Fréttablaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 20
EMIL OG IVANOVSKI
8 leikir: 5 sigrar, 2 jafntefli, 1 tap.
17 stig
Markatala 14-7.
Fjórum sinnum haldið hreinu.
BREYTINGASKEIÐIÐ
4 leikir: 0 sigrar, 0 jafntefli, 4 töp.
0 stig
Markatala 1-11.
Aldrei haldið hreinu.
UPPRISAN
8 leikir: 4 sigrar, 4 jafntefli, 0 töp.
16 stig
Markatala 20-13.
Einu sinnum haldið hreinu.
Fótbolti Fyrir tímabilið gáfu
Fjölnismenn það út að þeirra mark-
mið í ár væri að bæta besta árangur
liðsins í efstu deild, sem var 6. sæti
og 31 stig sem Grafar vogsliðið náði
árið 2008, á sínu fyrsta tímabili í
efstu deild. Eftir sigurinn á Víkingi
í síðustu umferð var því markmiði
náð. Fjölnismenn eru með 33 stig
í 5. sæti og það sem meira er, þá er
möguleikinn á Evrópusæti enn fyrir
hendi en Fjölnir er aðeins þremur
stigum frá KR, sem situr í 3. sætinu,
þegar tvær umferðir eru eftir. Fjöln-
ismenn eiga reyndar eftir að spila
við tvö efstu lið deildarinnar, FH og
Breiðablik, en þrátt fyrir það hafa
Grafarvogsbúar trú á verkefninu.
„Við erum í þessu til að vinna en
verkefnið er ærið, að fara í Krikann
og ætla að gera einhverja stóra hluti.
En það er allt hægt í þessu,“ sagði
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, í
samtali við Fréttablaðið í gær.
Miðað við gengi Fjölnis á
undanförnum vikum er ástæða til
bjartsýni. Fjölnismenn eru ósigraðir
í síðustu átta leikjum sínum, hafa
unnið fjóra þeirra og gert fjögur
jafntefli. Vörn Fjölnismanna er
reyndar ekki jafn sterk og í upphafi
móts en sóknarleikurinn er það
góður að það hefur engu breytt.
Tuttugu mörk skoruð í síðustu átta
leikjum gefa til kynna hversu beittur
sóknarleikurinn er. Kennie Chopart
hefur skorað fimm þessara marka
en þessi öflugi Dani hefur farið fyrir
þessari þriðju útgáfu Fjölnisliðsins í
sumar. Lið Fjölnis í dag er nefnilega
talsvert breytt frá því sem hóf mótið.
Fjölnir náði í 17 stig í fyrstu átta
umferðunum en þá dundu áföllin
yfir. Makedónski varnarmaðurinn
Daniel Ivanovski hélt til síns heima
eftir 3-0 sigur á Leikni og skömmu
síðar kölluðu FH-ingar Emil Pálsson
til baka úr láni. Fjölnismenn voru
því búnir að missa tvær af sterkustu
stoðum liðsins út á miðju tímabili.
En sem betur fer fyrir þá var
félagaskiptaglugginn handan við
hornið.
Þar náði Ágúst í Chopart, sem
spilaði vel með Stjörnunni árin
2012 og 2013, og spænska mið-
vörðinn Jonathan Neftali, auk þess
sem Illugi Þór Gunnarsson byrjaði
aftur að æfa með liðinu. Þessi and-
litslyfting leit reyndar ekki vel út í
upphafi en Fjölnir steinlá, 4-0, fyrir
ÍBV í fyrsta leiknum sem Chopart og
Neftali spiluðu. En þessir leikmenn
þurftu bara einn leik í aðlögun og
eftir þennan skell hafa Fjölnismenn
verið á mikilli siglingu og halað inn
16 stig í síðustu átta leikjum.
„Það er dálítið erfitt að setja fing-
ur á það sem hefur breyst til batnað-
ar hjá okkur. Það eru eiginlega leik-
mennirnir sem eiga stærstan þátt í
þessu. Þetta er mjög góður hópur,“
sagði Ágúst sem viðurkennir að það
hafi ekki verið óskastaða að þurfa
að byggja upp nýtt lið um mitt mót.
„Þetta var dálítil endurskipu-
lagning. Það komst rót á þetta og
það tók smá tíma að koma þessu í
samt lag aftur. Við töpuðum fjórum
leikjum í röð og það er ákveðin
kúnst að snúa því við,“ sagði Ágúst
sem hlakkar til leiksins í dag. „Ég er
mjög spenntur fyrir þessum leik, að
mæta á erfiðasta útivöll landsins og
ná í úrslit.“
ingvithor@365.is
Vel heppnuð umbreyting
Fjölnismenn hafa átt frábært annað tímabil í Pepsi-deildinni. Þeir hafa þegar toppað besta árangur í sögu
félagsins og eiga enn góða möguleika á að ná Evrópusæti. Árangurinn er ekki síst eftirtektarverður í ljósi
þess að Fjölnir þurfti nánast að byrja frá grunni um mitt tímabil eftir að hafa misst tvo lykilmenn.
