Fréttablaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 86
FÓLK| FERÐIR Sardinía er næststærsta eyjan í Miðjarðarhafinu á eftir Sikiley. Báðar eru þess- ar eyjar afar fallegar og notalegar að heimsækja. Þær eru engu að síður á margan hátt ólíkar. Sard- inía er afar falleg, gróskumikil eyja. Þar vaxa ólífu- og ávaxtatré í fallegum sveitum og strendurn- ar eru með þeim bestu sem finn- ast í Evrópu. Sjórinn er tær og heitur á sumardögum. Maturinn á Sardiníu er unaðslegur, enda eru heimamenn frægir fyrir að nota ferskt og hollt hráefni sem vex allt um kring. Það er því auð- velt að finna mjög góð veitinga- hús á eyjunni. Hægt er að fljúga til Sardin- íu frá Gatwick flugvelli í London. Ef fólk er fyrirhyggjusamt er hægt að komast þangað á mjög sanngjörnu verði með EasyJet, sérstaklega utan háannatímans. Norðausturhluti Sardiníu hefur ægifagrar strendur og þar er sjór- inn grænn eins og í Karíbahafinu. Porto Cervo er við strönd sem nefnist Costa Smeralda. Þangað sækja auðugir snekkjueigendur ásamt Hollywood-stjörnum. Í Porto Cervo eru mörg glæsileg hótel en þau eru ekki ódýr. Hins vegar er ógleymanlegt að koma á þessar slóðir. Best er að fljúga til Olbia, sem er skammt frá Porto Cervo, taka bílaleigubíl og aka síðan á alla þá fallegu staði sem eyjuna prýðir. Ráðlegt er að skipuleggja fríið og panta hótel með góðum fyrirvara en nauðsynlegt er að dvelja einhverja daga á Costa Smeralda ströndinni. Allir bæir á norðausturhlutanum eru fal- legir og spennandi að heim- sækja. Má nefna hinn stórbrotna og merka bæ Palau en þar ganga ferjur til hinnar frönsku Korsíku, sem er eyja, skammt frá Sardin- íu. Fyrir utan Palau er eyjaklasi er nefnist La Maddalena en þar í kring er sjórinn grænn að lit, kristaltær og fallegur, umkringd- ur heillandi klettum. Hægt er að fara með ferju í þessa paradís frá Palau sem er afar vinsælt hjá ferðamönnum. Palau er 39 km frá Olbia. Þar skammt frá er nyrsti oddi Sardiníu, Santa Ter- esa Gallura, en þaðan er hægt að horfa yfir til Korsíku. Bæirnir á norðausturhlutanum eru hver öðrum fallegri. Þarna er gaman að aka um, stoppa og njóta náttúrunnar um lengri eða skemmri tíma. Ódýrast er að dvelja þar í maí og september á meðan enn er gott veður. Ef ekið er yfir á vesturhluta Sardin- íu er vinsæll ferðamannastaður þar sem nefnist Alghero. Þangað koma Svíar, Norðmenn og Bretar mikið en bærinn minnir á hefð- bundna sólarströnd, öfugt við það sem býðst á Costa Smeralda ströndinni. Á leiðinni til Alghero má sjá marga víðfeðma vínakra en Sardiníubúar eru ákaflega stoltir af eigin vínrækt og bjóða ein- ungis upp á heimavín á veitinga- húsum. Vínviðurinn á sér langa sögu og vínið þykir einstak- lega gott. Þá framleiða þeir sinn eigin bjór sem þykir sömuleiðis góður. Hann nefnist Ichnusa og hefur verið framleiddur frá árinu 1912. Íbúar Sardiníu eru langlífir og er það þakkað hollum mat og góðu víni. Eitt af einkennum í matargerð er Carta di musica, það er stökkt, þunnt flatbrauð sem alltaf er borið fram með mat. Á brauðið setja þeir gæða ólífuolíu og jafnvel smávegis salt. Höfuðborg Sardiníu er Cagli- ari. Hún er syðst á eyjunni. Vegir eru góðir svo auðvelt er að aka eftir þeim. Á leiðinni er upp- lagt að stoppa í fjallaþorpum og skoða hið raunverulega líf eyjaskeggja. Hafa þarf í huga að síesta er á milli 13-17 á dag- inn. Þá er enginn utanhúss. Það tekur tæpar þrjár klukkustundir að aka frá Olbia til Cagliari. Rétt fyrir utan Cagliari er falleg, hvít strönd, Porto Pirastu, þar sem er ægifagurt útsýni. Víða í bæjum á Sardiníu er hægt að fara í bátsferð en skemmtilegt er að skoða landið frá sjó. Sard- inía liggur í vestri séð frá Róm og Napólí. Ferjur ganga á milli lands og eyjar. SARDINÍA – EYJA Í SÉRFLOKKI Á FERÐALAGI Flestir sem koma einu sinni til Ítalíu vilja fara þangað aftur. Maturinn, vínið, arkitektúr, saga og menning er svo heillandi. Ítalía á marga fallega staði og stundum erfitt að ákveða hvaða stað á landinu ætti að heimsækja. Sardinía er einn af þeim stöðum sem áhugafólk um Ítalíu ætti að prófa. Auðvelt er að komast til Sardiníu frá London Gatwick eða meginlandi Ítalíu. GÓÐUR MATUR Á Sardiníu eru frábær veitingahús og maturinn einstaklega ljúffengur. SARDINÍA Frá Olbia er hægt að aka um fallega bæi og sveitir. Norðausturhluti Sardiníu er einstaklega fallegt svæði. Þar eru sömuleiðis mjög góð hótel. LA MADDALENA Á þessu svæði er sjórinn fallega grænn og tær. Hann þykir minna á Karíbahafið. E F LI R a lm an na te ng s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ön nu n Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Velkomin í okkar hóp! Viltu léttast, styrkjast og losna úr vítahringnum? Staðurinn - Ræktin Ný TT námskeið að hefjast Innritun stendur yfir! Alltaf frábær árangur á TT! Nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.