Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2015, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 26.09.2015, Qupperneq 20
EMIL OG IVANOVSKI 8 leikir: 5 sigrar, 2 jafntefli, 1 tap. 17 stig Markatala 14-7. Fjórum sinnum haldið hreinu. BREYTINGASKEIÐIÐ 4 leikir: 0 sigrar, 0 jafntefli, 4 töp. 0 stig Markatala 1-11. Aldrei haldið hreinu. UPPRISAN 8 leikir: 4 sigrar, 4 jafntefli, 0 töp. 16 stig Markatala 20-13. Einu sinnum haldið hreinu. Fótbolti Fyrir tímabilið gáfu Fjölnismenn það út að þeirra mark- mið í ár væri að bæta besta árangur liðsins í efstu deild, sem var 6. sæti og 31 stig sem Grafar vogsliðið náði árið 2008, á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Eftir sigurinn á Víkingi í síðustu umferð var því markmiði náð. Fjölnismenn eru með 33 stig í 5. sæti og það sem meira er, þá er möguleikinn á Evrópusæti enn fyrir hendi en Fjölnir er aðeins þremur stigum frá KR, sem situr í 3. sætinu, þegar tvær umferðir eru eftir. Fjöln- ismenn eiga reyndar eftir að spila við tvö efstu lið deildarinnar, FH og Breiðablik, en þrátt fyrir það hafa Grafarvogsbúar trú á verkefninu. „Við erum í þessu til að vinna en verkefnið er ærið, að fara í Krikann og ætla að gera einhverja stóra hluti. En það er allt hægt í þessu,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, í samtali við Fréttablaðið í gær. Miðað við gengi Fjölnis á undanförnum vikum er ástæða til bjartsýni. Fjölnismenn eru ósigraðir í síðustu átta leikjum sínum, hafa unnið fjóra þeirra og gert fjögur jafntefli. Vörn Fjölnismanna er reyndar ekki jafn sterk og í upphafi móts en sóknarleikurinn er það góður að það hefur engu breytt. Tuttugu mörk skoruð í síðustu átta leikjum gefa til kynna hversu beittur sóknarleikurinn er. Kennie Chopart hefur skorað fimm þessara marka en þessi öflugi Dani hefur farið fyrir þessari þriðju útgáfu Fjölnisliðsins í sumar. Lið Fjölnis í dag er nefnilega talsvert breytt frá því sem hóf mótið. Fjölnir náði í 17 stig í fyrstu átta umferðunum en þá dundu áföllin yfir. Makedónski varnarmaðurinn Daniel Ivanovski hélt til síns heima eftir 3-0 sigur á Leikni og skömmu síðar kölluðu FH-ingar Emil Pálsson til baka úr láni. Fjölnismenn voru því búnir að missa tvær af sterkustu stoðum liðsins út á miðju tímabili. En sem betur fer fyrir þá var félagaskiptaglugginn handan við hornið. Þar náði Ágúst í Chopart, sem spilaði vel með Stjörnunni árin 2012 og 2013, og spænska mið- vörðinn Jonathan Neftali, auk þess sem Illugi Þór Gunnarsson byrjaði aftur að æfa með liðinu. Þessi and- litslyfting leit reyndar ekki vel út í upphafi en Fjölnir steinlá, 4-0, fyrir ÍBV í fyrsta leiknum sem Chopart og Neftali spiluðu. En þessir leikmenn þurftu bara einn leik í aðlögun og eftir þennan skell hafa Fjölnismenn verið á mikilli siglingu og halað inn 16 stig í síðustu átta leikjum. „Það er dálítið erfitt að setja fing- ur á það sem hefur breyst til batnað- ar hjá okkur. Það eru eiginlega leik- mennirnir sem eiga stærstan þátt í þessu. Þetta er mjög góður hópur,“ sagði Ágúst sem viðurkennir að það hafi ekki verið óskastaða að þurfa að byggja upp nýtt lið um mitt mót. „Þetta var dálítil endurskipu- lagning. Það komst rót á þetta og það tók smá tíma að koma þessu í samt lag aftur. Við töpuðum fjórum leikjum í röð og það er ákveðin kúnst að snúa því við,“ sagði Ágúst sem hlakkar til leiksins í dag. