkvæmt heimildum Sky Sports getur hann rift samningi sínum við félagið ef það fellur úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Það verða þó nokkrar breytingar á þjálfaraliði félagsins en þeir Fabio pecchia, Francisco de miguel moreno og antonio Gomez perez fylgja allir Benitez til newcastle. Benitez verður áttundi stjóri newcastle á aðeins tólf árum en hann var síðast á mála hjá real madrid. Hann hefur einnig stýrt liverpool og Chelsea á ferli sínum. Körfubolti Síðustu vikur hafa verið erfiðar fyrir sænska úrvalsdeildar- félagið Sundsvall Dragons, sem landsliðsmaðurinn Hlynur Bærings- son leikur með. liðið tapaði í ofaná- lag sjö af síðustu átta leikjum sínum í deildarkeppninni sem er heldur dapurt veganesti fyrir úrslitakeppn- ina sem hefst um helgina. „einfaldasta útskýringin er bara sú að við höfum verið lélegir,“ sagði Hlynur í samtali við Fréttablaðið í gær en hann missti af síðasta leik tímabilsins vegna smávægilegra meiðsla. leikurinn var þýðingar- laus fyrir bæði lið en hann var sá eini sem Sundsvall vann síðustu vikur tímabilsins. Fyrir utan slæmt gengi komst félagið í fréttirnar ytra vegna fjár- hagsvandræða. Félagið gat til að mynda ekki staðið við greiðslu til sænska körfuknattleikssambands- ins sem bannaði félaginu að nota erlenda leikmenn sína í einum leik. Vandamálin í sviðsljósinu „Þegar þetta mál rataði í blöðin þá fór athyglin á aðra hluti en hún átti að vera á,“ segir Hlynur sem hefur þó ávallt fengið sín laun greidd hjá félaginu þrátt fyrir slæma skulda- stöðu þess. „Þetta hefur alltaf skilað sér til mín að lokum og ég vona að það verði áfram þannig,“ segir Hlynur sem hefur þó skilað sínu að venju í vetur. Hann er með flest frá- köst allra leikmanna í deildinni að meðaltali í vetur eða 10,0. leikmannahópur Sundsvall ber þess merki að félagið á í rekstrar- vandræðum og er liðið ekki jafn sterkt og undanfarin ár. Hlynur, sem er á sínu sjötta tímabili hjá félaginu, viðurkennir að þetta ár hafi verið erfitt. „Það má alveg segja að þetta ár hafi verið það erfiðasta hjá mér. Það hefur líka verið allt öðruvísi en fyrri ár. Bæði er liðið ekki jafn gott og þá eru engir aðrir Íslendingar hér, eins og hefur alltaf verið,“ segir Hlynur en Jakob Þór Sigurðarson var lengi liðsfélagi hans hjá Drekunum en einnig Ægir Þór Steinarsson, pavel ermolinskij og ragnar Ágúst nath- anaelsson. Jakob er enn í Svíþjóð en spilar nú með Borås Basket sem endaði í fjórða sæti deildarinnar. Sér ekki eftir fimm ára samningi Hlynur gerði fimm ára samning við Sundsvall í sumar og hann sér þrátt fyrir allt ekki eftir því í dag. „Ég vissi hvað ég var að fara út í. Þetta eru líka vandamál tengd körfuboltanum sem eru um tveir klukkutímar af mínum degi. mér líður vel í Sundsvall og fjölskyldunni líka, þó svo að það sé þreytandi að standa í svona löguðu. Ég viður- kenni það.“ Hann segir að hann hafi ákveð- ið að taka langtímasamning með þeim kostum og göllum sem honum fylgir, enda ekki algengt að 33 ára körfuboltamenn fái svo langa samninga. Hann sé því hins vegar viðbúinn að félagið gæti hugsanlega tekið til í herbúðum sínum í sumar í ljósi fjárhagsstöðunnar. „Það kæmi ekki á óvart enda hefur nú þegar verið skorið heil- mikið niður. Það gæti verið að sú vinna haldi áfram næsta sumar. Ég held þó að þeir vilji halda mér og ég er jú með samning sem ætti að tryggja það að ég verði áfram.