Fréttablaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 84
FÓLK| HELGIN Ég varð steinhissa á öllu því mikla efni sem í boði er á hátíðinni en þetta er mitt fyrsta ár hjá RIFF. Dagskráin er algjörlega á pari við þær kvikmyndahátíðir sem ég hef heimsótt erlend- is,“ segir Gunnar Hansson, kynningarstjóri RIFF, alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem fer nú fram í tólfta sinn. „Dagskráin er viðamikil, en eitt hundrað kvik- myndir í fullri lengd verða sýndar á hátíðinni í nokkrum flokkum. Sumar þeirra oftar en einu sinni svo í raun eru þetta þrjú hundruð bíósýningar á tíu dögum og þar af 50 sýningar þar sem einhver tengdur myndinni situr fyrir svörum eftir sýningu, leikstjóri, leikari eða annar,“ segir Gunnar. SPENNANDI HEIMILDARMYNDIR OG VIÐBURÐIR „Sjálfur er ég mjög spenntur fyrir heimildarmynda- flokknum en sá flokkur er alltaf að stækka. Þar eru nokkrar sem ég get ekki beðið eftir að sjá, til dæmis myndin Pervert Park. Hún fjallar um hjólhýsahverfi í Flórída þar sem safnast hafa saman kynferðisafbrota- menn, sem reyna að fóta sig aftur í lífinu eftir dóm og afplánun. Drone er einnig mjög áhugaverð mynd sem fjallar um drónahernað. Þar er meðal annars talað við fólk í Pakistan sem býr við þessa ógn og einnig við flugmenn, oft kornungt fólk sem banda- ríski herinn pikkar upp á tölvuleikjaráðstefnum og þjálfar upp í að stýra drónum og sprengja. Foodies fjallar um fólk sem hefur það að atvinnu að ferðast um heiminn og borða á dýrustu og flottustu veitinga- stöðum heims og í tengslum við þá mynd verður sérstök matarveisla á Hótel Borg. Á hátíðinni verður reyndar yfir tugur sérviðburða svo sem tónleikar, dáleiðsla og sundbíó. Þá má nefna Woody Allen tón- leika í Kópavogi þar sem djasshljómsveit spilar valin lög úr myndum Woody Allen og Edda Björg Eyjólfs- dóttir leikkona verður sögumaður.“ KONUR Í BRENNIDEPLI Í tilefni hundrað ára kosningaréttar kvenna er sér- stök áhersla lögð á myndir eftir konur, um konur og málefni kvenna. Fimmtíu kvenleikstjórar koma að verkum í meginflokkum og verður sérstökum vinnusmiðjum verkefnisins Stelpur filma haldið úti á RIFF í samstarfi við Reykjavíkurborg. Þá er þýski leikstjórinn Margarethe Von Trotta einn heiðurs- gesta hátíðarinnar. „Margrethe Von Trotta er stórkanóna í evrópskri kvikmyndagerð sem gert hefur frábærar myndir með sterkum kvenhetjum,“ segir Gunnar. „Hún mun sitja fyrir svörum gesta og halda fyrirlestur um sig og sín störf. Annar heiðursgestur er David Cronen- berg, „barón blóðsins“, og verður sérstakt mið- næturmaraþon með myndum eftir hann. Hann mun einnig sitja fyrir svörum.“ „Þá er einnig sjónum beint að danskri kvik- myndagerð og frumsýndir meðal annars fyrstu tveir þættirnir af þriðju seríu Broen. Á hátíðinni verður mikið af Íslandsfrumsýningum, talsvert af Evrópufrumsýningum og alheimsfrumsýningum. Þetta er ekkert lítið. Þetta ættu að vera lögbundnir frídagar, tíu í röð svo fólk geti notið hátíðarinnar rækilega,“ segir Gunnar glettinn og hvetur fólk til að kynna sér dagskrána á www.riff.is 300 BÍÓSÝNINGAR Á 10 DÖGUM RIFF Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF var sett í Reykjavík í tólfta sinn þann 24. september og stendur til 4. október. Sýningarstaðir eru Bíó Paradís, Háskólabíó, Norræna húsið og Tjarnarbíó. FRÁBÆR DAGSKRÁ Gunnari Hanssyni, kynningarstjóra RIFF, finnst að fólk ætti að fá frí í vinnunni til að sjá þær þrjú hundruð bíó- sýningar sem boðið er upp á á RIFF. MYND/GVA Hausttískan 2015 Fallegt, fágað og töff. Smáralind facebook.com/CommaIceland #BYLGJANBYLGJAN989 HLUSTAÐU HVAR SEM ER, HVENÆR SEM ER HAPPY HOUR ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR SIGGI HLÖ ER Í LOFTINU MILLI KL. 16:00 - 18:30LAUGARDAG #BYLGJANBYLGJAN989 HLUSTAÐU HVAR SEM ER, HVENÆR SEM ER HAPPY HOUR ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR SIGGI HLÖ ER Í LOFTINU MILLI KL. 16:00 - 18:30LAUGARDAG #BYLGJANBYLGJAN989 HLUSTAÐU HVAR SEM ER, HVENÆR SEM ER HAPPY HOUR ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR SIGGI HLÖ ER Í LOFTINU MILLI KL. 16:00 - 18:30LAUGARDAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.