Fréttablaðið - 12.03.2016, Síða 34

Fréttablaðið - 12.03.2016, Síða 34
Guðmundur Ómar Þráinsson er yfir-maður sérsveitar ríkislögreglustjóra. Hann fer fyrir fjöru-tíu lögreglumönnum sem eru sérþjálfaðir til þess að tak- ast á við vopnuð lögreglustörf. Sér- sveitin gegnir mikilvægu hlutverki í hryðjuverkavörnum og þjálfun hennar snýst m.a. um undirbúning til að takast á við fjöldadrápsárásir, stórfelld ofbeldisbrot, handtökur á hættulegum mönnum, gíslatökur, sprengjutilræði, flugrán og sjórán. Æfingarnar eru umfangsmiklar og reynt að líkja eftir aðstæðum válegra atburða í nágrannalöndunum. Auk þess að sinna sérsveitarverk- efnum sem upp koma á landsvísu þá sinnir sérsveitin almennum lög- reglustörfum allan sólarhringinn, alla daga ársins. Hún annast hand- tökur hættulegra brotamanna og aðstoðaði til að mynda í aðgerðum lögreglu á Suðurlandi vegna meints vinnumansals í Vík. Þá tekur hún þátt í aðgerðum vegna fíkniefna- mála og sinnir ýmsum verkefnum þar sem þjálfun hennar og tækja- Hefur þú Farið yfir málin. Reglulega eru haldnar stórar æfingar þar sem hermt er eftir atburðum úti í heimi. Mynd/LögRegLan Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Eins og ég minntist á áðan þá höfum við þEssi gildi. Einn fyrir alla og allir fyrir Einn. Ef kona kEmst inn í sérsvEitina þá gEtur Enginn sEtt sig á stall gEgn hEnni. sagt við hana: þú passar Ekki í hópinn. búnaður kemur að notum. Sérsveit- in er líka liðsstyrkur fyrir almanna- varnadeild þegar neyðarástand skapast og mikið og gott samstarf er á milli hennar og Landhelgisgæsl- unnar. Guðmundur segir þörf á fleiri sérsveitarmönnum, það hefur verið metið svo að sveitin sé fullmönnuð með 52 meðlimum. Hins vegar þurfi að vanda valið vel. „Árið 2004 tók ríkisstjórnin ákvörðun um að það skyldu starfa 52 lögreglumenn í sér- sveit ríkislögreglustjóra. Við höfum ekki enn náð þeirri tölu og mest verið 46. Næsta nýliðanámskeið er í apríl. Við vonumst til að sem flestir lögreglumenn klári námskeiðið og hægt verði að bæta í hópinn.“ Inntökuferlinu í sérsveitina mætti líkja við að fara í gegnum nálarauga. Það er heilt ár og á þeim tíma eru haldin nokkur erfið þrekpróf, sál- fræðipróf og fleiri þrautir sem reyna á líkamlegan og andlegan styrk. „Við förum yfir umsóknirnar og metum þær, þá fara umsækjendur í sál- fræðipróf og svo eru þeir í inntöku- ferlinu í heilt ár. Við gefum ekki uppi nákvæmlega hvernig inntökuferlið er. Menn vita samt að hluta til hvað þeir eru að fara út í, málið er að það er oft ekkert betra.“ Guðmundur segir þrekprófið þurfa að vera erfitt. Tilvonandi sér- sveitarmenn taka prófið í einni sam- það sem til þarf í sérsveitina? Fjörutíu lögreglumenn skipa sérsveit ríkislögreglustjóra. Engin kona hefur komist í hana, inntökuskilyrðin eru ströng og sömu reglur gilda fyrir konur og karla. guðmundur ómar þráinsson yfirmaður sveitarinnar segir koma að því að kona fái inngöngu og lýsir hvaða eiginleikum menn þurfa að vera búnir til starfa í sérsveitinni, verk- efnum sveitarinnar og hvernig hún er vopnum og tækjum búin. fellu, byrja á því að hlaupa þrjá kíló- metra undir tólf mínútum, gera svo 80 kg hnébeygjur fimmtán sinnum, fara strax í bekkpressu og endurtaka tíu sinnum 80 kíló. Þá er upphífing með 25 kg þyngingu, framkvæmd einu sinni og svo hangið í sextíu sekúndur. Þrekprófinu lýkur svo á tveggja mínútna planka. „Við reynum líka á andlegan styrk með ýmsum hætti og mælum getu fólks í þáttum sem við teljum skipta máli. Andlegi styrkurinn skiptir mjög miklu máli. Við þurfum til dæmis að útiloka ýmsar fóbíur sem upp geta komið í aðstæðum sem við getum lent í. Líkamlegi styrkurinn er líka gríðarlega mikilvægur. Menn verða að hafa styrk til þess, þó að þeir séu þreyttir, að yfirstíga ýmsar hindranir og bjarga borgurum og hugsanlega særðum félögum út af hættusvæði. Menn treysta hver á annan. Við verðum að treysta því að næsti félagi við hliðina geti veitt björgun við erfiðar aðstæður. Að gefast aldrei upp, hver og einn sér- sveitarmaður verður að hafa þennan andlega og líkamlega styrk til þess að klára verkefnin.