Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2015, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 26.09.2015, Qupperneq 8
Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka styrkir verkefni á sviði umhverfismála með sérstakri áherslu á endurnýjanlega orku, sjálfbæran sjávarútveg og verndun hafsvæða. Markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar á þessum sviðum. Heildarupphæð úthlutunar er allt að tíu milljónum króna. Nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutunar reglur hans má finna á vef Íslandsbanka. Sækja skal um á vef bankans í síðasta lagi 10. október 2015 islandsbanki.is/frumkvodlasjodur Frumkvöðlasjóður Íslandsbanki auglýsir eftir umsóknum um styrki Umsóknum skal fylgja, eftir því sem við á: • Greinargóð lýsing á verkefninu • Ítarleg fjárhagsáætlun • Upplýsingar um aðra fjármögnun verkefnis • Ársreikningur • Upplýsingar um eignarhald og rekstrarform islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook Dómsmál Sandra Sif Rúnarsdóttir, kærasti hennar og ungbarn bjuggu í leiguíbúð á Ásbrú veturinn 2011-2012. Maðurinn var í námi á Keili en Sandra var heima með barnið í fæðingaror- lofi. Þennan vetur var Sandra dofin og alltaf veik. Litli drengurinn var sífellt með niðurgang og þreifst ekki. Móðir Söndru, Bergljót Snorradóttir, var farin að hafa verulegar áhyggjur af fjöl- skyldunni. „Ég hélt að barnið væri alvarlega greindarskert. Hann var alltaf sljór og dauður til augnanna, mændi bara á mann alveg dofinn þannig að mann langaði að taka hann og hrista hann. Dóttir mín var ekki í neinu ástandi til að sjá það því hún var sjálf hundlasin og dofin,“ segir Bergljót sem heyrði svo af tilviljun umfjöllun um myglusvepp og þá rann upp fyrir henni ljós. Næstu skref voru að fá mygluna stað- festa. Í höndunum hefur fjölskyldan skýrslu frá Heimili og heilsu, Náttúru- fræðistofnun Íslands og heilbrigðis- eftirliti Suðurnesja þar sem staðfest er að myglusveppur var úti um alla íbúð. Heilbrigðiseftirlitið dæmdi íbúðina óíbúðarhæfa. Fjölskyldan flutti út úr íbúðinni og það kom fljótt í ljós að drengurinn gat ekki verið í kringum nein húsgögn, fatnað eða annað úr íbúðinni. Því var allri búslóðinni skellt í geymslu. Saknæm háttsemi við útleigu Fjölskyldan bað leigufélagið að koma til móts við sig til að kaupa nýja búslóð en samningar náðust ekki. Þá ákvað fjölskyldan að fara í mál við leigufélag- ið, málið var tekið fyrir 15. september síðastliðinn og niðurstöðu er að vænta á næstu vikum. Gunnar Ingi Jóhanns- son hæstaréttalögmaður segir að krafist sé bóta vegna innbús og endurgreiðslu á leigu. „Krafan er byggð á því að leigufélagið vissi eða mátti vita að þessi eign væri ekki hæf til útleigu. Þegar fjölskyldan tók við íbúðinni gerðu þau athuga- semd við rakaskemmdir á baðherbergi. En það var ekkert gert í málunum,“ segir Gunnar. Málið er því byggt á því að leigusali hafi sýnt af sér saknæma háttsemi við útleigu. „Það kom líka í ljós við skýrslutöku að þeim er kunnugt um byggingargalla á húsnæðinu sem leiða af sér raka og sveppi. Enda hafa komið upp mörg myglusveppamál á Ásbrú. Þeir vita vel af vandanum.“ Gunnar Ingi segir málið geta orðið fordæmisgefandi. „Í þessu máli liggur fyrir matsgerð frá dómkvöddum mats- mönnum og svo eru sérfræðimeðdóm- endur sem hafa þekkingu á viðfangs- efninu. Niðurstaðan ætti því að vera leiðbeinandi.