Fréttablaðið - 12.03.2016, Page 42
Safnahelgi verður haldin á
Suður nesjum um helgina en
þá taka öll söfn á svæðinu sig
saman og bjóða upp á sameigin-
lega dagskrá. Þetta er í áttunda
sinn sem Safnahelgin er hald-
in en Valgerður Guðmundsdótt-
ir, menningarfulltrúi Reykja-
nesbæjar, segir markmiðið með
henni hafa verið frá fyrstu tíð að
kynna landsmönnum hin frábæru
söfn og sýningar sem í boði eru á
Suður nesjum. „Við erum fyrst og
fremst að bjóða höfuðborgarbú-
um í heimsókn til okkar hingað
á Suðurnesin. Aðsókn á Safna-
helgi síðustu ára hefur aukist
jafnt og þétt og á síðasta ári sóttu
á fimmta þúsund gestir söfnin.
Við búumst að minnsta kosti við
sama fjölda í ár.“
Einstök fjölbrEytni
Dagskráin í ár er afar fjölbreytt;
þar má nefna alls kyns sýning-
ar, tónleika, fyrirlestra og margs
konar uppákomur. „Söfn, safn-
vísar og sýningar nálgast annan
tuginn og fjölbreytni safnanna
er í raun einstök á ekki stærra
svæði. Það skemmtilegasta við
þetta er einmitt hvað það kemur
fólki mikið á óvart hversu mikið
er í boði á þessu svæði,“ segir
Valgerður brosandi.
Hún segir að Safnahelgi höfði
sérstaklega til fjölskyldufólks
og margt sé í boði sem börn
hafi áhuga á. „Þar má nefna
brúðusýningu í leikfangasafni
Helgu Ingólfsdóttur sem verið
er að setja upp í Virkjun. Leik-
föngin eru bæði gömul og ný og
spanna síðustu hundrað árin,
allt frá þjóðbúningadúkkum til
þekktra persóna úr Star Wars.
Einnig sýningu í Slökkviliðs-
safni Íslands þar sem aldarlöng
saga slökkviliða á Íslandi er
rakin eins og hún birtist í bílum
og tækjabúnaði auk fjölda ljós-
mynda frá þessari sögu. Svo er
einnig spennandi að kíkja í Sand-
gerði og skoða lifandi sjávardýr
og ýmis uppstoppuð dýr og síðan
eru auðvitað flott kaffi- og veit-
ingahús út um allt á svæðinu.“
kynnast sögunni á söfnum
Á Safnahelgi getur fólk kynnst
sögunni frá því fyrir landnám
og til okkar tíma, margvíslegum
atvinnuháttum, listum og nátt-
úru. „Sjósókn og vinnsla sjáv-
araflans er til dæmis kynnt á
þremur söfnum í þremur mis-
munandi bæjarfélögum, Kvik-
unni í Grindavík, Byggðasafn-
inu í Garði og Bátasafninu í Duus
Safnahúsum,“ nefnir Valgerður.
Hún tekur einnig fram að
einkasýning poppstjörnunnar
Páls Óskars í hinu nýja Rokk-
safni í Hljómahöllinni hafi verið
opnuð á síðasta ári og veki mikla
lukku. „Svo má nefna Gesta-
stofu Reykjanesjarðvangs í Duus
Safnahúsum sem kynnir náttúr-
una á Reykjanesi. Í Duus Safna-
húsum eru að auki fimm aðrar
sýningar á vegum Listasafns
Reykjanesbæjar og Byggðasafns
Reykjanesbæjar. Auk þess má
nefna Íbúð Kanans á Ásbrú.“
Í Vogunum er verið að opna
skólasafn í Norðurkotsskóla
sem nýbúið er að gera upp og
þar eru 144 ára skólasögu gerð
skil. Menningarvika Grindavík-
ur hefst þessa sömu helgi og þar
verður fjöldi viðburða og sýn-
inga í gangi um allan bæ. Þar má
meðal annars nefna Guðbergs-
stofu og Jarðorkusýninguna í
Kvikunni og listsýningar á Bóka-
safninu og Salthúsinu.
Ókeypis er inn á öll söfnin á
Safnahelgi og á þá dagskrárliði
sem í boði eru á hverjum stað
nema annað sé tekið fram.
Það skemmti-
legasta við þetta
er einmitt hvað það kemur
fólki mikið á óvart hversu
mikið er í boði á þessu
svæði.
Valgerður Guðmundsdóttir
Valgerður Guðmundsdóttir, menn-
ingarfulltrúi Reykjanesbæjar.
Frá sýningu um ameríska herinn og brottför hans í Duus Safnahúsum.Frá Leikfangasafni Helgu Ingólfs.
brúðusýning og sjávardýr
Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin í áttunda sinn um helgina og er dagskráin fjölbreytt að vanda. Má þar nefna
tónleika, fyrirlestra og uppákomur. Sérstaklega verður höfðað til fjölskyldufólks og margt í boði fyrir börn og fullorðna.
góðgæti frá Jóa Fel
Ekta súrdeigsbrauð, gerlaust
og enginn viðbættur sykur
Klettabrauð
að hætti Jóa Fel
GSM
2.990 KR.*
1817 365.is
ÓTAKMARKAÐ TAL, SMS
OG ÓTAKMARKAÐ
GAGNAMAGN
Endalaust
*Greitt er aukalega fyrir farsímanotkun erlendis, til
útlanda og í upplýsinganúmer. Nánari upplýsingar á 365.is
Save the Children á Íslandi
Frá Bátasafni
Gríms Karlssonar.
Frá Slökkviliðssafni Íslands.
1 2 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r4 F ó L k ∙ k y n n i n G a r b L a ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G a r b L a ð ∙ h e L G i n