Fréttablaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 36
þetta var ekkert fíkn þetta var bara raunveruleikaflótti. Árið 2006 kemst ég að því að ég er ófrísk og ég hætti bara að reykja, og ekkert meira með það og hef ekkert farið út í það aftur.“ Fannst þér kannabis slá á kækina? „Upphaflega var það pælingin, en það gerði það ekki í mínu tilfelli. Ég man ég hugsaði oft um það, bara, af hverju eru svona margir sem segja að þetta geti slegið á? Af hverju gerist það ekki hjá mér? Nei. Það gerði það ekki. Þannig að ég bara svaf á daginn og reykti á nóttunni. Maður er líka svo framtakssamur í kannabisskýinu,“ segir Elva og skellir upp úr. „Að vísu, einn kostur er sá að maður man alveg hugmyndirnar sínar sem maður getur fengið á meðan maður er að reykja. En maður náttúrulega framkvæmir ekki neitt. Sem betur fer þá held ég að flestir sem fara í eitthvað svona, að almennt sé þetta tímabundið ástand. Kannabis … Þú skaðar í mesta lagi sjálfan þig. Það er svolítið þannig.“ Vill ekki skamma son sinn En á sonur þinn ekki bestu mömmu í heimi þá, mömmu sem þekkir sjúk- dóminn út og inn? „Að vissu leyti er það ábyggilega gott fyrir hann, en að öðru leyti er ég kannski að sýna honum aðeins ,,of mikinn“ skilning. Ég er kannski eftirlátssöm á köflum. Ég til dæmis skamma hann rosalega lítið. Reyndar yfirhöfuð með börn hef ég ekki mikla trú á skömmum. Ég vil ekki skamma börn almennt – ég held að það sé rótgróið í mér því ég var svo upp- full af skömm alla mína barnæsku og unglingsár og fullorðinsár. Ég vil ekki koma þessari skömm að hjá honum og þar af leiðandi vil ég ekki skamma hann mikið. En mín leið hefur meira verið sú að ef hann er að gera eitthvað af sér, þá hunsa ég hann bara þar til hann róast og þá fer ég inn til hans og spyr: Viltu knús? Og þá segir hann: Já. Hann segir alltaf já og svo ræðum við málin. En kannski er þetta ekkert endilega besta leiðin, maður veit það ekkert, það bara kemur í ljós.“ Elva brosir. „Ég reyndi uppeldisnámskeið og ráðgjafa og ég veit ekki hvað og hvað. En þetta er svona mín leið sem ég hef þróað.“ Elva er lífsglöð og hlær mikið, gerir grín að öllu saman. Hún ræðir mikið um fjölskyldulífið, hvernig er að búa á heimili þar sem þrír ein- staklingar þjást allir af áráttu- og þráhyggjuröskun. „Geturðu ímynd- að þér?! Sonur minn er með full- komnunaráráttu og ég get ekkert gert fullkomið þannig að ég er eiginlega orðin vanvirk í heimilisstörfum og eldamennsku. Svo er pabbi að safna öllum fjandanum. Ég er reyndar á lyfjum núna sem hjálpa mér að halda mínum áráttum niðri, en ég missi mig samt alveg stundum. Árátturnar mínar snúast mikið um að telja, eins og núna er ég með nýja áráttu, hún er þannig að ég horfi á ferhyrnda hluti og ég er að telja hliðarnar aftur og aftur og aftur og þarf alltaf að byrja á nýrri hlið. Svo sóna ég bara út. Og fólk segir bara: Elva? Og ég bara horfi.“ Elva skellihlær. „Þetta er alveg glænýtt. Búið að vera kannski í nokkrar vikur og ég tel og tel og tel og er að horfa á sjónvarpið og það er ferhyrnt og ég veit ekkert hvað er í sjónvarpinu einu sinni. En þrá- hyggjan hjá mér hefur svolítið snúið að fólki líka í gegnum tíðina. Ég fæ fólk á heilann, sérstaklega í karla- málum. Þar hef ég alveg sokkið inn í brjálæðislega þráhyggju, það er bara pínlegt að hugsa um það.