“ Sundsvall Dragons hefur keppni í úrslitakeppninni á morgun þegar liðið mætir norrköping Dolphins. Hlynur segir að þessi langa tap- hrina hafi verið slæm, eins og gefur að skilja. Getum vel unnið Norrköping „Sumir þessara leikja voru mjög daprir, gegn liðum sem við áttum að vinna. Það var það versta. Það vantaði ákefð og hungur í liðið,“ segir Hlynur sem vill þó ekki afskrifa möguleika Sundsvall gegn norrköping. „norrköping hefur verið í basli vegna meiðsla. Þetta er gott lið en ég vona að þeir verði ekki upp á sitt allra besta. ef við náum upp okkar spili á ný getum við vel unnið þetta lið.“ eirikur@365.is Mitt erfiðasta ár hjá Drekunum Hlynur Bæringsson og hans menn í Sundsvall Dragons hafa átt erfitt ár í sænsku úrvalsdeildinni. Fjárhags­ erfiðleikar hafa einkennt tímabilið og fer liðið í úrslitakeppnina um helgina með sjö leikja taphrinu á bakinu. Uppboð á boltanum sem Justin Shouse sló stoðsendingametið með Í þágu góðs málefnis Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar, bætti stoðsendingametið í úrvalsdeildinni fyrr í vetur þegar hann gaf stoðsendingu númer 1.394 í leik á móti Grindavík. Boltinn hefur verið geymdur í myndveri sjónvarpsþáttarins Domino’s-körfuboltakvölds frá því í 16. umferð þegar Shouse bætti metið. Nú verður hann boðinn upp og ágóðinn rennur allur til góðs málefnis sem eru langveik börn. FRéTTABLAðIð/ERNIR Mér líður vel í Sundsvall og fjöl- skyldunni líka, þó svo að það sé þreytandi að standa í svona löguðu. Hlynur Bæringsson, leikmaður Sundsvall Dragons Ferill Hlyns hjá Drekunum 2010-2011 (Meistari) Leikir: 48 Stig/fráköst (meðaltal): 13,2/9,9 Framlagsstig: 21,2 Sæti í deildarkeppni: 1 Aðrir Íslendingar: Jakob Sigurðars. 2011-2012 (8-liða úrslit) Leikir: 39 Stig/fráköst (meðaltal): 13,9/10,1 Framlagsstig: 19,9 Sæti í deildarkeppni: 3 Aðrir Íslendingar: Jakob og Pavel Ermolinskij. 2013-2014 (8-liða úrslit) Leikir: 39 Stig/fráköst (meðaltal): 14,5/10,7 Framlagsstig: 21,7 Sæti í deildarkeppni: 4 Aðrir Íslendingar: Jakob og Ægir. 2014-2015 (undanúrslit) Leikir: 40 Stig/fráköst (meðaltal): 13,8/9,5 Framlagsstig: 20,3 Sæti í deildarkeppni: 5 Aðrir Íslendingar: Jakob, Ægir Þór og Ragnar Nathanaelsson. 2015-2016 Leikir: 28 Stig/fráköst (meðaltal): 14,3/10,0 Framlagsstig: 19,2 Sæti í deildarkeppni: 6 Úrslitakeppnin: Ekki lokið Domino’s-deild kvenna Valur - Hamar 91-57 Valur: Guðbjörg Sverrisdóttir 33/8 frák., Karisma Chapman 18/19 frák., Hallveig Jónsdóttir 10, Dagbjört Samúelsdóttir 8.. Hamar: Alexandra Ford 24, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 13, Nína Jenný Kristjánsdóttir 5, Margrét Arnarsdóttir 4. Efst Snæfell 36 Haukar 36 Valur 24 Keflavík 20 Neðst Grindavík 20 Stjarnan 6 Hamar 4 Nýjast 1 2 . M a r s 2 0 1 6 l a u G a r D a G u r20 s p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð Sport
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.