Fréttablaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 61
| ATVINNA | LAUGARDAGUR 26. september 2015 15
Seltjarnarnesbær www. seltjarnarnes. is
Laust starf
Grunnskóli Seltjarnarness –unglingastig
• Stuðningsfulltrúi, 80% starfshlutfall.
Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Ólafsdóttir,
þroskaþjálfi, johannao@grunnskoli.is,
sími 5959200.
Öllum umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skilað á
Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar -undir
http://www.seltjarnarnes.is –Störf í boði
Umsóknarfrestur er til 4. október næstkomandi.
Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar
eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands
íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélaga.
Sérfræðingur á skrifstofu
heilbrigðisþjónustu
Velferðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar fullt
starf sérfræðings á skrifstofu heilbrigðisþjónustu.
Skrifstofan fjallar um skipulag heilbrigðisþjónustu,
sérhæfingu og verkaskiptingu þjónustuaðila, þjón-
ustukerfi sveitarfélaga, eignarhald þjónustustofnana
og hæfni og árangur heilbrigðisstofnana.
Starfssvið: Vinna við faglega stefnumörkun í heil-
brigðismálum og nánari útfærslu hennar. Í starfinu
felst jafnframt að fylgja eftir faglegri þróun heil-
brigðisþjónustu, utan sem innan heilbrigðisstofnana,
þ.m.t. heilsugæslu, sérfræðiþjónustu, sjúkrahús-
þjónustu, endurhæfingu, rannsóknum, auk annarra
verkefna sem undir skrifstofuna og ráðuneytið heyra.
Menntunar- og hæfniskröfur: Gerð er krafa um að
umsækjendur hafi háskólamenntun og reynslu á
sviði heilbrigðismála. Æskilegt er að þeir hafi þekk-
ingu á starfsemi heilbrigðisstofnana og framhalds-
menntun á sviði stjórnunar. Umsækjendur þurfa
að búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum og geta
unnið sjálfstætt. Þá er gerð krafa um að þeir hafi gott
vald á íslensku, ensku og einu öðru Norðurlanda-
máli auk almennrar tölvukunnáttu.
Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi
starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð,
ábyrgð og sjálfstæði. Um launakjör fer samkvæmt
kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna
Stjórnarráðsins og fjármála- og efnahagsráðherra.
Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf sem
fyrst. Ráðuneytið hvetur karla, jafnt sem konur, til að
sækja um starfið.
Upplýsingar um starfið veitir Sveinn Magnús-
son, skrifstofustjóri (sveinn.magnusson@vel.is).
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
starfsferil skulu berast velferðarráðuneytinu, Hafnar-
húsinu við Tryggvagötu, 101 Reykjavík eða á
postur@vel.is. eigi síðar en 12. október 2015. Tekið
skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá
því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr.
464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með
síðari breytingum. Öllum umsóknum verður svarað
þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Velferðarráðuneytinu, 24. september 2015.
Við óskum eftir hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum í launað starfsnám til
sérfræðiviðurkenningar í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði.
• Að efla og bæta við klíníska færni
og þekkingu á viðkomandi sérsviði
hjúkrunar/ ljósmóðurfræði
• Fá þjálfun í fræðilegum
vinnubrögðum og bæta við
rannsóknareynslu
• Að þjálfa ýmiskonar hlutverk
sérfræðings á viðkomandi sérsviði
Markmið starfsnámsins
• Meistarapróf sem uppfyllir skilyrði
reglugerðar um veitingu sérfræði-
leyfa í hjúkrun og ljósmóðurfræði
nr. 124/2003 og nr. 1089/2012
• Áhugi og metnaður til sérfræði-
viðurkenningar á tilteknu sviði
hjúkrunar- eða ljósmóðurfræði
• Íslenskt hjúkrunar-/ljósmóðurleyfi
Hæfnikröfur
Starfsnámið er einstaklingsmiðað
í 9-24 mánuði á tímabilinu
1. nóvember 2015 - 1. janúar 2016.
Starfshlutfall tekur mið af lengd
námsins.
Nánari upplýsingar veita Sigríður
Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri
hjúkrunar, (sigridgu@landspitali.is,
543 1106) og Hrund Sch.
Thorsteinsson, deildarstjóri,
(hrundsch@landspitali.is,
543 1490).
Umsóknarfrestur er til
og með 17. október 2015.
HJÚKRUNAR- OG LJÓSMÓÐURFRÆÐI
Launað starfsnám til sérfræðiviðurkenningar
Umsókn fylgi náms- og starfsferil-
skrá ásamt afriti af prófskírteinum
og starfsleyfi.
Umsókn fylgi einnig kynningarbréf
þar sem tilgreind eru persónuleg
markmið með starfsnáminu. Viðtöl
verða höfð við umsækjendur.
Laun skv. kjarasamningi fjármála-
ráðherra og stéttarfélags. Sótt er um
starfið rafrænt á; www.landspitali.is,
undir „laus störf”. Öllum umsóknum
verður svarað. Tekið er mið af jafnréttis-
stefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölmennur vinnustaður með um 5.100 starfsmenn.
Hann er aðalsjúkrahús landsins og miðstöð menntunar og rannsókna í heil
brigðisvísindum. Á Landspítala er lögð áhersla á öryggi, jafnrétti, ábyrgan
rekstur, góðan starfsanda og bættan húsakost.
Við leitum eftir metnaðarfullum einstaklingum í starfsnám á geðsviði Landspítala.
Störfin eru veitt í 4-12 mánuði og ráðið er í þau á tímabilinu 1. desember 2015 til 1. maí
2016. Þau geta nýst sem hluti af sérnámi í öðrum sérgreinum en geðlæknisfræði, svo sem
heimilis-, endurhæfingar- og öldrunarlækningum. Einnig gott tækifæri fyrir heimilislækna
sem vilja auka við þekkingu sína á greiningu og meðferð geðsjúkdóma í teymisvinnu.
LÆKNAR Í STARFSNÁM
Geðsvið
Landspítali er lifandi og fjölmennur vinnustaður með um 5.100 starfsmenn. Hann er aðalsjúkrahús landsins og miðstöð
menntunar og rannsókna í heilbrigðisvísindum. Á Landspítala er lögð áhersla á öryggi, jafnrétti, skilvirka verkferla,
ábyrgan rekstur, góðan starfsanda og bættan húsakost.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Þjálfun í geðlækningum og klínísku
• Þátttaka í kennslu- og fræðslu dagskrá námslækna
tvo virka daga í mánuði
• Þátttaka í handleiðslu og þjálfun í samtalsmeðferð,
m.a. hug rænni atferlismeðferð, psychodynamískri
meðferð og áhugahvetjandi samtölum
• Þátttaka í rannsóknum og í hópmeðferð
Hæfnikröfur
• Hæfni til að vinna sjálf stætt og sýna frumkvæði
• Hæfni og geta til að vinna í teymi
• Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
• Vilji til þátttöku í áfram haldandi þróun sérnámsins
• Almennt
Umsóknarfrestur er til og með 18. október 2015.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá
ásamt lækningaleyfi. Starfshlutfall er 80-100%
Umsjón með framhaldsmenntun unglækna
á geðsviði hefur Nanna Briem yfirlæknir
(nannabri@landspitali.is, 543 1000) og veitir hún
nánari upplýsingar ásamt Engilbert Sigurðssyni
yfirlækni (engilbs@landspitali.is, 543 1000).
Laun skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og stéttar-
félags. Sótt er um starfið rafrænt á www.landspitali.is,
undir „Laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á
spítalanum.