Fréttablaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 38
Opið hús 15. mars 2016 Nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans, www.kvenno.is. Þriðjudaginn 15. mars verður opið hús í skólanum fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra frá kl. 17:00 til 19:00. Námsframboð skólans, húsnæði og félagslíf nemenda verður kynnt. Verið velkomin, Skólameistari. Hann segist verða öðruvísi þingmaður en síðast. „Ég fór í frí og með meðvituðum hætti hef ég haldið mig frá þingsalnum. Ég finn það núna að þegar ég var þarna þá gekk ég einhvern veginn kerfinu á hönd. Nú mun ég miklu fremur spyrja spurninga sem ég gerði ekki þegar ég fór inn fyrst. Barnið spyr spurningar um keisarann sem er ekki í neinum fötum. Ef ég fer inn í pólitík aftur og það er vilji til að taka á móti þessum hugmyndum og pælingum sem ég legg fram þá held ég að ég verði betri þingmaður en ég var. Það er bæði blanda af reynslu sem ég fékk þegar ég kynntist þess- um vinnubrögðum en svo fékk ég góða fjarlægð líka. Mig langar ekki að fara aftur í sömu fötin. Ég held að fólk vilji sjá jafnvægi á milli verðmætasköpunar og vel- ferðar. Það vill ekki ójafna skiptingu á tekjunum og það vill nútímavæða ákvarðanatökuna. Ríkasta prósentið á að borga hærri skatta og við eigum að lækka skatta á venjulega fólkið. Ég held að umhverfismál séu sífellt stærri hluti af því sem fólk vill leggja upp úr. Umhverfismál eru í raun atvinnumál og þau eru ekki einka- mál Vinstri grænna. Forsenda allrar verðmætasköpunar í landinu er nátt- úran. Fiskurinn, orkan, náttúran og ferðamaðurinn – þetta byggir allt á umhverfisvernd. Ef þetta væri spurn- ing um tekjur og störf þá ættum við öll að vera græn,“ segir Magnús. Ferðaþjónustan þarf stýringu „Ef við náum að gera miðhálendið að þjóðgarði þá erum við að vinna stórkostlega sigra í þágu umhverfis- verndar,“ segir Magnús. Hann leggur áherslu á að ferða- þjónustan stóli á umhverfisvernd- ina. „Ég hef í raun og veru áhyggjur af ferðaþjónustunni. Áður en ég fór á þing vann ég í Bláa lóninu og lærði mikið því þar voru stjórn- endur sem skildu mikilvægi þess að leggja áherslu á gæði en ekki magn. Svo var komið á þann tímapunkt að ásóknin var svo mikil að upplifun ferðamannsins var ekki nógu góð. Hvað gerðu þeir þá? Þeir tóku upp fyrirframbókanir, fækkuðu fólkinu en dreifðu því meira yfir árið. Frábær pæling.“ Ótrúlegt sé hversu illa hafi gengið að byggja upp innviði og öryggismál á ferðamannastöðum. „Við eigum að fara í betri stýringu og flokka áfanga- staðina þannig að sumir áfangastaðir séu með mikla þjónustu og geti tekið á móti miklum massa en aðrir áfangastaðir séu með litla þjónustu og þannig að við förum ekki að brúa árnar, eins og til dæmis fjallaskálarn- ir. Við eigum að fara í gjaldtöku með komugjöldum, gistináttagjöldum og aðgangseyri. Ég held að það sé best að fara blandaða leið. Þú átt hins vegar ekki að láta Íslendinginn greiða.“ Þetta vill Magnús gera með því að milliliðir ferðamanna við áfanga- staðina innheimti gjaldið hverju sinni. Íslendingar þyrftu eftir sem áður að panta tíma á hina ýmsu ferðamannastaði eða í fjölförnustu gönguleiðirnar. Þannig mætti stýra fjöldanum sem er á svæðinu hverju sinni og koma í veg fyrir að upp- lifun ferðamannsins sé neikvæð. „Ef við gerum þetta ekki verður Ísland Benidorm-vætt land og sterkasta atvinnugrein þjóðarinnar í dag mun verða í miklum vandræðum.“ Píratar að breyta til góðs Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins er fylgi Samfylkingar í kringum 8 prósent. Fylgi Pírata heldur aftur á móti áfram að vera tæp fjörutíu prósent. Magnús segist vona að þetta muni breyta stjórn- málunum til hins betra. „Það er gott að fullt af fólki sé að senda stjórnmálamönnum skilaboð um ný og betri vinnubrögð, heiðar- leika, auðmýkt og allt það sem mér finnst að stjórnmálin eigi að litast af. Í raun og veru snúast stjórnmálin um það hvort þú hafir eitthvað að segja og hvort fólk treysti þér til að klára það sem þú segist ætla að gera.