Fréttablaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 39
MiniPos er hannað frá grunni af starfsmönn-um Smartmedia og
þróað í nánu samstarfi við okkar
viðskiptavini sem nú þegar nota
netverslunarlausn okkar. Mikil
ánægja er með miniPos-lausn-
ina, enda er lögð áhersla á að
hún sé einföld, skilvirk og fljót-
leg í notkun,“ segir Jóhanna
Sofía Karlsdóttir hjá Smart-
media.
„MiniPos er veflægt sölukerfi
og hentar einstaklega vel til að
selja vörur eða þjónustu og hafa
góða yfirsýn yfir birgðir, fram-
legð og sölu,“ útskýrir Jóhanna.
Kerfið má nota eitt og sér en
einnig er hægt að nota það með
netverslun frá Smartmedia.
„Það einfaldar málin mikið því
þá þarf aðeins að keyra á einu
kerfi og einum gagnagrunni
sem heldur utan um allt í rekstr-
inum, eins og að halda utan um
birgðir, gefa út reikninga, vsk-
skýrslur, rauntímasölutölur,
setja kostnaðarverð á vörur og
sjá framlegð og fleira skemmti-
legt,“ lýsir hún.
Lausn sem hentar öllum
„Með miniPos getur þú selt hvað
sem er, hvenær sem er, sem gerir
það að verkum að þessi lausn
getur hentað öllum þeim sem
selja vörur og þjónustu, og þá
á ég ekki bara við þá sem reka
verslun og/eða netverslun,“
segir Jóhanna og tekur dæmi:
„Bifvélavirki gæti notað þessa
lausn til að gefa út reikninga,
halda utan um sölutölur og til að
senda vsk-skýrslu og reikninga
beint til endurskoðanda síns.“
Það eina sem fólk þarf til að
nota miniPos er nettenging
ásamt tölvu eða spjaldtölvu.
„Þar sem kerfið er veflægt skipt-
ir ekki máli hvort spjaldtölvan er
iPad eða Android.“
Þjónusta hátt í 400 netverslanir
„Okkur fannst miniPos vera
næsta rökrétta skref fyrir okkar
viðskiptavini enda þjónustum
við hátt í 400 netverslanir í dag,
sem gerir okkur að stærsta að-
ilanum á Íslandi á þessu sviði,“
upplýsir Jóhanna en Smart-
media þróaði miniPos og nýtt
vefumsjónarkerfi eftir fjárfest-
ingu frá Jóni S. von Tetzchner.
„Við viljum halda áfram að
vera leiðandi á þessum mark-
aði með því að koma fram með
nýjar og skilvirkar viðbætur
sem geta hjálpað viðskiptavin-
um okkar að hafa heildarsýn yfir
starfsemi sína og bjóða upp á
lausnir sem hjálpa þeim að vaxa
enn frekar.“
Laga sig að þörfum viðskiptavina
Starfsmenn Smartmedia hafa
gríðarlega reynslu af forrit-
un á ýmiss konar veflausnum.
„Og þar sem við smíðum okkar
eigin lausnir frá grunni, getum
við búið til og bætt við lausnum
alveg eftir þörfum viðskipta-
vina okkar,“ segir Jóhanna. Hún
bendir á að Smartwebber-vef-
umsjónarkerfið hafi farið í gegn-
um gagngerar endurbætur síð-
ustu 12 mánuði. „Við settum ný-
verið í loftið útgáfu númer þrjú
af kerfinu og einbeittum okkur
að því að betrumbæta allt við-
mót og gera kerfið notenda-
vænna og skilvirkara en áður.“
Hafa sjálfbærni að markmiði
Jóhanna segir eitt af markmið-
um Smartmedia vera að gera
netverslanir nánast sjálfbærar.
„Það er til dæmis gert með því að
tengja fjárhagskerfi fyrirtækja
við netverslunina. Þá myndast
brú milli kerfa með upplýsinga-
flæði í báðar áttir. Ef þú pantar
til dæmis vöru á netinu send-
ir kerfið okkar upplýsingar yfir
í kerfi eins og Navision, DK. Þar
stofnast þú sem viðskiptavin-
ur og reikningur verður til. Það
eina sem þú þyrftir síðan að gera
er að taka saman pöntunina.“
Auðvelt að opna netverslun
Jóhanna segir lítið mál að stofna
netverslun hjá Smartmedia, þar
sé í boði bæði staðlað og sér-
hannað útlit. „Þó er mikilvægt
að byrja á því að greina þarf-
ir, vilja og væntingar viðskipta-
vinarins,“ segir hún en mörgum
viðskiptavinum Smartmedia
hefur gengið afar vel að byggja
upp rekstur í gegnum netversl-
unarlausn fyrirtækisins..
„Starfsfólk okkur býr yfir
yfirgripsmikilli reynslu. Við
höfum góða innsýn í markað-
inn og sjáum mikla aukningu í
veltu á milli ára,“ segir Jóhanna
bjartsýn.
Seldu hvað sem er, hvenær sem er
MiniPos er veflægt sölukerfi sem byggir á netverslunarkerfi Smartmedia. MiniPos hentar vel litlum og meðalstórum fyrirtækjum
enda er mjög einfalt að stofna vörur, selja vöru og gefa út reikning. Það eina sem þarf er nettenging ásamt tölvu eða spjaldtölvu.
„MiniPos er hannað frá grunni af starfsmönnum Smartmedia,“ segir Jóhanna Sofía Karlsdóttir. MYND/GVA
26. SEPTEMBER 2015 LAUGARDAGUR
miniPos er í
fullkomnri
tengingu við
netverslanir
Smartmedia
Kynntu þér málið á www.minipos.is
miniPos sölukerfið hentar þínum rekstri
Inniheldur reikninga, birgðakerfi, kostnaðarverð,
framlegð, tölfræði og vsk-skýrslur
seldu hvað sem er, hvenær sem er
3KYNNING − AUGLÝSING Netverlsun og vefsíðugerð