Fréttablaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 12.03.2016, Blaðsíða 62
Bakari óskast Tertugallerí Myllunnar óskar að ráða bakara í tertudeild fyrirtæksins. Óskum eftir bakara til starfa í Tertugalleríið okkar að Skeifunni 19. Um er að ræða framleiðslu á tertum, skreytingar og frágang með meiru. Hæfniskröfur: • Áríðandi er að viðkomandi geti unnið sjálfstætt • Skipulagning og snyrtimennska • Íslenskukunnátta • Stundvísi og heiðarleiki • Bakaramenntun er skilyrði • Reynsla af sambærilegum störfum Tertugallerí Myllunnar er nýjasta viðbót Myllunnar sem er leiðandi fyrirtæki á íslenskum matvælamarkaði, sem sérhæfir sig í markaðssetningu og framleiðslu á brauðum, kökum og skyldum vörum fyrir neytendamarkað. Tertugalleríið gerir það einfalt og fljótlegt að panta tertu fyrir hvaða tilefni sem er. Marsipantertur, súkkulaðitertur, kransakökur og margt fleira. Umsóknarfrestur er til 23. mars 2016 Nánari upplýsingar um starfið gefur Björn Jónsson framkvæmdastjóri markaðssviðs í síma 820 2318 Áhugasamir sendi umsóknir ásamt ferilskrá til mannauðs- stjóra á netfangið helga@isam.is VIRÐING • JÁKVÆÐNI • FRAMSÆKNI • UMHYGGJA fiverholt i 2 • 270 Mosfellsbær • Sími 525 6700 • mos@mos.is • www.mos. is Vilt þú verða skipulagsfulltrúi í Mosfellsbæ? STARF SKIPULAGSFULLTRÚA MOSFELLSBÆJAR ER LAUST TIL UMSÓKNAR. MENNTUNAR- OG HÆFNIKRÖFUR: • Skipulagsfulltrúi skal vera löggiltur skipulags- fræðingur, eða löggiltur arkitekt, landslags- arkitekt, verk-, tækni- eða byggingarfræðingur með sérhæfingu og starfsreynslu á sviði skipulags • Skipulagsfulltrúi þarf að hafa yfirsýn og þekkingu á lögum og reglugerðum er varða skipulagsmál • Skipulagsfulltrúi þarf að búa yfir reynslu og þekkingu á verkefnastjórnun og teymisvinnu • Skipulagsfulltrúi þarf að búa yfir framúrskarandi samskiptahæfileikum og getu til að tjá sig í töluðu og rituðu máli • Almenn tölvukunnátta ásamt þekkingu á teikniforritum og öðrum forritum sem notuð eru sérstaklega við skipulagsvinnu er skilyrði • Færni í erlendum tungumálum er kostur Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. Skipulagsfulltrúi er starfsmaður umhverfissviðs sem starfar með, og undir stjórn, framkvæmdastjóra sviðsins að verkefnum sem snúa að skipulagsmálum í Mosfellsbæ. Skipulagsfulltrúi ber ábyrgð á undirbúningi, boðun og ritun funda skipulagsnefndar Mosfellsbæjar og verkefnum því tengdu. Skipulagsfulltrúi sinnir jafnframt ráðgjöf tengdum skipulags- og byggingarmálum sem og öðrum þeim verkefnum sem til falla innan málaflokksins. Umsóknarfrestur er til 30. mars 2016. Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið mos@mos.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs í síma 525 6700 eða Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri í síma 841 2222. