Fréttablaðið - 12.03.2016, Page 24
fundur og
fjölskyldan
Það er flokkstjórnarfundur
hjá Samfylkingunni og um
kvöldið árshátíð hjá Ungum
jafnaðarmönnum sem ég
ætla auðvitað að mæta á!
Sunnudagurinn verður svo
helgaður fjölskyldunni.
Hvað á að gera um helgina?
Heiða Björg Hilmisdóttir,
borgarfulltrúi
„Það sem er svo skemmtilegt við að
sýna í þessari byggingu er að fá nýja
sýn á eigin verk,“ segir myndlistar-
maðurinn Hrafnkell Sigurðsson,
sem opnar sýningu á Kirkjutorgi,
safnaðarheimilinu í Neskirkju,
á sunnudag. Hrafnkell hefur átt
mikilli velgengni að fagna. Verk
hans eru til sýnis á söfnum á megin-
landi Evrópu, í Bandaríkjunum og á
Íslandi, svo eitthvað sé nefnt.
Messað verður kl. 11.00, sam-
kvæmt hefðinni, en sr. Skúli S. Ólafs-
son sóknarprestur ræðir um verk
Hrafnkels í predikun sinni.
Skúli og Hrafnkell eru sammála um
að uppsetning verkanna í kirkju dragi
fram aðra hlið á þeim en væru þau
sýnd í hefðbundnara sýningarrými.
„Verkin eru líkamleg, en líka and-
leg. Eins og mannfólkið – við erum
þetta tvennt, líkaminn og andinn.
Inni í kirkju setur maður þetta
meira í svona andlegt samhengi,“
útskýrir Hrafnkell.
Að messu lokinni verður boðið
upp á léttar veitingar á Kirkjutorgi
og Hildigunnur Sverrisdóttir, arki-
tekt og nefndarmaður í Sjónlistaráði
Neskirkju, ávarpar gesti og fjallar
um sýninguna.
Ýmsar sýningar hafa verið haldn-
ar á Kirkjutorgi, en nýtt Sjónlistaráð
Neskirkju var skipað á dögunum.
Fyrsta val ráðsins á listamanni var
Hrafnkell. Áður hafa m.a. Húbert
Nói og Einar Garibaldi sýnt .
„Hrafnkell er frábær myndlistar-
maður. Það er mikill heiður að fá
að sýna verk eftir hann,“ segir sr.
Skúli.
Verkin á sýningunni spanna tíu
ára tímabil. „Þannig að það má
segja að þetta sé lítil yfirlitssýning
á verkum Hrafnkels.“
Keli sýnir verkin sín í Neskirkju
Hrafnkell Sigurðsson opnar litla yfirlitssýningu á Kirkjutorgi á sunnudag. Sr. Skúli Ólafsson ræðir um verkin í messu.
Ólöf
Skaftadóttir
olof@frettabladid.is
Fréttablaðið/steFán
Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri glamour
ElEgant í
mÁlningargallanum
Ég er að undirbúa að flytja búferlum.
Svo mín helgi fer í að pússa glugga,
mála og pakka í kassa. Elegant helgi
í málningargallanum!
Áslaug maría friðriksdóttir borgarfulltrúi
allt að gErast
Þetta verður helgin sem lítið
er planað en allt gerist, held
ég. Vorið á næsta leiti og
maðurinn minn heima (svona
til tilbreytingar). Við getum
drukkið kaffi og horft í augun
hvort á öðru. Það kemur örugg-
lega eitthvað út úr því!
farðu
á HönnunarMars.
Dagskráin er gríðar-
lega fjölbreytt og um
er að ræða opnanir
um allan bæ fram á
sunnudag!
Horfðu
á Ísland Got
Talent á sunnu-
dagskvöld í beinni
útsendingu!
lEstu
síðustu ástar-
játninguna
eftir Dag
Hjartarson.
Hlustaðu
á íslensku hljómsveit-
ina Kaleo sem kom
fram í þætti Conans
O’Brien í vikunni!
1 2 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r24 h e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
Helgin