Fréttablaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 2
Veður Hlaupið á hólnum Suðaustan hvassviðri eða stormur og víða talsverð rigning, jafnvel mikil úrkoma suðaustan til. Hiti víða 8 til 13 stig. Sjá Síðu 52 K ja r a m á l S a m n i n g a f u n du r hefur ekki verið boðaður í kjara- deilu þriggja stærstu félaga BSRB við ríkið. Niðurstaða um boðun verkfalls hjá SFR – stéttarfélagi í almannaþjónustu  og Sjúkra- liðafélaginu (SLFÍ)  liggur fyrir í hádeginu næsta þriðjudag. Síðasti fundur, sem haldinn var á þriðju- dag hjá ríkissáttasemjara, var árangurslaus. Þriðja félagið sem þátt tekur í viðræðunum er Landssamband lögreglumanna (LL), en lögreglu- menn hafa ekki verkfallsrétt. „Staðan er í rauninni óbreytt,“ segir Árni Stefán Jónsson, for- maður SFR. Enn þokist ekkert í samningsátt og mikið beri í milli. Hann segir þó áhugaverðar fregnir af því að Efling og Starfsgreina- sambandið færist nær því að loka samningi við ríkið. „Það verður áhugavert að sjá hvað er í þeim, en gagnvart okkur er þetta óbreytt enn sem komið er.“ Umfang aðgerða SFR og SLFÍ er umtalsvert og segir Stefán Árni flestar stofnanir ríkisins koma til með að finna fyrir þeim í ein- hverri mynd. „Við erum með þessa ófaglærðu hópa inni á þessum ríkisstofnunum, en stillum þessu þannig upp að við byrjum þarna 15. október á fimmtudegi og föstu- degi og svo á mánudegi og þriðju- degi í allsherjarverkfalli.“ Sú törn stendur fram í nóvember.  Hins vegar verður allsherjarverkfall allt frá byrjun hjá Landspítala, sýslu- mannsembættum, ríkisskattstjóra og tollinum. Árni Stefán segir ljóst að vel- flestir ættu að verða varir við aðgerðir félagsins þurfi til þeirra að koma. „Eins og á Landspítalan- um þegar ellefu hundruð manns labba út.“ Þá er ljóst að aðgerðirnar trufla útgáfu vegabréfa, leyfisveitingar og ýmsa aðra þjónustu ríkisins. Árni Stefán segist þó ekki úrkula vonar um að samningar náist. „Við vonum að menn fari nú að setjast niður með okkur fljótlega eftir helgi til þess að ræða málin í ein- hverri alvöru.“ olikr@frettabladid.is Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. Tilboðsverð frá 49.900 kr. Á mann m.v. 2 í íbúð á Ambar Beach*** í 4 nætur. Vikuferð á hótel Albir Playa**** frá 99.900 kr. með hálfu fæði. Alicante Löng helgi 9. - 13. október VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444 landbúnaður „Það er heilmikill ávinningur í að ná í nýtt erfðaefni í þessa holdanautastofna okkar, þá bæði fyrir kjötgæði og kjötmagn og þannig möguleika greinarinnar til að viðhalda tekjum og mæta þörfum markaðarins um magn,“ segir Sigurður Loftsson, for- maður Landssambands kúabænda. Sigurður Ingi Jóhannsson, landbún- aðar- og sjávarútvegsráðherra, hefur undirritað  reglugerð sem heimilar flutning á erfðaefni nautgripa til lands- ins. Þar er um að ræða sæði og fóstur- vísa til nautaeldis. Sigurður Loftsson segir að Landssambandið hafi upphaf- lega haft aðrar hugmyndir um málið en að þetta hafi verið lendingin eftir umfjöllun fagaðila um dýraheilbrigði og sjúkdómavarnir. Tilgangur reglugerðarinnar er að efla nautakjötsframleiðslu á landinu. Nautaeldi af þessum toga verður háð ströngum skilyrðum en kálfar ræktaðir með þessum hætti þurfa að dvelja í ein- angrunarstöð fyrstu 9 mánuði lífs síns. Sigurður segir að næstu skref séu að fjármagna og setja upp einangrunar- stöðina. „Ef það tekst í haust er hægt að sækja fósturvísa til Noregs.“ Hann reiknar með að fyrsta kjötið komi á markað á árunum 2019 til 2020. Sigurður segir að ekki sé hægt að ræða um nýjan nautgripastofn á Íslandi þar sem blendingastofnar eru hér þegar til. Framleiðsla nautakjöts hefur hingað til ekki náð að anna eftirspurn en í fréttatilkynningu segir Sigurður Ingi að innflutningur erfðaefnis sé í raun for- senda þess að annað verði eftirspurn á nautakjötsmarkaði. – srs Kjötið fer á markað 2019 eða 2020 Nemendur við Kvennaskólann í Reykjavík fjölmenntu á Arnarhól í gær þar sem fram fór leikfimitími. Kvennaskólinn býr ekki að eigin leikfimisal en þess í stað er hver góðviðrisdagur nýttur til að ná upp hjartslætti nemenda og rækta heilsuna. Fréttablaðið/GVa StjórnSýSla Hugsanlegt er að skoða verði hvernig staðið er að skipan dómara, að mati Ólafar Nordal innan ríkisráðherra. Hún segir að allir þrír umsækjendurnir um lausa stöðu hæstaréttardómara séu afburðamenn. Hæfnisnefnd, sem starfað hefur samkvæmt lögum frá 2010, lagði til að Karl Axelsson, starfandi hæstaréttar- dómari, yrði skipaður. Gagnrýnt hefur verið að nefndin sé einungis skipuð karlmönnum. Ráðherra getur hunsað mat nefnd- arinnar, en þarf þá stuðning Alþingis við skipan dómarans. – jhh Fyrirkomulagið verði skoðað upp á nýtt Það er heilmikill ávinningur í að ná í nýtt erfðaefni í þessa holdanauta stofna okkar. Sigurður Loftsson Fyrirhugaðar aðgerðir sjúkraliða Á öllum stofnunum* 15.-16. október (fimmtudagur og föstudagur) 19.-20. október (mánudagur og þriðjudagur) 29.-30. október (fimmtudagur og föstudagur) 2.-3. nóvember (mánudagur og þriðjudagur) 12.-13. nóvember (fimmtudagur og föstudagur) 16. nóvember (mánudagur) - ótímabundið verkfall hefst *frá miðnætti til miðnættis og nær til allra félagsmanna SLFÍ sem starfa hjá ríkinu. Sértækar vinnustöðvanir** 08:00-16:00 miðvikudaginn 21. október 08:00-16:00 fimmtudaginn 22. október 08:00-16:00 föstudaginn 23. október 08:00-16:00 mánudaginn 26. október 08:00-16:00 þriðjudaginn 27. október 08:00-16:00 miðvikudaginn 28. október 08:00-16:00 miðvikudaginn 4. nóvember 08:00-16:00 fimmtudaginn 5. nóvember 08:00-16:00 föstudaginn 6. nóvember 08:00-16:00 mánudaginn 9. nóvember 08:00-16:00 þriðjudaginn 10. nóvember 08:00-16:00 miðvikudaginn 11. nóvember **ná til Landspítala háskólasjúkrahúss, Heilbrigðisstofnunar Austurlands og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Við vonum að menn fari nú að setjast niður með okkur fljótlega eftir helgi til þess að ræða málin í einhverri alvöru. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR Ólöf Nordal innanríkis- ráðherra 2 6 . S e p t e m b e r 2 0 1 5 l a u G a r d a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.