Fréttablaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 100

Fréttablaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 100
Ástkær bróðir minn og mágur, Þorgrímur Einarsson sýningarstjóri, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þann 23. september. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 2. október kl. 15.00. Margrét Guðmundsdóttir Sigrún Hermannsdóttir og aðstandendur. Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, Vigfús Magnússon læknir, Sóltúni 10, Reykjavík, varð bráðkvaddur á fjöllum mánudaginn 21. september. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 30. september kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim er vildu minnast hans er bent á líknarfélög. Kristín Vigfúsdóttir Finnur Ingólfsson Ragnhildur Vigfúsdóttir Hafliði Helgason Ástríður Vigdís Vigfúsdóttir Árni Leifsson Guðrún Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elsku sonur okkar, bróðir og mágur, Davíð Þór Egilsson lést af slysförum 19. september síðastliðinn. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarathöfn sem fer fram í Fella- og Hólakirkju, mánudaginn 28. september kl. 17.00. Útförin fer fram í kyrrþey. Arnheiður M. Þórarinsdóttir Jón Þ. Steinþórsson Egill Geirsson Linda Björg Arnheiðardóttir Ægir Freyr Stefánsson Hildur Birna Egilsdóttir Jose MBA Herdís María Jónsdóttir Elísa Dagrún Jónsdóttir og aðrir ástvinir. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurður Í. Ámundason löggiltur endurskoðandi, lést á heimili sínu, Dalbraut 14, Reykjavík, þann 16. september sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Bestu þakkir og kveðjur færum við vinum, vandamönnum, Brynjari lækni, dagdeild 11C og Karitas heimahjúkrun. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Karitas heimahjúkrun og aðrar líknarstofnanir. Jóhanna Óskarsdóttir Finnur Ísfeld Sigurðsson Málfríður Vilmundardóttir Sigríður Lóa Sigurðardóttir Ævar Örn Ævarsson Jóhanna Sif Ámundi Örn Ísfeld Ólafía Ósk María Lóa Sigurður Ísfeld Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, Vals Waage Lindarseli 5. Guð blessi ykkur öll. Helena Ásdís Brynjólfsdóttir Guðrún Lind Valsdóttir Waage Smári Arnarsson Stefanía Lind Stefánsdóttir Waage Bjarki Stefánsson Stefán Valur Stefánsson Ásdís Halldóra Lind Stefánsdóttir Waage Stefán Stefánsson 2 6 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r44 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Margrét Helga Hjartardóttir flytur erindi í dag á Evrópska tungumáladeg- inum. Í erindinu fjallar hún um stöðu tungumálakennslu í Kvennaskólanum eftir styttingu náms til stúdentsprófs, en haustið 2009 tók skólinn upp nýja námskrá þar sem miðað er að því að útskrifa nemendur með stúdentspróf eftir þriggja vetra nám. „Til að gera langa sögu stutta fóru enskan og danskan þá leið að skera út alla upprifjun úr grunnskólanáminu og byrjuðu ofar. Kennarar reyndu að skera neðan af náminu og þétta allt, breyta inntaki námskeiðanna og kennsluað- ferðum,“ segir Margrét. Hún segir það hafa gengið ágætlega í enskunni, þó þorir hún ekki að fullyrða um upplifun enskukennaranna. Margrét segir dönskukennara þó ekki hafa sömu sögu að segja. „Dönskukenn- ararnir finna fyrir gapi á milli grunn- skóla og framhaldsskóla. Það má segja að kennarar þar séu ósáttir og finnist að danskan hefði þurft að fá meira svig- rúm við gerð nýrrar námsskrár,“ segir hún. Margrét segir stöðuna versta í þýsku- og frönskukennslu, en skólinn kennir málin sem þriðju mál. Ekki var hægt að sleppa neinu úr fyrstu áföngum kennsl- unnar þar sem málin eru kennd á byrj- endastigi, ólíkt ensku og dönsku. „Það sem við horfumst í augu við er að einingum fækkaði á öllum brautum og þar er kannski sárasta skerðingin í okkar tilviki. Á brautum sem við köllum félagsvísinda- og náttúruvísindabrautir fór þriðja mál úr fjórum áföngum niður í þrjá, þetta finnst okkur mikil afturför. Þetta er til dæmis ekki nógur grunnur ef maður ætlar síðan í háskólanám í mál- inu. Við erum ekki með jafngóða stúd- enta í þessum málum