Fréttablaðið - 12.03.2016, Side 86

Fréttablaðið - 12.03.2016, Side 86
Bræðurnir Markús og Birkir Bjarnasynir mynda saman dúett- inn Omotrack og eru þessar vik- urnar að taka upp lög fyrir fyrstu breiðskífuna sem mun bera nafn- ið Mono & Bright. Nafn sveitar- innar vísar í æskuár bræðranna en þeir ólust upp í Eþíópíu þar sem foreldrar þeirra störfuðu við fræðslu og hjálparstarf hjá Kristniboðssambandinu. Markús, sem er eldri bróðir- inn, segir nafnið Omotrack eiga rætur að rekja til þorps í Eþíóp- íu sem heitir Omo Rate. „Þorpið dregur nafn sitt af Omo-ánni sem rennur þar fram hjá og er mikil- vægur þáttur í lífi fólksins. Orðið „track“ getur þýtt bæði braut eða leið og einnig lag. Við tengjum nafnið við báðar þessar merking- ar. Fyrri merkingin er sú að Omo- áin lítur út eins og braut eða leið séð ofan frá. Síðari merkingin er sú að við erum frá Omo og því má segja að lögin séu einnig þaðan. Þannig er hægt að segja að hvert lag sé Omo-lag eða Omo-„track“.“ Byggt á gömlum grunni Markús spilar á gítar og syngur en Birkir spilar á píanó og hljóm- borð auk þess að syngja. Birkir segir tónlist þeirra einhvers konar raf-popp. Lögin séu samin á gítar og píanó og yfirfærð yfir í rafstíl þar sem þeir noti trommuheila, hljómborð og „effecta“ á gítar- inn. „Við höfum orðið fyrir áhrif- um úr mörgum mismunandi áttum en helstu áhrifin eru samt líklega frá rapphljómsveit sem við stofn- uðum þegar við vorum þriggja og fimm ára. Án gríns þá eru nokkur lög plötunnar samin út frá þessum eldgömlu rapplögum. Þrátt fyrir að við höfum fengið innblástur þaðan erum við ekki rapphljóm- sveit. Okkur hefur reyndar þótt erfitt að skilgreina tónlistarstefnu okkar og höfum við fengið ýmsar tillögur: raf-indie, lo-fi raf-rokk og einnig raf-popp.“ Bræðurnir standa fyrir söfn- un vegna útgáfunnar á Karol ina Fund þar sem hægt er að styrkja gerð hennar og kaupa eintak fyrir fram. Grafískt listaverk mun fylgja hverju lagi sem þeir hanna saman; Birkir tekur ljósmynd- ir og Markús vinnur með þær og breytir. Góð samvinna Þeir segjast semja alla tón- list saman. „Annar okkar fær kannski hugmynd og sýnir hinum. Við reynum síðan að vinna með lagið í einhverja átt þangað til við erum báðir sáttir og þannig verð- ur til lag. Það er ótrúlega mis- jafnt hversu langan tíma tekur að semja eitt lag. Eina hugmynd að lagi getur tekið nokkra mánuði að þróa og klára en önnur hugmynd gæti orðið að lagi á einni eða tveimur hljómsveitaræfingum.“ Skemmtilegt brass Auk þeirra koma þrír blásturs- hljóðfæraleikarar að gerð plöt- unnar, þau Gríma Katrín Ólafs- dóttir og Gunnar Kristinn Ósk- arsson sem spila á trompet og Pétur Örn Jónsson sem spilar á tenórsaxófón. „Brasslínur koma fram í nokkrum lögum og eru þær annars vegar hugmyndir frá þeim í bland við að vera útsettar af okkur bræðrunum. Þau hafa búið til skemmtilega stemningu og gert lögin enn skemmtilegri.