Fréttablaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 89

Fréttablaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 89
5KYNNING − AUGLÝSING Netverslun og vefsíðugerð26. SEPTEMBER 2015 LAUGARDAGUR TM Software býður upp á fjölbreytta ráðgjöf og greiningu í vef lausnum fyrir allar stærðir fyrirtækja. Teymið sem starfar hjá Vef­ lausnum TM Software telur hátt í 40 úrvals starfsmenn sem hafa m.a. sérhæft sig í notenda­ upplifun, notendaprófum, að­ gengismálum, leitarvélabest­ un, vefmælingum og fleiri þátt­ um að sögn Önnu Signýjar Guðbjörnsdóttur, viðmótssér­ fræðing og vefráðgjafa hjá TM Software. „Fyrsta skrefið er að greina vefsvæði viðskiptavinar­ ins, við greinum þarfir hans og væntingar og hvað samkeppnis­ aðilar hans eru að gera í vef­ málum sínum. Við veitum ráð­ gjöf varðandi ýmis mál eins og aðgengi og notendaupplifun og við vinnum alltaf í ítrunum með viðskiptavininum, til að veflausnin uppfylli væntingar og þarfir.“ Starfsmenn Vef lausna TM Software gera vefsvæði frá grunni og sjá um hönnun, for­ ritun og f lest allt sem tengist vefmálum. „Við hugsum mikið út í það að gera vefi og netversl­ anir notendavænar, þ.m.t. að út­ rýma flöskuhálsum sem geta t.d. leynst á greiðslusíðum netversl­ ana. Við sérsníðum netverslan­ ir og kaupferli sem henta við­ skiptavinum okkar og hönnum kaupferlin út frá notendamið­ ari hönnun. Við leggjum einn­ ig mikla áherslu á að notendur finni fyrir öryggi í netverslunum viðskiptavina okkar.“ Gagnlegar prófanir Starfsmenn aðstoða einnig við­ skiptavini við að setja upp eigin notendapróf og hafa komið að fjölda notendaprófa sem fram­ kvæmd eru á vefsvæðum við­ skiptavina. „Við höfum m.a. hjálpað viðskiptavinum okkar að ákveða hvaða þætti síðunn­ ar og virkni eigi að prófa, fylgst með notendaprófum og túlk­ að niðurstöður þeirra svo hægt sé að nýta þær í áframhaldandi vinnu við að bæta vefsíðuna,“ bætir Anna við. Sem dæmi nefnir hún spjalda­ flokkun sem er fyrst og fremst notuð til að fá endurgjöf á upp­ röðun vefsins, þ.e. á veftrénu eða leiðarkerfinu. „Við höfum fengið hagsmunaaðila vefsíðna til að framkvæma svona próf eða fengið almenna notendur til þess, en þessi aðferð gerir not­ endunum kleift að búa til sína eigin uppröðun á vefsíðunni eins og þeim finnst passa best. Til þess eru notuð spjöld sem eru merkt með titli og/eða inni­ haldi hverrar síðu fyrir sig og notendur raða spjöldunum eftir því hvernig þeim finnst að upp­ röðun vefsíðunnar ætti að vera.“ Einnig hefur færst í vöxt að framkvæma s.k. A/B notenda­ próf á vefsíðum. „A/B notenda­ próf er góð aðferð til að prófa hvort einhver breyting á vefn­ um, s.s. orðalag eða litur skili sér í meiri eða minni viðbrögð­ um frá notendum. Til dæmis er hægt að prófa hvort notendur smelli frekar á bláan eða græn­ an hnapp á vefnum með því að setja upp einfalt A/B próf. Þessi aðferð hefur hjálpað viðskipta­ vinum okkar að taka erfiðar ákvarðanir varðandi uppsetn­ ingu og hönnun vefsíðna, því með svona einföldu prófi sjáum við svart á hvítu hvorri útgáf­ unni af vefnum notendur svara betur. Þetta eykur ekki einung­ is gæði vefsins og notendaupp­ lifun hans, heldur getur þetta aukið sölu umtalsvert ef um net­ verslun er að ræða.“ Allir jafnir TM Software framkvæmir einn­ ig aðgengisúttektir á vefsíðum viðskiptavina sinna og fara eftir WCAG (e. Web Content Access­ ibility Guidelines) viðmiðunar­ reglunum um aðgengi fyrir fólk með skerðingar eða fötl­ un. „Aðgengismál eru ótrúlega mikilvæg því að allir, hvort sem þeir eru sjónskertir eða hreyfi­ hamlaðir, eiga að geta notað vefsvæði eins og hver annar. Að fylgja þessum viðmiðunar­ reglum um aðgengi gerir vefi ekki einungis aðgengilegri fyrir fatlaða og eldri borgara, held­ ur fyrir alla notendur. Áætlað er að allt að 20% notenda vefsins hafi ákveðnar sérþarfir og með því að tileinka sér þessar regl­ ur ertu ekki einungis að breikka notendahópinn heldur að sjá til þess að allir séu jafnir á vef­ svæðinu og geti notað vefinn til fullnustu.“ Nánari upplýsingar um vef­ lausnir TM Software má finna á www.tmsoftware.is. Vandaðar veflausnir Traustur hópur starfsmanna TM Software greinir þarfir og væntingar viðskiptavina sinna þegar kemur að veflausnum fyrirtækja. Hópurinn hefur einnig komið að fjölda notendaprófa sem framkvæmd eru á vefsvæðum viðskiptavina. Anna Signý Guðbjörnsdóttir, viðmótssérfræðingur og vefráðgjafi hjá TM Software, segir að notendapróf séu ómissandi hluti af vefþróun. MYND/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.