Fréttablaðið - 12.03.2016, Page 126

Fréttablaðið - 12.03.2016, Page 126
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Lífið í vikunni 06.03.16- 12.03.16 „Þetta er mánaðarleg kvikmynda- hátíð sem haldin er á netinu, þar sem öllum er frjálst að senda inn efni og svo er valnefnd sem sér um að velja efni sem keppir fyrir hvern mánuð. Við komumst inn í mars með myndband með lag hljóm- sveitarinnar Milkhouse, Gleymérei og það er alveg ótrúlega spennandi,“ segir Birnir Jón Sigurðsson leikstjóri og bætir við að enn sem komið er sé myndbandið með flest atkvæði til áhorfendaverðlaunanna en fólk getur farið inn á www.tmff.net og kosið myndbandið. The Monthly Film Festival er alþjóðleg keppni og hart er barist um sæti þar, því þeir sem hreppa verðlaunin hljóta mikla auglýsingu. „Ef við vinnum þá er það bæði frábært afrek fyrir myndbandið og mikill heiður fyrir okkur þar sem þetta er stór alþjóðleg kvikmynda- hátíð og það er frábært tækifæri fyrir okkur að vera með,“ segir Birnir. Myndbandið fjallar um unga konu, sem er óánægð í starfi, hún finnur kassa fullan af munum sem rifja upp fyrir henni gamlar minn- ingar og áttar sig á því að veruleiki h e n n a r e r algjör and- s t æ ð a v i ð það sem hana dreymdi um í æsku. „Lagið fjallar um nostalgíu og það var okkar útgangspunktur fyrir alla hugmynda- vinnu í sambandi við handritið. Þetta var mikil reynsla og skemmti- legt ferli,“ segir Birnir. Hann er ekki að leikstýra í fyrsta skipti en stuttmyndin hans Heima- nám sem hann vann í samstarfi við Elmar Þórarinsson var sýnd í sér- stöku stuttmyndahorni á síðustu kvikmyndahátíð í Cannes í Frakk- landi. Fram undan er nóg um að vera hjá þessum unga, efnilega leikstjóra sem á framtíðina svo sann- arlega fyrir sér í þessum bransa. „Sem stendur er ég að gera n o k ku r t ó n - l i s t a r m y n d - bönd, þau eru mismunandi eftir lögum en öll eru þau spennandi og s k e m m t i l e g . Núna í sumar er ég að fara gera kvikmynd í fullri lengd ásamt flottum hópi fólks. Myndin fjallar um mig, Birni J, sem er leikstjóri sem lætur ekki afturhald samfélagsins stöðva sig í því að koma sinni list- rænu sýn á hvíta tjaldið. Þetta er rosalega stór biti að ráðast í með lítinn pening, en ég er fullur tilhlökk- unar að takast á við verkefnið,“ segir Birnir fullur bjartsýni. gudrunjona@frettabladid.is Lætur ekki afturhald samfélagsins stoppa sig Leikstjórarnir Birnir Jón Sigurðarson og Vilhelm Þór Neto leik- stýra nýju tónlistarmyndbandi við lagið Gleymérei frá hljómsveit- inni Milkhouse, en það var valið til sýninga á kvikmyndahátíð. Leikstjórarnir Birnir Jón Sigurðarson og Vilhelm Þór Neto ásamt söngkonu hljómsveitarinnar Milkhouse, Katrínu Helgu Ólafs- dóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ef við vinnum þá Er það bæði frábært afrEk fyrir mynd­ bandið og mikiLL hEiður fyrir okkur. nýtt Lag frá rEykjar­ víkurdætrum Anna Tara Andrésdóttir og systir hennar Katrín úr hljómsveitinni Reykjavíkurdætrum gáfu á dög- unum út nýtt myndband við lagið „Fanbois“. Líkt og alþjóð varð vitni að fyrir um tveimur vikum, í þætt- inum Vikan með Gísla Marteini á RÚV, átti hópurinn aldeilis innkomu og í stuttu máli fór internetið á hliðina. tók þátt í vasa­ göngunni Björn Már Ólafsson skíðakappi tók þátt í Vasagöngunni sem fram fór í Svíþjóð síðastliðinn sunnudag ásamt sænsku Eurovision-stjörnunni Måns Zelmerlöw. Kapparnir voru samferða meirihluta göngunnar og hélt okkar maður að stelpufans sem tilheyrði Eurovision-stjörnunni væri ætlaður sér. augabrúnir iLmar vEkja athygLi Síðasti þátturinn af hinni geysivinsælu sjónvarpsþáttaröð Ófærð verður sýndur á BBC 4 í Bretlandi um næstkomandi helgi. Enska heiti Ófærðar er Trapped og hafa Bretar verið mjög duglegir við að tísta um þáttinn og hafa íslensku leikar- arnir fundið fyrir aukinni athygli Breta undafarnar vikur. „Ég ákvað að byrja á Twitter til þess að geta fylgst með umræðunni um þættina undir hash taginu #Trapped,“ segir Ilmur og hlær. þær tvær mEð aðra sEríu Grínþættirnir Þær tvær í leikstjórn Jóns Grétars Gissurarsonar fara í tökur í næstu viku. Vala Kristín Eiríks- dóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir leikkonur slógu heldur betur í gegn í fyrstu seríu þáttanna og fengu frábær viðbrögð. Núna verður framleiðslan tekin á annað level og stelpurnar fá með sér fullskipað teymi til að gera þáttinn ennþá stærri og flottari. Endalaust ENDALAUST NET 1817 365.is 1 2 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r74 L í f i ð ∙ f r É T T a B L a ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.