Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.03.2016, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 12.03.2016, Qupperneq 28
Ég man aðeins eftir þessu en það trúa því ekki allir vegna þess að ég var svo ungur þegar þetta gerð-ist,“ segir Anton Líni Hreiðarsson. Hann er núna á átjánda ári og stundar nám í vélstjórn við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hann er nýlega fluttur norður en bjó áfram að mestu leyti á Þingeyri eftir brunann. Anton Líni hefur hugsað mikið um þessa örlagaríku nótt sem fjöl- skylda hans var hrifsuð frá honum. „Ég man ég vaknaði um nóttina og sá eld. Ég hljóp og vakti pabba. Síðan man ég eftir að það var sagt: Hvar er bróðir þinn? En ég man lítið eftir það,“ segir Anton. Faðir hans hafði þá hlaupið með hann út en missti hann á leiðinni. Amma hans, sem bjó á efri hæðinni, fór inn og bjargaði Antoni út. „Ég veit nokkurn veginn hvað gerðist. Pabbi hljóp með mig fram en missti mig á ganginum. Hann fór út og þá var amma komin fyrir utan. Hún fór inn þar sem allt var fullt af reyk og ætlaði að fara að snúa við því hún fann mig ekki en þá heyrði hún í mér. Pabbi hljóp þá aftur inn til að bjarga hinum.“ Faðir hans komst ekki aftur út lif- andi. Hjónin ungu dóu bæði í elds- voðanum og yngri sonur þeirra. Alltaf verið lokaður með þetta Fyrsta árið eftir brunann bjó Anton hjá móðurforeldrum sínum. Hann flutti svo til föðurforeldra sinna, aftur á Þingeyri, í sama hús og brun- inn hafði átt sér stað í. Þar bjó hann þar til hann fór í menntaskólann á Ísafirði þegar hann var 16 ára. „Ég hef oft hugsað með bróður minn að ég hefði viljað gera eitthvað til þess að bjarga honum þó ég hafi ekki haft vit til þess. Það koma upp alls konar svona hugsanir,“ segir Anton sem segist þó gera sér fulla grein fyrir að hann hefði ekki getað gert neitt. „Í raun og veru hef ég alltaf verið mjög lokaður með þetta. Ég byrjaði ekkert að tala um þetta fyrr en fyrir svona ári síðan. Þá var ég búinn að vera dálítið langt niðri og brotnaði pínu saman. Ég bjó þá á heimavist- inni í Menntaskólanum á Ísafirði. Ég hafði lokað mig svolítið af. Ég hafði alltaf svo mikið að gera en þarna var lítið að gera og þá fer maður að vor- kenna sér. Ég fór að byggja mig upp og gera eitthvað af viti. Ég horfðist í augu við þessa minningar.“ Rosaleg reiði og sorg Hann segir það hafa verið langt í frá auðvelt að fara í gegnum þetta. Lesa fréttir af brunanum og minn- ingargreinar um foreldra sína. „Það kom upp rosaleg reiði og sorg. Það rifjaðist upp hellingur af minn- ingum, margt sem mér hafði verið sagt en ég hafði lokað á þetta allt. Ég var bara búinn að reyna að gleyma þessu öllu. Ég vissi að ef ég myndi ekki gera neitt þá myndi ég aldrei ná að lifa með þessu. Ég hugsa að mér hafi alltaf verið svolítið hlíft. Það voru allir glaðir þegar ég fór að tala um þetta. Þau voru svo frábært fólk,“ segir hann. Foreldrar Antons Lína voru afar tónelskir og hann hefur erft það frá þeim. Móðir hans, Ingibjörg Edda, hafði lokið námi á fyrsta ári í Tón- listarskóla Ísafjarðar og hafði hafið nám á öðru ári. Hreiðar var í píanó- námi þegar hann lést en hafði einn- ig leikið á orgel, gítar og trompet. Anton segir tónlistina hafa hjálpað sér mikið við að læra að sætta sig við minningarnar en í gegnum hana fái hann líka ákveðna tengingu við foreldra sína. „Tónlistin hefur alltaf verið í mér og ég syng alltaf eða spila þegar mér líður illa. Mér fannst Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is ↣ Erfitt að horfast í augu við FRéttAblAðið/Auðunn minningarnar Aðfaranótt 4. janúar 2002 varð hræðilegur eldsvoði á Þingeyri þar sem ung hjón létust ásamt eins og hálfs árs gömlum syni sínum. Þau Hreiðar Snær Línason og Ingibjörg Edda Guðmundsdóttir voru aðeins 22 og 20 ára þegar þau létust í brunanum ásamt syni sínum, Leon Erni. Eldri sonur þeirra, Anton Líni Hreiðarsson, sem þá var 3 og hálfs árs, bjargaðist. 1 2 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r28 h e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.