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið. Framsækið samfélag sem ræktar vilja og virðingu Framtíðarsýn Mosfellsbæjar: Mosfellsbær er eftirsótt bæjarfélag til búsetu þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Mosfellsbær er framsækið samfélag þar sem ríkir ábyrgðarkennd gagnvart náttúru og umhverfi auk þess sem hagkvæmni í rekstri og samfélagsleg ábyrgð er ávallt höfð að leiðarljósi. Stjórnsýsla og þjónusta Mosfellsbæjar er skilvirk, ábyrg, vönduð og í fremstu röð á Íslandi. Mosfellsbær er eftirsóknarverður vinnustaður hæfra einstaklinga þar sem lögð er áhersla á persónulega og nútímalega þjónustu. GILDI MOSFELLSBÆJAR Mosfellsbær VIRÐING JÁKVÆÐNI FRAMSÆKNI UMHYGGJA Markmiðið er að sækja hugmyndir og skoðanir til íbúa Mosfellsbæjar sem og fagfólks á sviði skólamála. Í Mosfellsbæ er metnaðarfullt skólastarf leik- og grunnskóla, Listaskóla og í haust hefst rekstur framhaldsskóla. Foreldrar, nemendur og aðrir áhugasamir um framtíð skólamála í Mosfellsbæ eru hvattir til að mæta, taka þátt og hafa áhrif. Hvers vegna skólaþing? Stefnt er að því að endurskoða skólastefnu Mosfellsbæjar. Skólaþinginu er ætlað að vera vettvangur bæjarbúa og annarra sem áhuga hafa á að hafa áhrif á málefni skóla bæjarins. Afrakstur þingsins verður nýttur til vinnu við endurskoðun á skólastefnu Mosfellsbæjar. Skólaþingið verður haldið laugardaginn 16. maí kl. 9-12 í Lágafellsskóla. Boðið verður upp á morgunhressingu kl. 8.30-9.00. Mosfellsbær býður til skólaþings laugardaginn 16. maí kl. 9-12. Skóli til framtíðar VIRÐING JÁKVÆÐNI FRAMSÆKNI UMHYGGJA Boðið verður upp á barnapössun fyrir yngri en 10 ára. Börn 10 ára og eldri eru hvött til að taka þátt í skólaþinginu. Alla föstudagseftirmiðdaga í sumar verða líflegar og skemmtilegar uppákomur á Miðbæjartorgi í Mosfellsbæ. Viðburðirnir hefjast kl. 16.30 og er aðgangur ókeypis. Vel var mætt á fyrsta sumartorgið síðasta föstudag. Í dag verður haldið Íþróttatorg þar sem íþróttafélög í bænum bjóða upp á skemmtilega íþróttadagskrá. Börnum verður boðið á hestbak, keppt verður í að halda bolta á lofti og vítaspyr- nukeppni og margt fleira. Sumartorginu lýkur með bæjarhátíðinni „Í túninu heima“, fjölskylduskemmtun sem fer fram helgina 28.-30. ágúst. Dagskrá sumartorgs: 3. júlí LEIKSKÓLATORG – Brúðubíllinn skemmtir ungu kynslóðinni. 10. júlí ÍÞRÓTTATORG – Afturelding stendur fyrir íþróttaskemmtum og börnum verður boðið á hestbak. 17. júlí LISTATORG – Skemmtiatriði á vegum Listaskóla Mosfellsbæjar og Leikfélagi Mosfellssveitar. 24. júlí UNGMENNATORG – Ungt fólk úr Vinnuskóla Mosfellsbæjar skemmtir. VIRÐING JÁKVÆÐNI FRAMSÆKNI UMHYGGJA Sumartorg í Mosfellsbæ alla föstudaga í sumar Mosfellsbær – brosandi bær 7. ágúst MENNINGARTORG – Menningarsvið Mosfells bæjar skipuleggur skemmtidagskrá í tilefni af afmæli Mosfellsbæjar sem er 9. ágúst. 14. ágúst HUNDATORG – Hundafimisýning á vegum íþróttadeildar HRFÍ. 21. ágúst SKÁTATORG – Skemmtun að hætti Skátafélagsins Mosverja. 28.- 30. ágúst HÁTÍÐARTORG – Bæjarhátíðin Í túninu heima. Útitónleikar, karnival, skrúðganga, listviðburðir, markaðir, listflug, ratleikur og margt fleira. BÚ IÐ Í tilefni menningarvors í Mosfellsbæ stendur Mosfellsbær í samvinnu við mosfellska listamenn fyrir viðburðum til að efla mannlífið á erfiðum tímum. Mosfellskir listamenn leggja fram vinnu sína, starfsfólk Mosfellsbæjar vinnur að undirbúningi og Menningarsvið Mosfellsbæjar kynnir og auglýsir viðburðina. Menningarvor verður haldið þrjá þriðjudaga í Bókasafni Mosfellsbæjar og Listasal Mosfellsbæjar. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Heitt á könnunni. Komum og upplifum saman menningarvor í Mosfellsbæ – og styðjum hvert annað með því að njóta þess besta sem bærinn hefur upp á að bjóða. Þriðudagskvöldið 28. apríl kl. 20-21.30 Guðný Halldórsdóttir kvikmyndagerðarkona og bæjarlista- maður fumsýnir heimildamynd sína “Forystufé” og spjallar við gesti. Sigurður I. Snorrason klarinettuleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og fleiri flytja létta tónlist. Þriðjudagskvöldið 12. maí kl. 20-21.30 Jón Kalman stefánsson rithöfundur Spjallar við gesti um verk sín og fleira. Kristjana Helgadóttir flautuleikari og Hrönn Helgadóttir píanóleikari flytja létta tónlist. Þriðjudagskvöldið 26. maí kl. 20.-21.30 Leikfélag Mosfellssveitar slær á létta strengi. Gréta Salóme Stefánsdóttir fiðluleikari og fleiri flytja létta tónlist. Menningarvor í Mosfellsbæ VIRÐING JÁKVÆÐNI FRAMSÆKNI UMHYGGJA Opið hús HJÁ SKÓLASKRIFSTOFU MOSFELLSBÆJAR Ökumenn foreldrabílsins Uppeldishæfni er ekki sjálfgefinn eiginleiki sem hver og einn býr yfir en öll getum við bætt okkur í uppeldishlutverkinu og þjálfað okkur upp í að verða góðir uppalendur. Á Opnu húsi Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar miðvikudaginn 28. mars nk. munu Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur og Gunnhildur Sæmundsdóttir, skólafulltrúi fjalla um leiðir til að halda sig á hinum gullna meðalvegi í uppeldinu og hvernig forðast megi vegkantana og skurði beggja vegna og verða öruggari sem „ökumenn foreldrabílsins“. Opnu húsin hjá Skólaskrifstofu eru alltaf haldin síðasta miðvikudag í mánuði yfir veturinn, í Listasal Mosfellsbæjar frá klukkan 20 - 21. Athugið að gengið er inn austan megin (Háholtsmegin). Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar Þverholti 2 | 270 Mosfellsbær Sími 525 6700 | mos@mos.is www.mos.is Viltu deila þessu á Facebook? VIRÐING JÁKVÆÐNI FRAMSÆKNI UMHYGGJA Listasalur Mosfellsbæjar er 80 fermetra fjölnota salur í Bókasafni Mosfellsbæjar og er sjálfstæð eining. Í Listasal Mosfellsbæjar eru haldnar sýningar sem standa að jafnaði í fjórar vikur í senn. Listasalur Mosfellsbæjar er vettvangur fyrir myndlistarmenn til að sýna verk sín á einka- eða samsýningum og er listamönnum í Mosfellsbæ veitt sérstakt tækifæri til koma sér á framfæri. Listasalur Mosfellsbæjar er jafnframt notaður til tónleikahalds og annara félags- og menningartengdra viðburða og því fjölsóttur. Listasalur Mosfellsbæjar er lánaður endurgjaldslaust til sýnenda. Nánari upplýsingar og umsókn má finna á Listasalur Mosfellsbæjar Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir listamönnum sem hafa áhuga á því að halda sýningu í Listasal Mosfellsbæjar á næsta starfsári, frá september 2009 – ágúst 2010 vefsíðu Listasalar Mosfellsbæjar (undir mos.is/bokasafn) eða hjá umsjónarmanni Listasalar Mosfellsbæjar, Gunnari Helga Guðjónssyni í síma 5666822, netfang: listasalur@mos.is Umsóknir um sýningar fyrir starfsárið 2009-2010 skulu berast menningarmálanefnd Mosfellsbæjar fyrir 1. júní 2009 eða sendist á listasalur@mos.is. Umsóknir sendist til: Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar b/t Listasalur og Bókasafn Mosfellsbæjar Kjarni Þverholt 2, 270 Mosfellsbær Hug myn dasa mke ppni um kirkj u og m enni ngar hús í Mo sfell sbæ Dóm nefn dará lit Mosfellsbær - Ýmislegt efni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.