Þrjár útgáfur Fjölnis í sumar
Um helgina
olís-deild karla
Grótta - ÍBV 23-34
Markahæstir: Aron Dagur Pálsson 5,
Daði Laxdal Gautason 4, Þorgeir Bjarki
Davíðsson 4 - Theodór Sigurbjörnsson
8, Grétar Þór Eyþórsson 7
Nýliðarnir fengu skell gegn
meistaraefnunum. Stephen
Nielsen var frábær í marki
ÍBV og liðið skoraði 10 mörk
úr hraðaupphlaupum. Ellefu
leikmenn ÍBV komust á blað í
leiknum.
Pepsi-deild karla, laugardagur
14.00 FH - Fjölnir Kaplakriki
14.00 Leiknir - KR Leiknisvöllur
14.00 Breiðablik - ÍBV Kóp.völlur
14.00 ÍA - Valur Norðurálsvöllur
14.00 Víkingur - Fylkir Víkin
14.00 Stjarnan - Keflavík Samsung
olís-deild kvenna, laugardagur
13.30 Afturelding - HK N1-höllin
14.00 Fjölnir - Selfoss Dalhús
14.00 Fram - Haukar Framhús
15.00 ÍR - ÍBV Austurberg
15.00 KA/Þór - Fylkir KA-heimilið
olís-deild karla, sunnudagur
16.00 FH - Akureyri Kaplakriki
Það helsta á sportrásunum,
laugardagur
11.45 Tottenham - Man City Sport 2
14.00 FH - Fjölnir Sport
14.00 Liverpool - A. Villa Sport 2
14.00 Man Utd- Sunderland Sport3
14.00 Leicester - Arsenal Sport 4
14.00 Barcelona-Las Palmas Bravó
16.30 Newcastle - Chelsea Sport 2
16.30 Veszprém- Flensburg Sport6
18.45 Napoli - Juventus Sport 3
21.00 Pepsi-mörkin Sport
Það helsta á sportrásunum,
sunnudagur
15.00 Watford - C. Palace Sport 2
18.45 Inter - Fiorentina Sport 3
20.00 Seahawks - Bears Sport
Nýjast
Skrítið að spila fyrsta leik
eftir EM, fyrir tómri höll og
engir bilaðir íslenskir
áhorfendur.
#preseasonstruggle
Hörður Axel Vilhjálmsson
@Hossiaxel
Efri hluti
ÍR 8
Haukar 6
Afturelding 6
Valur 6
Fram 4
Neðri hluti
ÍBV 4
Grótta 2
Víkingur 2
FH 2
Akureyri 0
Í DAG KL. 13:30
365.is Sími 1817
NÚ ER ALLT UNDIR
FH-ingar fá Fjölnismenn í heimsókn í dag klukkan 13:30. Tryggja
heimamenn sér Íslandsmeistaratitilinn eða færast Fjölnismenn
nær Evrópusætinu? Ekki missa af þessum stórleik á Stöð 2 Sport.
20
Fjölnir hefur skorað 20 mörk
í síðustu átta umferðum, flest
allra liða.
Ingvi Þór
Sæmundsson
ingvithor@365.is
olís-deild kvenna
Stjarnan - Valur 23-14
Markahæstar: Stefanía
Theodórsdóttir 7/2, Helena Rut
Örvarsdóttir 4 - Íris Ásta Pétursdóttir
4, Sigurlaug Rúnarsdóttir 3
Florentina Stanciu var í ótrúlegum
ham í marki Stjörnunnar og varði
23 skot (64%) í öðrum sigri liðsins
í vetur. Skotnýting Vals í leiknum
var aðeins 29%.
Grótta - FH 20-12
Grótta er með fullt hús stiga
eftir þrjá leiki en meistararnir
áttu spiluðu gríðarlega sterkan
varnarleik gegn FH. Seltirningar
hafa aðeins fengið á sig 48 mörk í
fyrstu þremur umferðunum, eða
16 mörk að meðaltali í leik sem er
frábær tölfræði.
1.–8. umferð 9.–12. umferð 13.–20. umferð
2 6 . s e P t e m b e r 2 0 1 5 l A U G A r D A G U r20 s P o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð
Sport