Fréttablaðið - 12.03.2016, Side 22

Fréttablaðið - 12.03.2016, Side 22
Fótbolti Leikmannamarkaður Pepsi- deildar karla hefur verið líflegur í vetur og margir sterkir leikmenn munu klæðast nýjum búningum í sumar. Fréttablaðið hefur farið yfir félags- skiptin sem hafa verið staðfest og flokkað þau niður eftir mögulegum áhrifum sem leikmennirnir munu hafa innan sinna nýju liða. KR-ingar kræktu sér í tvo af fjórum öflugustu leikmönnunum en þeir misstu líka einn í Víking og misstu ennfremur af gömlum félaga í Stjörn- una. Það hefur verið mikið í gangi í kringum KR í vetur eftir vonbrigði síðasta sumars og KR-ingar á förum eða nýir KR-ingar eru mjög áberandi í samantekt okkar. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar síð- asta sumar og þeir hafa lagt ofurkapp á að styrkja varnarlínu sína. Stjarnan hefur einnig gert góð kaup í vetur og fleiri lið hafa einnig nýja menn sem eru líklegir til afreka. Við flokkum athyglisverðustu félagaskiptin í fjóra flokka og það er vert að taka það fram að hér eru aðeins teknir fyrir leikmenn sem hafa spilað á Íslandi áður. Það eru líka nýir erlendir leikmenn á leiðinni í deildina og þeir eru ekki hluti af þessari samantekt. tomas@frettabladid.is ooj@frettabladid.is. Nýir leikmenn með mikil áhrif Í dag eru fimmtíu dagar í fyrsta leik í Pepsi-deild karla í fótbolta og liðin tólf eru langt komin með að setja saman leikmannahópa sína fyrir sumarið. Fréttablaðið skoðar í dag félagsskiptin sem við teljum að muni breyta mestu fyrir viðkomandi lið á komandi tímabili. Þetta getur bara ekki klikkað Hafa allt til alls til að gera vel hjá nýju liði Styrkja nýja liðið sitt mikið Getur brugðið til beggja vona Indriði Sigurðsson til KR Landsliðsmaðurinn fyrrverandi snýr heim eftir 15 ára atvinnumennsku í Noregi og Belgíu. Hefur verið einn besti miðvörður norsku úrvalsdeildarinnar undanfarin ár og fyrirliði Viking síðan 2011. Öflugur varnarmaður og mikill leiðtogi sem sýnir sig í því að hann er búinn að taka fyrirliðabandið af Pálma Rafni Pálmasyni. KR-ingar töluðu um að þá vantaði karaktera á síðustu leiktíð og hér er mættur maður sem á að hafa mikil áhrif á liðið jafnt innan sem utan vallar. Baldur Sigurðsson til Stjörnunnar Einn albesti miðjumaður Pepsi-deildarinnar undan- farinn áratug. Er að koma aftur úr atvinnumennsku í Danmörku. Lykilmaður í tveimur meistaraliðum KR 2011 og 2013 og áður bikarmeistari með Kefla- vík. Mikill leiðtogi og skorar mörk af miðjunni sem er gulls ígildi fyrir hvaða lið sem er. Baldur hefur verið einn áhrifamesti leikmaður deildarinnar og getur bæði spilað á miðri miðjunni sem og í „holunni“ þar sem hann kemur með sterk hlaup inn á teiginn. Gary Martin til Víkinga Hvalreki fyrir Víkinga. Enski framherjinn hefur skorað 38 mörk í 80 leikjum fyrir KR og ÍA í efstu deild. Óþreytandi vinnuhestur sem skoraði eitt og lagði upp þrjú í fyrsta leik með Víkingum í Lengju- bikarnum. Sigurvegarinn sem Fossvogsliðið vantar til að taka næsta skref sem félagið þráir svo heitt. Gary hefur unnið bæði bronsskó og gullskó en hefur ýmislegt að sanna eftir síðustu leiktíð. Finnur Orri Margeirsson til KR Þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára á Finnur Orri að baki 140 leiki í efstu deild og varð Íslands- og bikarmeist- ari með