Fréttablaðið - 26.09.2015, Síða 18

Fréttablaðið - 26.09.2015, Síða 18
Aðkoma almennings að ákvörðunum um eigin mál, gagnsæ stjórnsýsla, ný stjórnarskrá og endalok spillingar eru samfélagsbreytingar sem stór hluti kjósenda vill sjá og telur Pírata líklegasta til að koma á. Ekki þarf að efast um góðan vilja, en það eru margar gildrur á langri leið. Og ekki er auðvelt að sjá til botns í gruggugum málum, frekar en í vatnsmikilli jökulá eins og Þjórsá. Í vor samþykkti Alþingi að setja í nýt- ingarflokk virkjun sem færir á kaf mynni náttúruperlunnar Þjórsár- dals og eykur líkur á því að öll Þjórsá í byggð verði virkjuð í andstöðu við íbúa svæðisins og marga sem því tengjast. Píratar misstu þar af tækifæri til að standa með almenningi gegn ofurefli og ógagnsærri stjórnsýslu. Þingmenn Vinstri grænna og einn frá Bjartri framtíð, voru þeir einu sem greiddu atkvæði gegn virkjun. Aðrir studdu nýtinguna eða sátu hjá og báru jafnan við fagmennsku rammaáætlunar. En fyrst og fremst var Hvammsvirkjun fórnarkostnað- ur til að losna undan öðrum frekju- tillögum stóriðjuflokkanna – í bili. Fátt faglegt og ekkert gagnsætt Píratar mega vita að fátt er faglegt og ekkert gagnsætt við aðdraganda virkjana Þjórsár í byggð. Þar hefur árum saman staðið stríð Lands- virkjunar við fólk, sem ekki vildi láta af hendi umhverfi og náttúru sem er hluti af því sjálfu. Laun- aðir starfsmenn orkugeirans stýrðu umræðunni, en hinumegin borðs var fólk sem þurfti að verjast ágangi Landsvirkjunar í frítímanum og kosta varnirnar sjálft. Fólk sem á minni aðgang að fjölmiðlum, en stjórnmálamenn, forstjórar stór- fyrirtækja og oddvitar sem telja sig geta grætt á virkjun. Mótvægisaðgerðir voru ekki spar- aðar. Sumir kölluðu þær mútur. Þar gat Landsvirkjun, fyrirtæki í eigu fólksins í landinu, notað almannafé til að þagga niður gagnrýni, láta vinna einhliða skýrslur, smyrja sveitarstjórnir með liðkunarfé og kaupa upp eða kæfa andstöðu sem tafði fyrir. Allt einkennist þetta af þeirri pólitík sem Píratar segjast vilja vinna gegn. Því er ástæða til að biðja stjórn Pírata, kapteininn og alla hina um að kynna sér atburða- rásina sem leiddi okkur þangað sem við stöndum nú. Að leyfisbréfi Alþingis til að gera árás á náttúru og fólk í fámennri byggð. Nú er eina vonin að gert verði nýtt umhverfismat sem tekur til fleiri þátta en gamla matið frá því fyrir tólf árum. Landsvirkjun finnst nýtt mat óþarfi og vill virkja strax. Og hefur keypt skýrslu til að styðja þá skoðun. En hverjir eiga að borga fyrir skýrslurnar sem styðja vernd- un? Virkjanastefnan snýst nefnilega um fleira en umhverfi og náttúru. Hún er risavaxið lýðræðis-, samfé- lags- og mannréttindamál, þar sem reynir á flest helstu gildi sem þarf að virða í góðu og opnu samfélagi. Til Pírata um gagnsæi og stjórnsýslu Stór hluti aldraðra nú, 67 ára og eldri, er fullfrískur og vinnufær og það er ekki gáfulegt að kasta vinnuframlagi hans fyrir róða. Það er verðmætasóun fólgin í því að nýta ekki starfskrafta fólks með því að líta á alla aldraða sem óvinnu- færa og gagnslausa. Afskráður ónýtur var sagt um bíla þegar ég var að vinna hjá Sjóvá áður en þeir fóru á haugana. Afstaðan til gamals fólks minnir stundum á þetta. Það heyrir til undantekninga að talað sé við gamalt fólk í fjölmiðlum (nema þá til að tala um gamla daga, helst í sveitinni) og það þótti til skamms tíma ekki taka því að hafa fólk yfir sextugu með í skoðanakönnunum. Það er ekki skynsamlegt að loka fólk inni í hólfum – þvert á móti á að opna samfélagið fyrir öllum burtséð frá því á hvaða aldri þau eru. Aldraðir, þ.e. fólk á aldrinum 67 til 85 eða 100 ára, er ekki einsleitur hópur, ekki frekar en fólk milli 47 og 70 ára eða 27 og 50 ára. Við eigum það eitt sameiginlegt að við höfum náð ákveðnum aldri sem er skil- greint í lögum sem öldrun. Annað er það ekki. Hópurinn er margbreyti- legur hvað varðar afkomu (sumt efnaðasta fólk landsins er í þessum hópi), heilbrigði: andlegt og líkam- legt og félagslegt. Vinnuframlagið sést ekki Vinnuframlag eldra fólks sést ekki sem heild eftir að það hefur yfirgefið