Fréttablaðið - 26.09.2015, Síða 16

Fréttablaðið - 26.09.2015, Síða 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Gunnar Mín skoðun Jón Gnarr Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Ég hef verið að kljást við þennan mann alla ævina. Hann var pabbi minn, kennari, og strætóbíl­stjóri. Hann hefur verið yfirmaður minn. Hann hefur verið yfirvald sem hefur haft líf mitt og örlög í höndum sér. Hann hefur skilgreint mig. Hann hefur haft vald til að móta framtíð mína. Hann er stjóri. Hann stjórnar. Ég hef oft séð hann í sjónvarpinu, arka áfram á flugvöllum og halda messur. Hann kann að messa yfir öðrum. Ég hef séð hann keyra um í bílnum sínum á veginum sem var aðallega lagður fyrir hann. Ég hef heyrt hann halda ræður. Fátt finnst honum skemmtilegra en að halda ræður um sig sjálfan, nema ef vera skyldi að taka við viðurkenningu frá sjálfum sér. Ég hef séð myndir af honum í blöðum. Ég hef heyrt viðtöl við hann í útvarpinu. Ég hef séð hann standa upp á fundum og hrópa eitthvað með krepptan hnefann á lofti. Ég hef séð hann hella sér yfir fólk og oft sjálfur lent uppá kant við hann, yfirleitt í öðrum en nokkrum sinnum jafnvel í sjálfum mér. Ég hef séð hann ryðjast framfyrir í röðum. Ég hef oft hrokkið við þegar hann lemur í borðið. Hann er hörkulegur á svip. Í hans augum eru allir sem eru ekki sammála honum eintóm fífl og fávitar. Sérstaklega konur. Það gilda ein lög fyrir hann en önnur fyrir alla aðra, enda fann hann þau upp. Hann sýnir vandlætingu sína með svipbrigðum og orðum. Hann er alltaf í fullum rétti. Hann veit allt betur en allir aðrir og hefur alltaf rétt fyrir sér. Hann fær aldrei nóg, ekki einu sinni af sjálfum sér. Hann kann ekki að skammast sín, veit ekkert hvað það er. En hann er fyrstur til að segja öðrum að skammast sín. Allir eru jafnir nema sumir Óþreytandi veður hann áfram og er alveg sama þótt hann rekist stundum utaní aðra eða meiði og skaði með framkomu sinni. Hann er ekkert mikið að pæla í öðrum. Þeir skipta hann engu máli. Hann vill bara fá sitt og fyrir sig. Hann trúir því að ef hann fái allt sem hann vill þá muni aðrir sjálfkrafa njóta góðs af því. Hann svífst einskis til að ná markmiðum sínum. Hann hikar ekki við að ljúga, blekkja og stela. En þegar hann stelur þá er það ekki þjófnaður heldur sanngirni, eða réttlæti. Í versta falli ákveðinn dómgreindarbrestur. Stundum verður hann ljúfur eins og lamb og verður þá gjarnan verndari og málsvari Réttlætisins. Þá talar hann mikið um hluti eins og skyldur, samstöðu, öryggi og sanngirni. Hann trúir á Guð og að Hann hafi aðal­ lega skapað heiminn fyrir sig. Kóngurinn á landinu bláa Ég hef stúderað hann og fylgst með honum af ótta­ blöndnum áhuga frá því að ég var barn. Ég hef oft hitt hann og rætt við hann. Hann mætir í heitu pottana í laugunum og í fjölskylduboð og á húsfundi. Stundum kemur hann meira að segja útí búð. Honum finnst gott að fá sér neðaníði og fer þá gjarnan á veitingastaði og veitingahús þar sem hann fær þá þjónustu sem hann svo einlæglega telur sig hafa rétt á. Þá talar hann hátt, segir brandara og hlær hátt að honum sjálfur. Hann er kóngur og aðrir eru þjónustulið. Honum finnst gaman að klæða sig í allskonar búninga og taka myndir af sér, jafnvel með skikkju og hleður þá á sig öllum medalí­ unum sem hann hefur fengið frá sjálfum sér fyrir hin ýmsu afrek. Þá brosir hann dauft og það má jafnvel greina auðmýkt í augum hans. Hann er útum allt. Ég hitti hann mikið þegar ég vann hjá Reykjavíkur­ borg. Þá hitti ég hann á hverjum degi. En við náðum aldrei neitt sérstaklega vel saman. Freki kallinn. Hann