og áður,“ segir hún. Margrét segist þó ekki vera að segja stúdentspróf Kvennaskólans minna virði og ekki beint tala gegn styttingu náms sem hafi sína kosti og galla. Hún segir margt gott hafa fengist út úr stytt- ingunni en undirbúningstími stytting- arinnar í Kvennaskólanum hafi verið of skammur, sumt hafi ekki verið nógu veil ígrundað, til dæmis hvað varðar fjölda eininga í kjarna brautanna. Hún segist jafnframt ekki vera sátt við hlut þýsku og frönsku. „Okkur finnst skjóta skökku við að á sama tíma og ferðaþjónusta er að aukast svona mikið og þegar samfélagið og markaðurinn kallar á fólk með aukna málakunnáttu sé verið að skera niður í tungumálanámi,“ segir Margrét. thorgnyr@frettabladid.is Stytting náms hefur slæm áhrif á tungumálakennslu Margrét Helga Hjartardóttir flytur erindi á Evrópska tungumáladeginum. Hún mun fjalla um áhrif styttingar framhaldsskólanáms í Kvennaskólanum á kennslu í tungumálum. Margrét Helga segir stöðuna versta í þýsku- og frönskukennslu. Fréttablaðið/GVa Á þessum degi árið 1960 áttust bandarísku forsetaframbjóð­ endurnir John F. Kennedy og Richard Nixon við í einum frægustu sjón­ varpskappræðum allra tíma. Þetta var í fyrsta sinn sem forsetafram­ bjóðendur mættust í sjónvarpskappræð­ um í Bandaríkjunum en þeim var einnig útvarpað. Þetta voru fyrstu kappræðurnar af fjórum og tekist var á um innanlandsmál. Sjónvarp var nýjung á þessum tíma og fæstir stjórnmála­ menn höfðu leitt hugann að því hvernig þeir gætu nýtt það sér í vil. Kennedy var einn af þeim fáu sem höfðu gert það. Þegar hann mætti í sjón­ varpið var hann nýkominn af framboðsfundum í Kaliforníu og var sólbrúnn og hraust­ legur. Nixon var á hinn bóginn nýrisinn úr rekkju eftir að hafa legið á spítala um nokkurra vikna skeið vegna hnémeiðsla. Hann var horaður og fölur og þvertók fyrir að láta farða sig fyrir sjónvarpið. Yfirgnæfandi meirihluti sjón­ varpsáhorfenda taldi að Kennedy hefði borið sigur úr býtum en þeim sem hlýddu á kappræðurnar í útvarpi fannst vera mjótt á munum. Lengi var það viðtekin skoðun að sjónvarps­ kappræðurnar hefðu valdið straum­ hvörfum í kosningabaráttunni og Kennedy átt sigur sinn þeim að þakka. Það er sennilega ofmat, en ljóst er að Kennedy átti vinsældir sínar sannar­ lega sjónvarpi að einhverju leyti að þakka. Þ ETTa g E r ð i sT : 2 6 . s E p T E M b E r 1 9 6 0 Kennedy og Nixon áttust við 1580 Francis Drake lýkur hnattsiglingu sinni þegar Gullna hindin kemur til hafnar í Plymouth. 1915  Við Stjórnarráðshúsið í Reykjavík er afhjúpaður minnisvarði um Kristján 9. konung á afmælisdegi Kristjáns 10. Styttan, sem er eftir Einar Jónsson, sýnir konung með stjórnarskrána í framréttri hendi. 1939  Við Raufarhöfn neyðist bresk Cata­ lina­sjóflugvél til að lenda vegna þoku. 1942  Ríkið leggur niður einkasölu sína á bif­ reiðum, sem það hafði haft í sjö ár. 1950  Vegna mengunar í lofti er dimmt fram eftir degi á landinu og virðist sólin vera bláleit. Talið er að þetta stafi frá eldgosi á Filippseyjum eða skógareldum í Norður­Ameríku. 1959  Í Reykjavík mælist metúrkoma á ein­ um sólarhring, 49,2 millimetrar. 1960  Á leið sinni vestur um haf kemur Harold Macmillan, forsætisráð­ herra Breta, við á Keflavíkurflugvelli og ræðir við starfsbróður sinn, Ólaf Thors, um landhelgismálið. 1969  Ellefta breiðskífa Bítlanna, Abbey Road, kemur út í London. 1970  Íslensk flugvél ferst á Mykinesi í Fær­ eyjum. Þetta er Fokker Friendship farþegavél frá Flugfélagi Íslands og eru 30 farþegar um borð auk fjögurra manna áhafnar. Átta manns farast, þar af einn Íslendingur. 200 Á bilinu 10­15 þúsund manns ganga mótmælagöngu niður Laugaveg til þess að mótmæla stóriðjustefnu rík­ isstjórnarinnar. Þetta voru talin vera fjölmennustu mótmæli á Íslandi frá 24. maí 1973. 2008  Gengisvísitala íslensku krónunnar fer upp í 183,91 stig og hefur þá aldrei verið hærri. Krónan hefur aldrei verið lægri gagnvart evrunni (1/140,96) og ekki lægri gagn- vart bandaríkjadal síðan árið 2002 (1/96,80). Merkisatburðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.