“ Hann segir stjórnarskrárferlið vera leið til að taka utan um háværa kröfu um breytingar. „Við eigum að taka völd frá Alþingi til almennings. Fólk er orðið upplýst og vill taka virkari þátt í ákvarðanatökunni. Það þýðir ekki að spyrja spurninganna á fjögurra ára fresti heldur þarf að gera það miklu oftar og tíðar.“ Hann segir það góða reglu að ef fimmtán prósent þjóðarinnar fari fram á þjóðaratkvæðagreiðslu verði málið tekið fyrir og vill heimfæra það inn í starf Samfylkingarinnar. „Ef fimmtán prósent flokksmanna Samfylkingar óska eftir kosningu þá vil ég að það mál verði tekið til atkvæðagreiðslu. Þannig opnum við ferlið til ákvarðanatöku innan flokksins líka. Auðvitað eru þing- menn bundnir af sannfæringu sinni einni en við vitum það hins vegar í raun og sann að þeir verða að hlusta á flokksmenn. Ég held að þetta verði mjög hollt fyrir lýðræðið og umræð- una. Við eigum að tappa af þessari visku sem býr í fjöldanum en ekki loka okkur inni í húsi við Austur- völl.“ Heilbrigðiskerfið í forgangi Tengdafaðir Magnúsar Orra, Hall- mar Sigurðsson leikstjóri, lést í janúar úr krabbameini. „Þess vegna er ég svona upptekinn af heilbrigðis- kerfinu. Við vorum á Landspítalan- um meira og minna á meðan hann gekk í gegnum sína erfiðu sjúkdóms- legu. Þar fékk ég djúpan skilning á því hvað spítalinn er hart keyrður, hvað álagið er gríðarlegt á starfsfólk og hvað aðstaðan er óviðunandi.“ Hann segir óforsvaranlegt hversu dýrt það er fyrir fólk að veikjast. „Við eigum að móta hér heil- brigðisþjónustu sem er ókeypis. Við þurfum að byggja nýjan spítala og endurreisa heilsugæsluna. Mér finnst fáránlegt að við séum að láta veika fólkið borga fyrir eitthvað sem við hin ættum að leggja til í gegnum samneysluna. Við höfum alveg efni á þessu og það eru til peningar í þessu þjóðfélagi til að taka þetta skref.“ Klúðrið á síðasta kjörtímabili Magnús Orri sat á þingi eitt kjör- tímabil í kjölfar hrunsins. „Kjörtíma- bilið 2009 til 2013 færðumst við of mikið í fang. Við áttum ekki að vera svona upptekin af því að það væri bara eitt kjörtímabil sem við hefðum til að gera þessa hluti. Ef við hefðum fækkað atriðunum er ég viss um að það hefði gengið betur. Við hefðum átt að taka fleiri að stjórninni og treysta grundvöll hennar. Stjórnin var í raun og veru orðin minnihlutastjórn og allt of erfitt að koma öllu í gegn.“ Eitt það mál sem Magnús er stolt- astur yfir eru kynjakvótar í stjórnum fyrirtækja. „Sennurnar sem maður tók í þinginu við andstæðinga stjórn- arinnar og atvinnulífið til að berjast fyrir þessu réttlætismáli. Í dag eru allir búnir að átta sig á því að þetta var frábært mál. Það er hægt að gera eitthvað og breyta einhverju.“ Hann segist ekki vilja staðfesta kosningabandalag á vinstrivængn- um eins og Katrín Jakobsdóttir, for- maður Vinstri grænna, hefur talað fyrir. „Ég horfi á þetta svona: Fyrsta verkefnið er að Samfylkingin nái utan um það hver hún er, hvað hún ætli að gera og hvernig hún ætli að gera það. Hún hefur ekki mikinn tíma til þess. Það getur vel verið að það komi til kosningabandalags eftir það en mér finnst það ekki aðal- atriðið.“ Magnús segir koma til greina að vinna með öllum flokkum. „Við ætlum að breyta kvótanum og bjóða út aflaheimildir, spyrja þjóð- ina í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort við eigum að sækja um ESB, móta heilbrigðisþjónustu sem er ókeypis, breyta húsnæðiskerfinu fyrir unga fólkið, hækka skatta á ríka fólkið og lækka skatta á venjulega fólkið og við ætlum að búa til þjóðgarð á miðhálendinu. Svo getum við skoðað hvort Sjálfstæðisflokkurinn vill vinna með okkur, eða hvort Viðreisn, VG eða Björt framtíð vilji vinna með okkur. Ég er miklu upp- teknari af því að við gerum þetta svona en sjáum svo til hverjir vilja vinna með okkur.“ ↣ Við eigum að móta hér heilbrigðisþjónustu sem er ókeypis. Við þurfum að byggja nýjan spítala og endurreisa heilsu gæsluna. mér finnst fáránlegt að Við séum að láta Veika fólkið borga fyrir eitthVað sem Við hin ættum að leggja til í gegnum samneysluna. Fréttablaðið/SteFán 1 2 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r38 h e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.