“ Ástarsambönd beina leið til helvítis Elva segist fúnkera illa í sambönd- um. „Þráhyggjan lýsir sér þannig að ég vil stöðugt vera með viðkomandi, er alltaf að hugsa um hann – ein- hver geðveiki. Enda hef ég ekki verið í sambandi í fimm ár, frá því að ég og barnsfaðir minn hættum saman. Ég ætla ekki þangað aftur. Ástarsambönd hafa aldrei verið neitt skemmtileg hjá mér, heldur fer þetta oft frekar beina leið til helvít- is,“ útskýrir Elva og hlær innilega. „Í dag hugsa ég bara, þetta er ekki þess virði. Kannski ef eitthvað kemur, eitthvað óvænt, en það er ekkert á dagskrá. Ég er ekki að leita.“ Elva segist hætt að bíða eftir kraftaverki, en vonast til þess innst inni að hægt verði að minnka kækina með einhverjum hætti á næstu árum. Kækirnir hafa ágerst mikið með árunum. Árið 2011 fór hún í aðgerð sem átti að breyta lífi hennar. „Ég beið eftir að komast í aðgerðina í eitt og hálft ár. Þetta er sama aðgerð og fólk með Parkinson fer í. Reynslan hefur verið góð með Parkinson-sjúklinga, en með okkur sem glímum við Tourette er þetta enn á tilraunastigi. Ég er sú eina á Íslandi sem hef farið í þessa aðgerð. Maður vonaði auðvitað að þetta myndi minnka kækina. Svo sögðu læknarnir við mig að ef við næðum ekki þeim árangri myndum við prófa aftur eftir ár, stilla betur af. En ég er enn þá að bíða, og það eru fjögur ár síðan.“ Einstakt tilfelli Í aðgerðinni er gangráð komið fyrir í brjóstinu og slöngum og rafskauti í höfðinu, þessu er svo öllu stýrt með tölvu. „Svo er hægt að stilla straum sem mér er gefinn og það á að minnka kæki. Við læknirinn minn höfum sótt um tvisvar sinnum að fara í aðgerð til Svíþjóðar þar sem eru fleiri sérfræðingar um málefnið, en mér hefur verið neitað. Það er þegar búið að henda 20 milljónum í hausinn á mér, en svo á ekkert að gera neitt meira? Það er búið að gera götin, það er búið að koma öllum ósköpunum fyrir inni í hausnum á mér. Formlega svarið er að þetta sé tilraunameðferð og því komist ég ekki að. En það er búið að gera til- raunina á mér, það á að bara eftir að klára dæmið.“ Elva segist ekki nenna að kvíða framtíðinni. „Á meðan ég bý hjá pabba er þetta alveg að ganga. En ég finn það að ég þarf einhvern til að sjá um mig – en það er engin þjónusta í boði. Það er líka af því að ég er svo- lítið einstakt tilfelli. Ég er ein á báti hvað stuðning frá ríkinu varðar, það er bara þannig. En þetta væri líka ógerlegt ef foreldrar mínir og barns- faðir styddu ekki svona við bakið á mér. Það er æðislegt að eiga þau að.“ Hún segir grínið vera sitt helsta vopn í baráttunni. „Það er engin regla að þú þurfir að segja frá öllu þínu í rosalega miklum harmi. Að setja eitthvað fram í gríni er rosa- lega sterkt. Það er svo sterkt af því að það sýnir svo mikið að ég komst af. Ég er þolandi, já, en ég er ekki fórnarlamb.“ ÞRÁHYGGJAN HJÁ MÉR HEFUR SVOLÍTIÐ SNÚIÐ AÐ FÓLKI LÍKA Í GEGNUM TÍÐINA. ÉG FÆ FÓLK Á HEILANN. Elva Dögg trúir ekki á skammir í uppeldi sonar síns, sjálf hafi hún verið uppfull af skömm alla barnæsku og unglingsár. Fréttablaðið/Vilhelm 2 6 . S E P T E M B E R 2 0 1 5 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.