Breiðabliki. Snýr aftur úr atvinnumennsku hjá Lilleström í Noregi. Vinnusamur miðjumaður sem er gríðarlega ósérhlífinn og öflugur í varnar- leiknum. Einn stöðugasti leikmaður sem fyrirfinnst. Leikmaður sem er aldrei til vand- ræða. Gerir allt sem hann er beðinn um að gera. Eins mikill draumur þjálfara og þeir verða. Pablo Punyed til ÍBV Salvadorinn kemur með mikinn kraft inn í Eyjaliðið. Einn besti teig-í-teig miðjumaður deildarinnar undanfarin ár og var lykilmaður í meistaraliði Stjörnunnar 2014. Gunnar Nielsen til FH Markvörðurinn sem FH-ingar þurftu til að taka næsta skref í Evrópu. Var besti leikmaður Stjörnunnar á annars döpru tímabili í Garðabænum í fyrra. Stór og sterkur markvörður sem hefur mikið vald á teignum og mikla reynslu af stórum leikjum. Bergsveinn Ólafsson til FH Algjör lykilmaður í Fjölnisliðinu sem jafnaði sinn besta árangur í fyrra. Frábær miðvörður sem er sterkur í loftinu og mikill leiðtogi á velli. Ætti bara að verða betri með betri leikmenn í kringum sig. Michael Præst til KR Daninn hefur verið með bestu varnarsinnuðu miðjumönnum deildarinnar undanfarin þrjú ár. Fyrrverandi fyrirliði Stjörnunnar með mikla leið- togahæfileika. Alvöru „ruslakarl“ sem staðsetur sig betur en flestir í baráttunni um boltann. Chopart í KR Var alltaf mjög öflugur sem eins konar 12. maður Stjörnunnar 2012 og 2013. Sýndi sparihliðarnar með Fjölni seinni hluta sumars í fyrra og skoraði sex mörk í ellefu leikjum. Grétar Sigfinnur Sigurðarson í Stjörnuna Kom frá KR. Ævar Ingi Jóhannesson í Stjörnuna Kom frá KA. Rasmus Christiansen í Val Kom frá KR. Eyjólfur Héðinsson í Stjörnuna Kom frá Midtjylland. Garðar Jóhannsson í Fylki Kom frá Stjörnunni. Emil Atlason í Þrótt Kom frá KR. Sindri Björnsson í Val Kom frá Leikni. Víðir Þorvarðarson í Fylki Kom frá ÍBV. Iain Williamson í Víking Kom frá Val. Guðmundur Atli Steinþórsson í Breiðablik Kom frá HK. Sito í Fylki Einn af gluggakörlunum sem slógu í gegn í fyrra. Fór langt með að bjarga ÍBV frá falli einn síns liðs með sex mörkum í ellefu leikjum. Fljótur og teknískur fram- herji. Guðjón Pétur í Val Maðurinn sem var varla inni í myndinni hjá Breiðabliki fyrir mót stóð uppi sem einn besti maður liðsins. Sparkviss miðjumaður sem skilar mörkum og er frábær vítaskytta. Þorsteinn í Víking Ó. Kominn á heimaslóðir í Ólafsvík þar sem honum líður best. Fljótur og kraft- mikill framherji sem þarf kannski að skora aðeins meira en ekki verður deilt um vinnusemi hans. Hilmar Árni í Stjörnuna Langbesti leikmaður Leiknis í fyrra. Liðið skoraði varla mark án þess að hann kæmi að því. Hefur farið á kostum með Stjörnunni það sem af er undirbúningstímabilinu og virðist smellpassa í liðið. Ivanovski í Fjölni Myndaði virkilega sterkt miðvarðapar með Berg- sveini Ólafssyni fyrri hluta móts í fyrra. Fjölnis- liðið fékk á sig töluvert fleiri mörk eftir að þessi þraut- reyndi miðjumaður fór. Þekkir Fjölnisliðið vel. Róbert Örn í Víking Íslandsmeistaramarkvörð- urinn þurfti að víkja fyrir færeyska landsliðsmark- verðinum. Fær nú tækifæri til að sýna hvað hann virki- lega getur í minna liði. Mun meiri ábyrgð á hans herðum í sumar. 50 dagar í mót 1 2 . m a r s 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r22 s p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.