Fréttablaðið - 12.03.2016, Page 102

Fréttablaðið - 12.03.2016, Page 102
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts hetjunnar okkar, elskandi eiginmanns, sonar, bróður, dóttursonar og tengdasonar, Kára Arnar Hinrikssonar blaðamanns, Hjallahlíð 25, Mosfellsbæ. Við þökkum ykkur öllum sem hafið tekið þátt í sorg okkar, sýnt stuðning í verki og heiðrað minningu Kára Arnar. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð ljóssins í lífi hans, 0549-14-401696, kt. 220991-2539. Júlíana Haraldsdóttir Erna Arnardóttir Hinrik Gylfason Halla Margrét Hinriksdóttir Halla Mjöll Hallgrímsdóttir Örn Harðarson Ingibjörg Einarsdóttir Haraldur Júlíusson Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, Lilju Júlíusdóttur Fagrabæ 6. Sveinbjörn Runólfsson Sigrún Sveinbjörnsdóttir S. Rúnar Bragason Runólfur Sveinbjörnsson Soffía Gunnarsdóttir Heiða Rún, Arnar Máni, Lilja Rún og Sveinbjörn Systir mín, Guðný Kristín Helgadóttir Sóltúni 13, Reykjavík, er látin. Útför hennar hefur farið fram. Hanna Þyri Helgadóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Ellert Svavarsson Tjarnabakka 12, Reykjanesbæ, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 2. mars sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum veittan stuðning og hlýhug. Ólafía G. Guðmundsdóttir (Stella) Anna Bára Gunnarsdóttir Guðbjörn Hafsteinsson Svavar Guðni Gunnarsson Lísa Bryndís Matthews Rakel Linda Gunnarsdóttir Viðar Jónasson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Erla Thorarensen áður Klöpp, Sandgerði, Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ, lést 3. mars sl. á heimili sínu. Útförin mun fara fram í kyrrþey. Einar Valgeir Arason Lína María Aradóttir Ólafur Eyfjörð Pálsson Ari Haukur Arason Anna María Hilmarsdóttir Jón Örvar Arason Viðar Arason Unnur Sveindís Óskarsdóttir Hrannar Þór Arason María Elfa Hauksdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir samúð, vináttu, hlýjar kveðjur og þá virðingu sem þið sýnduð vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Lilju Sveinsdóttur kennara, frá Vestmannaeyjum, búsettri í Neðri Hundadal, Dalabyggð. Sendum þakkir til Silfurtúns fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Hjartardóttir Helgi Reynisson Sigursteinn Hjartarson María G. Líndal Kristín Lára Hjartardóttir Jóhann Hreggviðsson Signý Harpa Hjartardóttir Axel Hafsteinn Gíslason barnabörn og barnabarnabörn. Yndislegur eiginmaður minn, pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, Páll Helgason, tónlistarmaður, Reykjavegi 59, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut 5. mars. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 15. mars kl. 13.00. Bjarney Einarsdóttir Helgi Pálsson Guðrún Þórarinsdóttir Einar Pálsson Anita Pálsdóttir Róbert Axel Axelsson barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir sendum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Ásdísar Kristjánsdóttur (Haddý) Ólafur Haukur Ólafsson Sigurbjörg H. Gröndal Kristján Már Ólafsson Ásdís Katrín Ólafsdóttir Pål O. Borgen Sigríður Edda Ólafsdóttir Magnús Jón Sigurðsson barnabörn og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir og systir, Lilja Kúld Huldubraut 5, Kópavogi, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 8. mars. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 18. mars kl. 13.00. Jóhann Hafnfjörð Rafnsson Kristína Aðalsteinsdóttir Björn Halldór Helgason Guðrún Lilja Skúladóttir Guðný Kúld Þorsteinn Kúld Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. „Rammíslenskt, vel skrifað og fallegt en ekkert barnaverk að spila,“ segir Guðný um æskuverkin hans Jóns. FRéttablaðið/SteFán Hann Jón Nordal nýtur þess í dag að hlýða á nýfundna tónlist sem hann samdi á 17. ári. Strengjasveit undir stjórn Guðnýjar Guðmundsdóttur flytur hana og fleiri meistaraverk í Seltjarnarneskirkju. Tón- leikarnir hefjast klukkan 17. „Ég var beðin að hafa strengjasveit við Listaháskólann í haust og fannst upplagt að flytja eitthvað eftir Jón Nordal tón- skáld af því hann er níræður um þessar mundir,“ segir Guðný og lýsir því hvernig hún komst í tæri við tvö æskuverk Jóns. „Ég rakst á Jón á förnum vegi og spurði hann hvort hann ætti eitthvað bara fyrir strengi. Þá kom svolítið skemmtilegur svipur á hann og hann svaraði: „Þegar ég var unglingur skrifaði ég einhver verk fyrir strengi en þau eru löngu týnd.“ Ég þráaðist við og spurði: „Heldurðu þú getir ekki fundið þau?“ „Ég veit það ekki,“ svaraði hann. „Þau eru örugglega ekki nógu góð.“ En ég lét hann ekki í friði og það var svo milli jóla og nýárs sem Jón hringdi í mig og sagðist hafa fundið nóturnar svo ég mætti til meistarans upp úr áramótum og þar voru þá þessi gulnuðu nótnablöð sem maður þorði varla að koma við. Við fundum þar tvö heilleg verk sem hann samdi 1943. Mér tókst að koma handritunum heim án þess að þau hryndu í sundur, ljósritaði þau og fékk tónsmíðanema í Listaháskól- anum til að tölvusetja nóturnar. Verkin eru byggð á íslenskum þjóðlögum, annað á laginu Svíalín og hrafninn og hitt er í sama ryþma og Hani krummi hundur svín. Rammíslenskt, vel skrifað og fallegt en ekkert barnaverk að spila.“ Fleira er á dagskrá TónaListar. „Það má segja að við séum með Jón Nor- dal, Bartok og björtustu vonina,“ segir Guðný glaðlega. „Við ætlum að flytja hina frægu Chaconnu eftir Bach sem var skrifuð fyrir einleiksfiðlu en Bjarni Frí- mann Bjarnason, sem var valinn bjart- asta vonin nýlega, vippaði yfir í verk fyrir fiðlur og víólur. Svo erum við með Divertimento eftir Bartók og tvo áheyri- lega þætti úr Serenöðu fyrir strengi eftir austurríska tónskáldið Fuchs.“ Guðný kveðst upp með sér af því að eiga þátt í að finna verkin hans Jóns. „Í hljómsveitinni okkar er fólk á svipuðum aldri og hann var þegar hann samdi verkin. Meira að segja eitt barnabarn hans.“ gun@frettabladid.is Þessi gulnuðu nótnablöð Tvö nýfundin verk frá 1943 eftir hinn níræða Jón Nordal tónskáld eru á efnisskrá strengja- sveitarinnar TónaList, undir stjórn Guðnýjar Guðmundsdóttur, í Seltjarnarneskirkju í dag. Mér tókst að koma handritunum heim án þess að þau hryndu í sundur, ljósritaði þau og fékk tónsmíða- nema í Listaháskólanum til að tölvusetja nóturnar. 1 2 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r50 t í m a m ó t ∙ F r É t t a B L a ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.