er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Hann hefur mikil völd. Og hann er ekki að fara að láta þau af hendi. Hann fékk þau í sængurgjöf frá mömmu sinni og Guði þegar hann fæddist. Lögin eru hans megin, bæði Guðs og manna. Það eru fáir sem þora að andmæla honum eða standa í vegi fyrir honum, hvað þá að standa uppí hárinu á honum. Því hver vill lenda í honum? Hver vill sjá stingandi augnaráðið beinast að sér, heyra háðs­ glósurnar og hótanirnar? Hans réttlæti er óréttlæti. Hver vill vera óvinur hans og finna fyrir reiði hans? Ákaflega fáir. Hann er jú einu sinni valdamesti maður á Íslandi. Freki kallinn MIÐASALA ER HAFIN Á TIX.IS EYÞÓR INGI · MAGNI · VALDIMAR · SALKA SÓL ÁSAMT SÉRSVALINNI ROKKSVEIT UNDIR STJÓRN JÓNS ÓLAFSSONAR HÁSKÓLABÍÓ 31. OKTÓBER Í REYKJAVÍK VEGNA FJÖLDA ÁSKORANNA! Á dögunum voru birtar tilkynningar um nýsamþykkt lög á Alþingi. Mest fór fyrir umfjöllun um lög um stöðugleikaskatt svo og áætlun stjórnvalda um úrlausn slitabúa gömlu bankanna og afnám gjaldeyrishafta. Minna fór fyrir viðbótum við lög um fjármálafyrir­ tæki. Í þeim fólst að frestur til að lýsa svokölluðum búskröfum í þrotabú gömlu bankanna skyldi renna út þann 15. ágúst – sex vikum eftir að lögin voru auglýst. Búskröfur verða til á hendur slitastjórnum á meðan á skiptum stendur, sem sagt ef slitastjórnin gerir eitt­ hvað á hlut einhvers á þetta að tryggja að viðkomandi geti fengið tjón sitt bætt af fjármunum búsins. Fyrir breytingu hefði verið hægt að lýsa kröfum sem þessum fram að kosningu um samþykkt nauðasamnings. Samkvæmt fréttum var það slitastjórn Kaupþings sem beitti sér fyrir því að fresturinn yrði þrengdur. Augljóst er hvað vakti fyrir slitastjórninni. Breski fasteignamógúllinn Vincent Tchenguiz hefur undan­ farin ár staðið í málaferlum í Bretlandi á hendur Kaup­ þingi og öðrum. Krafa hans hleypur á hundruðum milljarða króna – umtalsvert hlutfall af heildareignum Kaupþings. Ljóst er að bæði slitastjórnin og aðrir kröfuhafar hafa hag af því að krafa Tchenguiz komist ekki að. Tíðindin af því að slitastjórn Kaupþings hafi beitt sér fyrir því að þrengja frestinn eru hins vegar ótrúleg, og benda til þess að slitastjórnin gangi erinda tiltekinna hópa kröfuhafa, eða láti persónulega heift gagnvart Tchenguiz ráða för. Enn ótrúlegra er að Alþingi hafi látið undan slíkum þrýstingi og sett lög til að útiloka einn tiltekinn mann frá ferlinu. Slitastjórnir bankanna hafa sætt gagnrýni. Þekkt eru dæmin um óhóflega háar þóknanir. Rökin eru að störfin séu ekki bara tímafrek og erfið, heldur feli þau í sér fjárhagslega áhættu. Upp geti komið tilvik þar sem slitastjórnarmenn þurfi að bera persónulega ábyrgð á mistökum. Fregnir hafa borist af því að slitastjórn Glitnis hafi sett til hliðar sérstakan sjóð til að mæta slíkum skakkaföllum. Aðgerðir Kaupþingsmanna í tengslum við ofangreint mál benda til þess að ekki séu miklar áhyggjur af því að verða fyrir persónulegum fjárútlát­ um í tengslum við skiptin. Vafalaust eru slitastjórnar­ menn tryggðir í bak og fyrir. Persónulega áhættan er engin og réttlæting ofur­ kjaranna horfin. Eitt er að slitastjórnarmenn láti misnota sig með þessum hætti, en annað og alvarlegra er að Alþingi spili með. Hvort þar ráði barnaskapur eða brotavilji er erfitt að segja. Hvort tveggja væri áhyggjuefni. Barnaskapur eða brotavilji? Slitastjórnir bankanna hafa sætt gagnrýni. Þekkt eru dæmin um óhóflega háar þóknanir. Rökin eru að störfin séu ekki bara tímafrek og erfið, heldur feli þau í sér fjárhagslega áhættu. 2 6 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r16 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.