“ einn fyrir alla og allir fyrir einn Guðmundur nefnir einnig ákveðin gildi sem koma við liðsheild og sam- kennd sem skipta máli. „Það eru ákveðin gildi sem við höfum í heiðri innan sveitarinnar. Við berum virð- ingu fyrir félaganum og viljum vera tilbúnir að gera allt fyrir hann. Í sérsveitinni gildir einn fyrir alla og allir fyrir einn þegar menn sinna verkefnum.“ Helst má líkja þessu við t.d. landslið í hópíþrótt þar sem árangurinn byggist m.a. á samvinnu og liðsheild. Engar konur eru í sérsveitinni, Guðmundur segir nokkrar konur hafa komist nálægt því en þær hafi fallið úr ferlinu vegna meiðsla. Hann segist sjá að konur stunda mjög stranga líkamsþjálfun í dag og að konur geti vel komist inn í sveitina, það sé tímaspursmál. „Það hafa gegnum tíðina þó nokkrar konur byrjað í undirbúningsferli fyrir nýliðanámskeið og í tvígang hafa konur komist nokkuð langt inn í það. Á lokastigi ferlisins urðu þær fyrir meiðslum og gátu ekki klárað síðustu þrepin. Það sem reynist konunum erfiðast er líkamlegi styrkurinn. Það liggur í hlutarins eðli. En þessi þjálfun öll sem er boðið upp á núna, cross fit, boot camp og bardagalistir, er ansi öflug. Ég sé það og hef það á tilfinn- ingunni að það styttist í að konur komist inn í sérsveitina.“ Guðmundur tekur fram að í sér- sveitinni verði tekið vel á móti konum. Innan sérsveitarinnar gildi virðing fyrir félaganum. Megingildið, einn fyrir alla og allir fyrir einn, muni líka gilda um konur í sveitinni. „Eins og ég minntist á áðan þá höfum við þessi gildi. Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Ef kona kemst inn í sérsveitina þá getur enginn sett sig á stall gegn henni. Sagt við hana: þú passar ekki í hópinn. Við tökum þessi gildi alvar- lega. Nýliðanámskeiðin eru mikil sía. Þar kemur allt í ljós, hvort menn starfa í þágu liðsheildar eða eru ein- farar. Hvernig menn falla að þessum gildum sem við höfum.“ Einfarana segir Guðmundur ekki eiga erindi í sérsveitina þar sem starfið byggi allt á liðsheild og öll merki um skerta samkennd og þátt- töku í liðsheildinni verða til þess að umsækjendur falla úr nýliðanám- skeiðsferlinu. Hann segist ekki vilja tjá sig um það hvort einhver hafi verið rekinn úr sérsveitinni. „Það er bara innan- hússmál en tekið er á málum þegar það á við. Það er mjög misjafnt hve lengi menn starfa í sérsveitinni en menn eru oft ótrúlega lengi við störf hérna hjá okkur. Hafa enst lengi þrátt fyrir mikið líkamlegt og andlegt álag og það hefur vakið athygli meðal starfsfélaga okkar erlendis.“ Harmleikur tekur mestan toll Snemma morguns 2. desember 2013 beittu sérsveitarmenn í fyrsta sinn vopnum sínum á vettvangi, gegn manni sem hafið hafði skothríð úr íbúð sinni í Hraunbæ í Reykjavík. Maðurinn skaut að lögreglumönn- um og var að lokum skotinn til bana. „Atburðurinn reyndist sérsveitinni erfiður,“ segir Guðmundur og hann nefnir Hraunbæjarmálið sem það erfiðasta sem hann hefur fengist við í sérsveitinni. „Án þess að ég vilji nokkuð tala um Hraunbæjarmálið þá var það öllum sérsveitarmönn- um mjög erfitt. Þarna voru erfiðar aðstæður.“ Hann segir að almenn störf þeirra í lögreglunni taki einnig mikinn toll. „Við erum fyrst og fremst lög- reglumenn og sinnum oft erfiðum almennum útköllum. Mannlegur harmleikur og slys tekur alltaf mikið á hjá lögreglumönnum í starfi.“ Æfa í IKea Hvað varðar annan búnað, svo sem báta og þyrlur, segir Guðmundur 1 2 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r34 h e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.