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik, að mæta á erfiðasta útivöll landsins og ná í úrslit.“ ingvithor@365.is Vel heppnuð umbreyting Fjölnismenn hafa átt frábært annað tímabil í Pepsi-deildinni. Þeir hafa þegar toppað besta árangur í sögu félagsins og eiga enn góða möguleika á að ná Evrópusæti. Árangurinn er ekki síst eftirtektarverður í ljósi þess að Fjölnir þurfti nánast að byrja frá grunni um mitt tímabil eftir að hafa misst tvo lykilmenn. Þrjár útgáfur Fjölnis í sumar Um helgina olís-deild karla Grótta - ÍBV 23-34 Markahæstir: Aron Dagur Pálsson 5, Daði Laxdal Gautason 4, Þorgeir Bjarki Davíðsson 4 - Theodór Sigurbjörnsson 8, Grétar Þór Eyþórsson 7 Nýliðarnir fengu skell gegn meistaraefnunum. Stephen Nielsen var frábær í marki ÍBV og liðið skoraði 10 mörk úr hraðaupphlaupum. Ellefu leikmenn ÍBV komust á blað í leiknum. Pepsi-deild karla, laugardagur 14.00 FH - Fjölnir Kaplakriki 14.00 Leiknir - KR Leiknisvöllur 14.00 Breiðablik - ÍBV Kóp.völlur 14.00 ÍA - Valur Norðurálsvöllur 14.00 Víkingur - Fylkir Víkin 14.00 Stjarnan - Keflavík Samsung olís-deild kvenna, laugardagur 13.30 Afturelding - HK N1-höllin 14.00 Fjölnir - Selfoss Dalhús 14.00 Fram - Haukar Framhús 15.00 ÍR - ÍBV Austurberg 15.00 KA/Þór - Fylkir KA-heimilið olís-deild karla, sunnudagur 16.00 FH - Akureyri Kaplakriki Það helsta á sportrásunum, laugardagur 11.45 Tottenham - Man City Sport 2 14.00 FH - Fjölnir Sport 14.00 Liverpool - A. Villa Sport 2 14.00 Man Utd- Sunderland Sport3 14.00 Leicester - Arsenal Sport 4 14.00 Barcelona-Las Palmas Bravó 16.30 Newcastle - Chelsea Sport 2 16.30 Veszprém- Flensburg Sport6 18.45 Napoli - Juventus Sport 3 21.00 Pepsi-mörkin Sport Það helsta á sportrásunum, sunnudagur 15.00 Watford - C. Palace Sport 2 18.45 Inter - Fiorentina Sport 3 20.00 Seahawks - Bears Sport Nýjast Skrítið að spila fyrsta leik eftir EM, fyrir tómri höll og engir bilaðir íslenskir áhorfendur. #preseasonstruggle Hörður Axel Vilhjálmsson @Hossiaxel Efri hluti ÍR 8 Haukar 6 Afturelding 6 Valur 6 Fram 4 Neðri hluti ÍBV 4 Grótta 2 Víkingur 2 FH 2 Akureyri 0 Í DAG KL. 13:30 365.is Sími 1817 NÚ ER ALLT UNDIR FH-ingar fá Fjölnismenn í heimsókn í dag klukkan 13:30. Tryggja heimamenn sér Íslandsmeistaratitilinn eða færast Fjölnismenn nær Evrópusætinu? Ekki missa af þessum stórleik á Stöð 2 Sport. 20 Fjölnir hefur skorað 20 mörk í síðustu átta umferðum, flest allra liða. Ingvi Þór Sæmundsson ingvithor@365.is olís-deild kvenna Stjarnan - Valur 23-14 Markahæstar: Stefanía Theodórsdóttir 7/2, Helena Rut Örvarsdóttir 4 - Íris Ásta Pétursdóttir 4, Sigurlaug Rúnarsdóttir 3 Florentina Stanciu var í ótrúlegum ham í marki Stjörnunnar og varði 23 skot (64%) í öðrum sigri liðsins í vetur. Skotnýting Vals í leiknum var aðeins 29%. Grótta - FH 20-12 Grótta er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en meistararnir áttu spiluðu gríðarlega sterkan varnarleik gegn FH. Seltirningar hafa aðeins fengið á sig 48 mörk í fyrstu þremur umferðunum, eða 16 mörk að meðaltali í leik sem er frábær tölfræði. 1.–8. umferð 9.–12. umferð 13.–20. umferð 2 6 . s e P t e m b e r 2 0 1 5 l A U G A r D A G U r20 s P o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð Sport
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.