vinnumarkaðinn. Hvað ætli standi í hagtölum um aldr- aða sem eru að þeytast um með barnabörnin sín í tónlistartíma og íþróttir, að passa á kvöldin eða um helgar, eða þegar þau eru veik? Þetta vinnuframlag er oft for- senda þess að yngra fólk geti skilað vinnuframlagi sínu. Vinnuframlag yngra fólksins er metið á hagtölum samfélagsins, vinnuframlag eldra fólksins er hvergi metið á heildar- skalana sem allir eru alltaf að horfa á – en börnin meta vissulega störf okkar að ekki sé minnst á barna- börnin. Hópur aldraðra er líka mismun- andi eftir búsetu. Hvernig er búið að öldruðum utan höfuðborgar- svæðisins? Hvernig líður einstæðu fólki, konum og körlum? Allt þetta þarf að skoða og rannsaka og ekki að afgreiða aldraða eins og þeir séu einhver óskiljanlegur klumpur sem er baggi á samfélaginu. Við höfum oft tekið málin í okkar hendur. Við erum virk í samfélaginu, þótt við séum ekki endilega eftirsótt á vinnumarkaði, margir eldri borgarar hreyfa sig markvisst, vitandi að það hefur jákvæð áhrif á heilsuna, öll nám- skeið eru yfirfull af gráhærðu fólki í endurmenntun. Og gamalt fólk er menningarneytendur á háu stigi, það sést svo ekki verður um villst á tónleikum og leikhúsum – já, og myndlistarsýningum. Við viljum bæta lífi við árin, ekki bara árum við lífið. Það er sagt að annað hvert barn sem fæðist á þessari öld geti búist við því að verða 100 ára! Þessi viðbótarár vilj- um við nota með því að vera með í samfélaginu með virkri þátttöku og ábyrgð á okkur og umhverfi okkar. Eins og aðrir. Aldraðir vilja ekki vera byrði. Aldraðir vilja ekki vera byrði Hvernig deyja tungumál?“ spurði Linda Björk Mark-úsardóttir í titli greinar hér í Fréttablaðinu fyrir um tveim- ur vikum. Þeim fjölgar dag frá degi sem átta sig á því að nýrrar hugs- unar, rannsókna og nýsköpunar er þörf, en umfram allt ákveðinna fjárfestinga, ef við ætlum að gera íslenskunni kleift að spjara sig í þeirri tæknibyltingu sem við nú lifum. Úlfar Erlingsson frá Google tal- aði skorinort að þessu leyti í við- tali á Rás 2 í Helgarútgáfunni þann 13. september. Það gerðu einnig margir frummælendur um málið á ársfundi Árnastofnunar í maí síðastliðnum, eins og m.a. Ólafur Sólimann hjá Apple, og nú nýverið heyrði ég Orra Hauksson, forstjóra Símans, lýsa því yfir að breyting- arnar gerðust á slíkum ógnarhraða að glugginn sem enn væri opinn fyrir íslenskuna til að smokra sér inn í framtíðina og nettengdu heimilistækin myndi einfaldlega lokast eftir um fimm ár. Þegar við ræðum íslenska tungu örlar stundum á verndarhyggju og oflæti. En ekkert er jafn fjarri sjálfu móðurmálinu. Íslensk- an hefur aldrei dafnað innan verndar múra; hún hefur breyst með okkur sjálfum og í samræðu við önnur tungumál. Hún er ein- faldlega okkar daglega mál, eins og Guðmundur Andri Thorsson lýsti svo vel í mánudagsgrein sinni þann 21. september. Þegar við lesum og notum orðin sem hafa slípast í okkar eigin munni tengj- umst við sögu og minningu kyn- slóðanna, landinu sjálfu, veðrinu, gleði og sút – en hún flytur okkur ekki síður til annarra landa. Hún var í farangri vesturfaranna og á hverjum degi fangar hún sköpun okkar og reynslu. Nú lifum við hinsvegar alveg nýja tíma. Íslensk tunga þarf vængi til að fljúga inn í heim tækninnar. Sá heimur krefst þess að við tölum við snjallsímana, bílana okkar, ísskápa og kaffivélar – ekki síður en við hvert annað í tölvunum sjálfum; en hann opnar málinu líka ónumin lönd. Viljum við þá tala íslensku? Eða verður til ný stéttaskipting í þessu landi þegar þeir sem kunna ensku ekki nægi- lega vel verða málstola frammi fyrir heimilistækjunum sínum? Við höfum fimm ár Verkefnið sem við nú stöndum frammi fyrir snýst ekki um mál- vernd, það snýst um landnám. Aðrar þjóðir hafa staðið í svipuð- um sporum og brugðist við á einn veg; með því að fjárfesta í eigin móðurmáli, í þróaðri máltækni, talgervlum og alls kyns þýðinga- tólum sem opna móðurmál þeirra jafnt fyrir ensku sem og öðrum tungum. Það er í hendi okkar kynslóðar, þeirra sem nú sitja á þingi og bera ábyrgð á fé almennings, hvort okkur takist að gera íslenska tungu fleyga um himinhvolf tækn- innar. Við höfum fimm ár. Við vitum nákvæmlega hvað þarf að gera. Nefnd um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni skilaði mennta- og menningarmálaráð- herra greinargerð í lok síðasta árs sem birt er á vef ráðuneytisins. Þar eru verkefnin rakin, hve langan tíma þau taka ásamt drögum að kostnaðaráætlun. Við þurfum að fjárfesta um hálfan annan milljarð til að gera íslenskuna fullfleyga í þessum nýja heimi. Það svarar um 300 milljónum á ári næstu fimm árin. