Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.03.2016, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 12.03.2016, Qupperneq 36
Það þarf endurnýjun í þingflokki Samfylking-arinnar,“ segir Magnús Orri Schram, fyrrum þingmaður Samfylk-ingarinnar og ráðgjafi hjá Capacent. Magnús sat á þingi á síðasta kjörtímabili og var meðal annars varaformaður viðskipta- nefndar. Hann býður sig fram til formanns flokksins eftir margar áskoranir flokksmanna. „Þegar fólk fór að hringja sagði ég nei í fyrstu, ég var ekki í þessum pæl- ingum. Svo þegar hringingarnar fóru að ágerast þá varð svarið: „Ég er til í þetta ef þið komið líka.“ Það breytist ekkert með einum manni sem situr á stól heldur þurfum við að vera hópur af fólki. Ég er í raun og veru að segja að ef okkur tekst að breyta þá kemur fullt af fólki með. Ég finn það að að baki mér stendur fólk sem þyrstir í breytingar. Ég hef trú á því að þetta unga fólk muni ná miklum árangri í prófkjörum. Við þurfum blöndu af reynslu og ferskum blæ.“ Magnús segir að Samfylkinguna vanti traust og þurfi að skýra stefn- una betur. „Ég tel að stór hluti fólks sé að miklu leyti sammála okkur. Fólk sem ég hitti spyr mig fyrir hvað við stöndum. Það þarf að meitla skilaboðin og hafa það alveg skýrt fyrir hverju við erum að berjast. Hvaða flokkur leggur jöfnum hönd- um áherslu á velferðarmál og verð- mætasköpun, er grænn, vill sam- keppni, vill útboð á aflaheimildum, vill horfa til útlanda og er ófeiminn við það, vill nálgast flóttamenn og berst fyrir jafnrétti? Ég held að það sé enginn annar flokkur sem tikkar í öll þau box. Ég er grænn femínisti sem kemur úr atvinnulífinu. Ég veit að þaðan koma peningarnir til þess að borga fyrir velferðina. En verðmætasköp- unin gengur ekki upp án þess að það sé velferðarkerfi sem menntar börnin og grípur mann þegar maður veikist. Ef við getum komið þessu á framfæri þá veitir fólkið okkur traust á nýjan leik. Ég held að þar sé fullt af tækifærum.“ KR-ingur úr Kraganum Magnús Orri býr í Kópavogi en er alinn upp á Álftanesi. Hann spilaði knattspyrnu með KR frá því hann var krakki og fram á fullorðinsár, meðal annars sem fyrirliði liðsins. „Eftir að ég hætti í boltanum hef ég verið að hlaupa maraþon og svo hljóp ég Laugaveginn. Það er mikil svölun, mætti jafnvel kalla fróun, að hlaupa úti með hundana og finna hvað það gerir líkamanum og and- legu hliðinni gott. Þegar ég hleyp er ég að hugsa og velta fyrir mér hlut- unum sem er ofboðslega gott og gefandi.“ Hann segist hlusta töluvert á tónlist á hlaupunum. „Ég er með hálf skrýtinn tónlistarsmekk því ég blanda öllu saman. Allt frá splunkunýrri íslenskri tónlist og í gamla sálarmúsík. Ef ég heyri gott lag þá hendi ég því á hlaupalaga- listann. Ég er með allt frá Mammút til Pauls Weller og Bobs Dylan og frá Sam Smith til Ninu Simone og Joni Mitch ell. En svo er ég að fara í gegnum Bowie-tímabil núna eins og svo margir.“ Eftir grunnskóla lá leiðin í MH, sem Magnús segir að hafi verið hálf- gerð uppreisn frá Garðabænum. Áður en hann fór að læra sagnfræði við Háskóla Íslands fór hann í bak- pokaferðalag um Austur-Evrópu og svo vann hann í fiski í Bolungarvík. „Það var hrikalega skemmtilegt og ég eignaðist fullt af nýjum vinum. Mér fannst nauðsynlegt að prófa að vinna í fiski og vita út á hvað það gengur.“ Stoltur af eiginkonunni Í háskólanum tók Magnús þátt í stúdentapólitíkinni með Röskvu og kynntist þar eiginkonu sinni, Herdísi Hallmarsdóttur. Herdís átti þá eins og hálfs árs dóttur, Sigríði Maríu Egilsdóttur, sem hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína fyrir menntun stúlkna. Sigríður hefur meðal annars talað fyrir jafnrétti á ráðstefnu BBC sem heitir 100 Women. „Ég lít á hana sem mína eigin dóttur. Hún er alveg hrikalega flott,“ segir Magnús. Þau hjónin eiga saman soninn Hallmar Orra sem er á fyrsta ári við Kvennaskólann. Herdís, eiginkona Magnúsar, sat í slitastjórn Landsbankans. „Hún tók að sér ásamt hópi fólks að leiða til lykta eitt allra stærsta gjaldþrot sögunnar. Hún er búin að vinna að því baki brotnu í sjö ár og ég er ofboðslega stoltur af því sem hún er að gera. Ég ætla ekki að draga neina fjöður yfir það. Konan mín hefur unnið þrekvirki á þessum vettvangi, meðal annars með því að safna upp í IceSave-skuldina.“ Mikil gagnrýni hefur ríkt á há laun slitastjórnarmanna og Magnús segist að sumu leyti skilja það. „Ég nálgast jafnaðarstefnuna þannig að það eigi að vera frelsi til athafna og ef það gengur vel þá áttu að leggja meira til samfélagsins. Það hefur hún sannarlega gert. Gleymum því ekki að það eru útlendingar sem borga kaupið hennar og það er ekki tekið af íslenskum fjármunum. Ég er ofsalega stoltur af því hvernig hún hefur höndlað þetta verkefni sem henni var treysti fyrir.“ Herdís tók meðal annars þátt í því að verja neyðarlögin fyrir Hæsta- rétti. „Við eigum öll gríðarlega mikið undir því. Ég efast um að það hafi verið meiri fjárhagslegir hagsmunir í neinu dómsmáli sem hefur verið rekið fyrir íslenskum dómstólum.“ Ríkir eiga að leggja meira til Magnús sækist eftir formennsku í Samfylkingunni og mun í kjölfarið falast eftir stuðningi á þing. „For- maður í stjórnmálaflokki á að vera á þingi. Ég er hins vegar þeirrar skoð- unar að ráðherrar eigi ekki að sitja á þingi.“ Vill endurnýja forystu flokksins Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður, býður sig fram til formanns Samfylkingarinnar í komandi formanns- kjöri. Hann vill fara aftur á þing og hefur fulla trú á því að hægt verði að rétta fylgi Samfylkingarinnar við. Kynja- kvótar í stjórnum fyrirtækja eru eitt þeirra mála sem hann er stoltastur yfir að hafa náð í gegn á síðasta tímabili. Snærós Sindradóttir snaeros@frettabladid.is ↣ Magnús Orri Schram er búinn að koma sér vel fyrir í Kópavogi með börnum, eiginkonu og hundum. Þessa dagana fer mikill tími í að hlúa að átta nýfæddum hvolpum sem tík heimilisins gaut. FRéttablaðið/SteFán FOrMaður í Stjórn- MálaFlOkki á að vera á þingi. Ég er hinS vegar þeirrar SkOðunar að ráðherrar eigi ekki að Sitja á þingi. 1 2 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r36 h e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.