Fréttablaðið - 12.03.2016, Side 54

Fréttablaðið - 12.03.2016, Side 54
| AtvinnA | 12. mars 2016 LAUGARDAGUR10 Staða skólastjóra við Háteigsskóla Skóla- og frístundasvið Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu skólastjóra við Háteigsskóla Háteigsskóli, áður Æfingaskóli Kennaraháskóla Íslands, er hverfisskóli í Hlíðahverfi, stofnaður árið 1968. Í skólanum eru um 440 nemendur í 1.-10. bekk. Einkunnarorð skólans eru virðing, samvinna og vellíðan og einkenna þau starfið í skólanum. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu og metnaðarfullu starfsfólki og stöðugleiki er í starfsmannahópnum. Skólinn hefur sérhæft sig í kennslu íslensku sem annars tungumáls og fjölbreytileiki í nemendahópnum er í hávegum hafður. Leiklist er markvisst notuð í kennslu á öllum stigum til að stuðla að sterkari sjálfsmynd nemenda og aukinni félagsfærni. Áhersla er lögð á góða upplýsinga- gjöf til foreldra og við skólann starfar öflugt foreldrafélag. Gott samstarf er við frístundaheimilið Halastjörnuna og félagsmiðstöð- ina 105 sem eru í húsnæði skólans. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi og metnaðarfulla skólasýn. Meginhlutverk skólastjóra er að: • Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og stefnu Reykjavíkurborgar. • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s.ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. • Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á grunnskólastigi. • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. • Forystu- og stjórnunarhæfileikar. • Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. Umsókn fylgi greinargerð í stuttu máli um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið, yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, upplýsingar um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2016. Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl 2016. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf. Nánari upplýsingar veita Guðlaug Sturlaugsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu, og Valgerður Janusdóttir, mannauðsstjóri, sími 411 1111. Netföng: gudlaug.sturlaugsdottir@reykjavik.is / valgerdur.janusdottir@reykjavik.is Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Staða skólastjóra við Laugalækjarskóla Skóla- og frístundasvið Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu skólastjóra við Laugalækjarskóla Laugalækjarskóli er unglingaskóli í Laugarneshverfi, stofnaður árið 1960. Í skólanum eru um 290 nemendur í 7.-10. bekk. Við skólann er starfrækt Tungumálaver á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sem sinnir ráðgjöf og kennslu í norsku, pólsku og sænsku. Laugalækjarskóli tekur þátt í Grænum skrefum Reykjavíkurborgar, verkefninu Heilsueflandi skóli og hefur þegið boð um að gerast réttindaskóli UNICEF. Skólinn hefur um árabil verið í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Þrándheimi um menntun og þjálfun kennaranema. Gott samstarf er við félagsmiðstöðina Laugó sem staðsett er í húsnæði skólans. Einkunnarorð skólans eru virðing, eldmóður og gleði og stefnt er að því að byggja upp ábyrga og sjálfstæða einstaklinga. Áhersla er lögð á þverfaglega verkefnavinnu, námsmöppur nemenda, markvissa ígrundun þeirra um eigið nám, öfluga stuðningskennslu og leiðandi uppeldi. Í starfsmannahópnum er ríkur umbótavilji og hefð er fyrir lýðræðislegri skólaþróun og samvirkri forystu starfsmanna. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, metnaðarfulla skólasýn og einlægan áhuga á menntun og velferð unglinga. Meginhlutverk skólastjóra er að: • Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og stefnu Reykjavíkurborgar. • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s.ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. • Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á grunnskólastigi. • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. • Forystu- og stjórnunarhæfileikar. • Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. Umsókn fylgi greinargerð í stuttu máli um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið, yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, upplýsingar um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2016. Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl 2016. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf. Nánari upplýsingar veita Guðlaug Sturlaugsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu, og Valgerður Janusdóttir, mannauðsstjóri, sími 411 1111. Netföng: gudlaug.sturlaugsdottir@reykjavik.is / valgerdur.janusdottir@reykjavik.is Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir starfsmanni í mötuneyti í fullt starf. Sjá nánari upplýsingar á starfatorg.is. Við leitum að GÓÐUM BÓKARA Á bókhaldssviði Fjárstoðar starfa 7 öflugir bókarar sem annast bókhald fyrirtækja og stofnana af ýmsum stærðum og gerðum. Vegna aukinna verkefna viljum við stækka hópinn og leitum að vönum og góðum bókara. Helstu verkefni  Alhliða bókhaldsþjónusta fyrir viðskiptavini okkar, þ.m.t. færsla fjárhags-, viðskiptamanna- og lána- drottnabókhalds, afstemmingar og reikningagerð  Samskipti við viðskiptavini, uppgjörsaðila og endurskoðendur Hæfniskröfur  Reynsla af bókhaldi áskilin  Reynsla af DK æskileg en þekking á öðrum bókhaldskerfum einnig kostur  Vottun sem viðurkenndur bókari kostur  Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð  Þekking á og reynsla af launavinnslu mikill kostur Umsóknarfrestur er til 23. mars. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á umsokn@fjarstod.is. Fjárstoð ehf. Smáratorgi 3 201 Kópavogur Sími 556-6000 fjarstod@fjarstod.is www.fjarstod.is Lífland leitar að starfsfólki í eftirfarandi stöður Tækni og Þjónustudeild: Lífland leitar að starfsmanni í sölu og ráðgjöf á tækjabúnaði fyrir landbúnað og ekki skemmir ef viðkomandi hefur þekkingu á landbúnaði og tækjum. Lífland selur heildarlausnir á tækjabúnaði fyrir alifuglabændur og kúabændur. Starfssvið: • Sala, tilboðsgerð og ráðgjöf til viðskiptavina. • Vinna að úrlausnum verkefna með viðskiptavinum. • Aðstoða við uppsetningu tækjabúnaðar. • Utanum hald á varahlutum. Hæfniskröfur: • Tæknifræðimenntun kostur. • Reynsla af sölustörfum. • Þekking á íslenskum landbúnaði. • Þarf að vera handlæginn. • Góð almenn tölvuþekking og þekking á Navision æskileg. • Þekking á tækniteiknun kostur • Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum. Vöruhús: Lífland leitar að starfsmanni í fullt starf í vöruhúsi Líflands í Brúarvogi Starfssvið : • Móttaka og frágangur á vörum í vöruhúsi. • Tínsla og afgreiðsla á pöntunum • Almenn lagerstörf Hæfniskröfur: • Réttindi á lyftara er kostur. • Góð almenn tölvuþekking og þekking á Navision er kostur. • Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur er til og með fimmtudeginum 31. mars 2016. Nánariupplýsingar veitir Arnar Þórisson í síma: 540-1162. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að senda umsókn og ferilskrá á atvinna@lifland.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.