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú liggur fyrir er lagt til að 30 milljónum verði varið í svokölluð máltækniverkefni. Nú spyr ég okkar ágætu þing- menn og ráðherra: höfum við efni á því gera ekki betur? Tíminn er að renna frá okkur. Höfum við efni á því að glata tungunni og þeirri menningarlegu fjölbreytni sem hún geymir? Það getur verið gæfumunur á 30 og 300 milljónum. Gæfumunurinn: 30 eða 300 milljónir? Árið 1976 kom þýskur rann-sóknarlögreglumaður að nafni Karl Schütz til Íslands vegna Geirfinnsmálsins. Skömmu seinna birtist skopmynd af honum með hakakrossi í Morgunblaðinu. Hann sætti sig ekki við það og fór í mál vegna þess að þetta þykir hin mesta móðgun við Þjóðverja sem hægt er að hugsa sér. Hæstiréttur dæmdi svo rit- stjórnina til að greiða honum bætur þó að teiknarinn sjálfur hafi verið sýknaður. Ég er Þjóðverji og hef búið á Íslandi í 15 ár. Fyrstu árin gat ég verið mjög sár yfir lélegum nasistabröndurum og enn lélegri og óviðeigandi nas- istasamlíkingum. Stundum var vísað til meints húmorsleysis Þjóðverja þegar ég hló ekki að slíkum brönd- urum. Svona eins og svart fólk – eða blámaður? – hlær ekki að niggara- bröndurum þegar þeir eru sagðir af hvítu fólki. Þetta er flókið og vand- meðfarið mál. Langoftast hef ég þó tamið mér með árunum að hugsa í hljóði um vanþekkingu, ónærgætni og áhugaleysi um sögu og framþróun Þýskalands. Fyrir utan Suður-Afríku hefur nefnilega ekkert land unnið eins mikið í því að læra af sögu sinni og Þýskaland, svo mikið, að ég ólst upp með því hugarfari að það mætti ekki vera gaman að vera Þjóðverji, að saklaus þjóðernisvitund eins og við upplifum hér 17. júní eða eftir sigur í handboltanum var ekki í boði þá, þó miklar breytingar hafi orðið á síðustu árum. Ímyndaðir nasistar Sl. þriðjudag vísaði borgarfulltrú- inn Áslaug María Friðriksdóttir til ímyndaðra nasista í borgarstjórn í umræðunni um tillögu meirihluta borgarinnar um sniðgöngusam- þykktina. Næsta dag kom víst hálf afsökunarbeiðni á Facebook-síðu hennar þar sem hún segist sjá eftir að hafa sagt þetta, en segir samt að í rauninni ætti hún ekki að þurfa að biðjast afsökunar af því að hún gerði eiginlega ekkert rangt. Það sem hún virðist ekki gera sér grein fyrir er að hún, og aðrir sem nota slíka orðræðu svona léttvægt í engu samræmi við tilefnið, er að hún sýnir ekki bara mér persónulega og félögum mínum vanvirðingu, heldur líka öllum þeim 6 milljónum gyðinga sem týndu lífi í útrýmingarbúðum nasista. Ég sat þennan fund og undir þessum lítt dulbúna samanburði minna starfa við nasista. Fundurinn snerist í huga minnihlutans aðal- lega um það hvaða verðmiða mætti setja á mannréttindi. Af málflutningi Áslaugar hefði mátt halda að Sjálf- stæðisflokkurinn væri til í að selja jafnvel Auschwitz ef einungis væri nóg að græða á því. Ég er ekki þeirrar skoðunar, einmitt af því að ég er í dag stoltur Íslendingur af þýskum upp- runa. Góða fólkið sem sagt. Auschwitz til sölu Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar Guðrún Ágústsdóttir formaður öldungaráðs Reykjavíkur Björg Eva Erlendsdóttir í Sól á Suðurlandi Píratar mega vita að fátt er faglegt og ekkert gagnsætt við aðdraganda virkjana Þjórsár í byggð. Fyrstu árin gat ég verið mjög sár yfir lélegum nasista- bröndurum og enn lélegri og óviðeigandi nasistasam- líkingum. Tíminn er að renna frá okkur. Höfum við efni á því að glata tungunni og þeirri menningarlegu fjölbreytni sem hún geymir? 2 6 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r18 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.