Fréttablaðið - 12.03.2016, Page 100

Fréttablaðið - 12.03.2016, Page 100
Ég er búin að vera hérna í fimm ár og þegar ég kom hingað fyrst gat ég valið um húsnæði en það er ekki svoleiðis hér núna. Það er alveg virkilega gaman að vera þátttakandi í breytingunum,“ segir fathönnuðurinn Steinunn Sigurð- ardóttir en fyrirtækið hennar, STEiN- UNN, fagnar í ár fimmtán ára afmæli og er eigandinn að vonum ánægður með áfangann. Fyrirtækið er staðsett úti á Granda þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað á síðustu árum. Steinunn hefur haldið til haga öllu því sem hún hefur hannað í gegnum árin. „Ég á hverja einustu flík sem ég hef hannað og gert prótótýpur af. Ég geymi þetta að sjálfsögðu á góðum stað,“ segir Steinunn leyndardómsfull. Geymslan var við það að sprengja utan af sér og nýtti Steinunn tilefnið til þess að líta yfir farinn veg. „Ég fór í skjalasafnið mitt og náði í það sem stóð upp úr og vann mig í gegnum það, ég skoðaði líka flíkur sem mér fannst ljótar á sínum tíma. Það er alltaf gott að horfa á sitt eigið „vanity“ og líta yfir farinn veg, sigra og erfiða tíma.“ Í tilefni af afmælinu horfir hún til baka og setur upp sýningu í húsakynnum fyrirtækisins með innsetningu þar sem er blandað saman nokkrum tjáningar- formum, textíl, tísku, list og ljósmyndum og auk þess gaf eigandinn fyrirtækinu sérstaka gjöf í tilefni af tímamótunum. „Ég gaf fyrirtækinu í afmælisgjöf svokall- að Home Collection sem stendur saman af púðum og teppum. Þetta er stærsta lína sem ég hef gert hingað til og það var bara af því að ég átti afmæli,“ segir hún glöð og er fljót að svara játandi þegar hún er spurð að því hvort síðastliðin fimmtán ár hafi liðið hratt. „Þau hafa flogið hjá, það er einhvern veginn alltaf komið nýtt ár og nýtt collection. Þetta er bæði búið að vera ánægjulegt og taka á en kannski það sem ég stend uppi með þegar ég vakna á morgnana er það að mér finnst enn gaman að fara í vinnuna.“ Steinunn segist hafa fundið fyrir því að meðvitund fólks gagnvart hönnun hafi breyst á undanförnum árum. „Fólk er meðvitaðra um hönnun. Hvað hún stendur fyrir og hvað hún þýðir.“ Og hún er fljót til svars þegar hún er innt eftir því hvort hún muni halda áfram ótrauð á sviði fatahönnunar um ókomin ár. „Ég er búin að benda formanni Fata- hönnunarfélags Íslands á að ég mun ganga áttræð niður Laugaveginn með staf og benda ungum hönnuðum á hvað þeir eru að gera rangt,“ segir hún og skellihlær. Og þegar hún horfir fram í tímann er framtíð fatahönnunar nokkuð björt. „Fatahönnun er framsækið fag. við höfum gert mistök í gegnum tíðina og við höfum lært af þeim og nú getum við haldið ótrauð áfram, 15 ár sannar það.“ Opið verður í verslun Steinunnar alla helgina, frá klukkan 13.00-17.00 báða dagana, í tilefni af HönnunarMars. gydaloa@frettabladid.is Árin fimmtán flugu hjá Fyrirtækið Steinunn fagnar fimmtán ára afmæli og segir eigandinn, fatahönnuðurinn Steinunn Sigurðardóttir, að sér þyki enn gaman að fara í vinnunna á hverjum morgni. Steinunn hefur haldið allri sinni hönnun vel til haga síðastliðin fimmtán ár og lítur nú yfir farinn veg. Fréttablaðið/GVa Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, Jónína J. Melsteð Torfufelli 25, Reykjavík, andaðist þriðjudaginn 8. mars á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útför hennar verður gerð frá Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 17. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Skógarbæ. Guðrún Jóna Melsteð Viðar Vilhjálmsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Nielsen íþróttakennari, Lerkihlíð 2, Reykjavík, lést fimmtudaginn 10. mars á Landspítalanum. Hún verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 21. mars kl. 13.00. Karl Gunnarsson Bergrún Helga Gunnarsdóttir Gunnar Pálsson Vaka Gunnarsdóttir Guðmundur Vestmann Halla Gunnarsdóttir Kría Guðmundsdóttir Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Páll Guðmundsson skipstjóri, Lækjasmára 6, Kópavogi, lést mánudaginn 7. mars. Útför hans fer fram í Digraneskirkju miðvikudaginn 16. mars kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Svana Svanþórsdóttir Sigríður Pálsdóttir Helgi Þórisson Einar Pálsson Linda Friðriksdóttir Kristbjörn Rafnsson Guðmundur Pétur Pálsson Ingibjörg Bernhöft barnabörn og barnabarnabörn. 551 3485 • udo.is Davíð útfararstjóri Óli Pétur útfararstjóri ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996 Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Útfararstofa kirkjugarðanna Snævar Jón Andrésson Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undirbúnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánar- bússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur, bróðir og fósturbróðir, Jörundur Traustason Suðurbyggð 14, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 5. mars. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju 14. mars kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Heimahlynningu Akureyrar og lyfjadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Ingveldur Jóhannesdóttir Harpa Jörundardóttir Trausti Jörundarson Fanney Kristinsdóttir Sigríður Jörundardóttir Ásdís Ólafsdóttir barnabörn, systkini og fóstursystir. 1 2 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r48 t í m a m ó t ∙ F r É t t a B L a ð i ð tímamót
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.