“ Upplýsingar um Omotrack má finna á Facebook og hlýða má á lagið Mono & Bright á Sound- cloud.com og horfa á myndband við sama lag á YouTube-rás þeirra Omotrack Music. Við höfum orðið fyrir áhrifum úr mörgum áttum en helstu áhrifin eru samt líklega frá rapphljómsveit sem við stofnuðum þegar við vorum þriggja og fimm ára. Magnús og Birkir Bjarnasynir áhrifavaldar úr öllum áttum Dúettinn Omotrack á rætur að rekja til Eþíópíu þar sem meðlimir hans ólust upp. Sveitin spilar raf-popp og gefur út fyrstu breiðskífuna síðar á árinu og fjármagnar útgáfu hennar á Karolina Fund. Listaverk fylgir hverju lagi skífunnar. „Eina hugmynd að lagi getur tekið nokkra mánuði að þróa og klára en önnur hugmynd gæti orðið að lagi á einni eða tveimur hljómsveitaræfingum,“ segja bræðurnir Markús Bjarnason (t.v.) og Birkir Bjarnason, meðlimir Omotrack. MYND/ERNIR Margir finna fyrir löngun í eitt- hvert nasl á eftirmiðdögum í vinnunni. Þá lækkar blóðsykur- inn og líkaminn kallar á orku. Sumir sækja í eitthvað sætt en aðrir vilja hollustu. Svo eru enn aðrir sem vita ekkert hvað þeir ættu að fá sér. Ef ætlunin er að fá sér eitthvað við skrifborðið ætti að velja eitthvað mjúkt og hljóð- látt. Opin vinnurými henta illa fyrir mikinn hávaða eða skruðn- ing. Til dæmis ætti ekki að borða harðar hnetur við borðið. Frekar að velja valhnetur sem eru mýkri en til dæmis chili-hnetur. Mjög góður eftirmiðdagsbiti er harðsoðið egg. Það er mettandi, gefur orku og er prótínríkt og vítamínríkt. Egg er ríkt af D-víta- míni sem flestir þurfa á að halda. Aldrei ætti að taka með sér nesti sem gefur frá sér lykt. Ágætt er að hafa með sér gríska jógúrt, ferska eða þurrkaða ávexti eða bita af dökku súkkulaði. Þá er einnig sniðugt að hafa með sér múslí- stykki, best að hafa það heima- bakað því þá er hægt að ráða inni- haldinu. múslístykki Þetta er mjög gott múslístykki sem reddar deginum þegar blóðsykur- inn lækkar. Auk þess er þægilegt að taka það með sér hvert sem maður fer. Í þessari uppskrift er góð blanda af hollustu. 300 g apríkósur, eða aðrir þurrkaðir ávextir og hnetur 100 g hörfræ, eða aðrar gerðir fræja eftir smekk 50 g kínóamjöl 150 g hafragrjón Salt 1 tsk. kanill 50 g kínóa 1 dl epladjús 1 dl hindber 4 msk. fljótandi hunang Blandið öllum þurrefnum saman. Þurrkaðir ávextir og hnetur er skor- ið niður í litla bita. Búið til blöndu úr hindberjum, hunangi og epla- safa í blandara. Hún er síðan sett saman við önnur innihaldsefni. Látið standa í 20-30 mínútur. Klæðið eldfast mót, 20x30 cm, með bökunarpappír og setjið blönduna þar í. Jafnið blöndunni vel í formið. Notið pítsuskera til að móta sneiðarnar. Bakið í 190°C heitum ofni í 20 mínút- ur. Takið úr forminu, slökkvið á ofninum og setjið múslíkök- una aftur inn. Hún á að „þurrk- ast“ í ofninum í 15 mínútur. Kælið síðan á rist. Pakk- ið síðan bitunum inn í bökunar- pappír og geymið í ísskáp. Einnig má frysta bitana en þeir geymast vel í ísskáp í viku. Eftirmiðdagsnasl við skrifborðið SUÐURLANDSBRAUT 24 | 108 REYKJAVÍK SÍMI 516 0100 | WWW.HEIMILIOGSKOLI.IS HEIMILI OG SKÓLI ÓSKA EFTIR TILNEFNINGUM TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2016 Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra verða aent miðvikudaginn 11. maí 2016, kl. 13:30 við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu 15. Tilnefningar sendist með því að fylla út rafrænt eyðublað á heimiliogskoli.is. Hægt er að tilnefna til Foreldraverðlauna en einnig má tilnefna dugnaðarfork Heimilis og skóla. Síðasti skiladagur tilnefninga er 27. apríl 2016. 1 2 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r8 F ó L k ∙ k y n n i n G a r b L a ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G a r b L a ð ∙ h e L G i n
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.