“ Kostar um þrjár milljónir Bergljót móðir Söndru greiðir máls- kostnaðinn. Fjölskyldan hafði engin ráð til að gera það sjálf enda nemar og ekki með mikið á milli handanna. Sandra segir að þannig sé staðan á mörgum á Ásbrú. „Ásbrú er alræmdur myglustaður. Meira að segja starfsmað- ur hjá félaginu sagði við okkur að hann vonaði að við myndum vinna því hann væri orðinn þreyttur á að standa fyrir framan fólk og ljúga upp í opið geðið á því,“ segir Sandra og bætir við að fólk verði máttlaust gegn stóru leigufélagi. „Mamma tók þetta í sínar hendur og þegar hún sagði stjórnendum leigu- félagsins að hún ætlaði í mál var hlegið framan í hana og sagt að félagið hefði her lögmanna á bak við sig. Það er ekki skrýtið að fólk sé hrætt við þennan slag,“ segir Sandra. Móðirin segir að hún hætti ekki fyrr en sigur sé í höfn. „Þegar ég komst að því að þessi viðbjóðslegu veikindi væru af mannavöldum og vanvirðingu við íbúa þá ákvað ég að fara með þetta lengra. Ég mun frekar selja ofan af mér en að láta koma svona fram við börnin mín – og fólk yfirhöfuð,“ segir Bergljót en málið hefur kostað að minnsta kosta þrjár milljónir. Þar ber helst að nefna dómskvadda matsmenn, skýrslur og sýnatökur ásamt lögfræðikostnaði. Mennskur myglumælir Sandra segir erfitt að sjá umfjöllun um myglusvepp í fjölmiðlum þar sem talað er um þolendur sem blóðsugur sem vilji bætur. „Barnið mitt er mennskur myglu- mælir í dag. Hann fær einkenni um leið og hann stígur inn í hús með vott af myglu. Einnig er hann með sjaldgæf- an taugasjúkdóm og þar sem myglu- sveppur ræðst á taugakerfið gætu verið tengsl þarna á milli. Fyrir utan að hafa misst aleiguna og verið á vergangi þá höfum við mætt hrikalegu skilnings- leysi og hroka frá leigusölum,“ segir Sandra og játar að lífsreynslan öll hafi verið afar erfið. „Ég myndi því ekki segja að þetta væri auðveldur bóta- peningur. Ég gæfi allt til að hafa aldrei farið inn í þessa íbúð.“ erlabjorg@frettabladid.is Hélt að barnið væri greindarskert Fjölskylda sem bjó á Ásbrú fór í mál við leigufélagið vegna myglusvepps. Á átta mánuðum hrakaði heilsu ungbarns verulega og það lét á sjá. Krafan er byggð á því að leigufélagið vissi eða mátti vita að þessi eign væri ekki hæf til út- leigu. Þegar fjölskyldan tók við íbúðinni gerðu þau athugasemd við rakaskemmdir á baðher- bergi. En það var ekkert gert í málunum. Gunnar Ingi Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður Meira að segja starfsmaður hjá félaginu sagði við okkur að hann vonaði að við myndum vinna því hann væri orðinn þreyttur á að standa fyrir framan fólk og ljúga upp í opið geðið á því. Sandra Sif Rúnarsdóttir, fyrrverandi leigjandi á Ásbrú Þegar ég komst að því að þessi viðbjóðslegu veikindi væru af mannavöldum og vanvirðingu við íbúa þá ákvað ég að fara með þetta lengra. Ég mun frekar selja ofan af mér en að láta koma svona fram við börnin mín – og fólk yfirhöfuð. Bergljót Snorradóttir, móðir Söndru Fjölskyldan bjó einn vetur á Ásbrú sem eru íbúðir fyrir stúdenta. Fréttablaðið/Heiða Sigurður rúnar horaðist gífurlega og var sljór til augnanna á þessum tíma. Þessi mynd var tekin eftir hálfs árs búsetu á Ásbrú. 2 6 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 l A U G A r D A G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.