Fréttablaðið - 26.09.2015, Page 28

Fréttablaðið - 26.09.2015, Page 28
því. Davíð drullaði sér nú mun fyrr en ég í meðferð. Ég þrjóskaðist við það lengi. Þegar við vorum að skemmta vorum við alltaf með hátt borð nálægt mæknum þar sem við vorum með bjór. Vorum bara fullir, rifum kjaft og fannst það voða flott en það er kannski flott þegar maður er 28 ára en ekki fimmtugur. Og alveg hættur að ráða við þetta. Þetta er mjög skrítinn sjúkdómur,“ segir hann. Eftir að það fór að róast hjá Steini í uppistandinu fór hann að talsetja teiknimyndir og skellti sér í Leið- sögumannaskólann en vann alltaf við smíðar líka þangað til eftir hrun. Í dag hjólar hann um borgina með ferðamenn milli þess sem hann tal- setur teiknimyndir. „Ég útskrifaðist úr Leiðsöguskólanum í Kópavogi árið 2010. Ég er mest á sumrin að hjóla með fólk og blanda þessu svo- lítið saman, uppistandi og leiðsögn. Það eru mörg tækifæri þarna með öllum þessum fjölda ferðamanna.“ Oft hjólar hann upp í 100 kílómetra á dag. „Þetta er bara minn ferðamáti. Þegar maður er kominn í form þá er þetta ekkert mál. Til hvers að vera á bíl þegar maður getur hjólað?“ segir Steinn sem hjólar milli Hafn- arfjarðar og Reykjavíkur í nánast öllum veðrum. „Á góðum degi þá er ég kannski 30–45 mínútur að hjóla til Reykjavíkur. En ef það er snjór og norðanátt og svona getur þetta farið upp í klukkutímann.“ Sjálfsblekkingin öflug Eins og áður sagði urðu kaflaskil í lífi Steins þegar hann hætti að drekka fyrir rúmu ári. Þetta var ekki fyrsta tilraunin sem hann gerði til þess. „Ég gerði tilraun 2011, þá fór ég voða vitlaust í þetta og leið mjög illa þann tíma sem ég var edrú. Þá fór ég á Vog í 10 daga og ekkert meir. En í fyrrahaust fór ég á Voginn og svo á Staðarfell. Alvörumeðferðin var þarna á Staðarfelli. Að vera þarna í haustlitunum var mjög gott og endurnærandi. Þetta er ofboðslega fallegur staður og sjarmerandi.“ Hann segir drykkjuna hafa tekið yfir líf sitt og allt annað kom á eftir en því hafi hann ekki áttað sig á. „Sjálfsblekkingin er svo öflug. Maður er bara helsjúkur. Svo koma tímar sem maður viðurkennir þetta og þá er mikið vonleysi, samviskubit yfir því sem þú ert búinn að gera öðrum. Menn segja oft að þetta komi engum við, þetta er bara ég, en þetta er ekki þannig. Það eiga allir einhverja fjöl- skyldu og vini og þeir þjást út af þessu. Og þá kemur upp hjá alkó- hólistum svona sjálfsvorkunn og sjálfsmorðshugleiðingar,“ segir hann og viðurkennir að hafa sjálfur verið þannig þenkjandi á tímabili. „Ég hugsaði hvernig ég gæti gert þetta frekar sársaukalaust og á auðveldan hátt. Ég fann nú aldrei neina lausn á því en maður var svona aðeins að vorkenna sér og íhuga það.“ Hann segir mikla orku og einbeitingu hafa farið í drykkjuna. Líf hans breyttist mikið þegar hann hætti að drekka. „Fyrst urðu alveg stórkostlegar breytingar. Ég Þeir Steinn Ármann og Davíð Þór nutu mikilla vinsælda sem Radíusbræður. Steinn er mikill hestamaður en þurfti að hætta í hestamennskunni því hann hafði ekki lengur efni á því að sinna því áhugamáli sínu. Hér er Steinn með sonum sínum þeim Huga og Tuma fyrir nokkrum árum en þeir eru 21 og 23 ára í dag. Steinn og Jenný á brúðkaupsdaginn. Steinn er spenntur fyrir framtíðinni og segir mörg tækifæri í ferðamannabrans an um þó hann myndi gjarnan vilja leika meira í leikhúsunum. FRéTTablaðið/STeFÁn ↣ Við Vorum hálfpartinn frumkVöðlar í þessu. Dónalegri og kjaft- forari en áður hafði tíðkast. það Var ekki um auðugan garð að gresja í þessu gríni þannig að það Varð alVeg ofboðslega mikið að gera hjá okkur. í Dag hefur þetta breyst. það er orðið jafnVel smá Vesen að koma sér inn í þennan bransa. gerði svona prógramm fyrir daginn. Skipti deginum í þrennt, vinna einn þriðji, áhugamál einn þriðji og svo hvíld einn þriðji. Og fór svona frekar rólega í gang vinnulega séð en var þó alltaf að lesa inn á teiknimyndir sem ég er enn að gera. Þannig að ég fór að hreyfa mig rosalega mikið og það gerði mér mjög gott. Ég byrjaði á Staðarfelli að labba mjög mikið og þegar ég kom í bæinn fór ég að synda, labba og hjóla mikið. Svo fóru bara góðir hlutir að gerast. Ég fékk þetta hlutverk í Þjóðleik- húsinu. Mér fannst það æði og það gekk mjög vel,“ segir hann og á þar við hlutverk í Fjalla-Eyvindi. Steinn hafði lengi vitað að hann þyrfti að hætta að drekka. „Það var búið að segja mér það og ég vissi það. Það var búið að vera aftast í huga mér að þetta gengi ekki. Ég væri bara að drepa mig. Þegar læknirinn á Vogi var að útskrifa mig, spurði hann mig hvað ég væri gamall, ég sagði honum það og þá sagði hann að þetta væri akkúrat rétti tíminn fyrir mig til að hætta því ég væri ekki kominn með neinar lifrarskemmdir eða skemmd- ir í brisið. Verandi á þessum aldri og ef ég hefði haldið svona áfram þá hefði brisið farið að gefa sig og lifrin farið að kvarta.“ Lítur þú hlutina öðruvísi í dag? „Já og nei. Lífið breytist í raun og veru ekkert. Þú getur breytt sjálfum þér en ekki öllum hinum. Þú getur bara breytt því hvernig þú sérð hlutina. Svo er endalaus barátta við að vera ekki neikvæður, vera jákvæður, hamingjusamur og frjáls. Allir þessir frasar. En það er voða auðvelt að detta í það að vera neikvæður og allir eru á móti manni. Þá verður maður bitur og ef maður leyfir þessu að þróast þá er það bara komið í það að þú ert bara fallinn aftur. Maður verður að fara á fundi, vinna pró- grammið sitt og vera jákvæður.“ Íhugaði að gerast útigangsmaður Steinn segir stutt í þessar svokölluðu glansmyndir af áfengisneyslu og auðvelt sé að selja sér að það sé nú í lagi að fá sér einn kaldan. „Ég kalla þetta áfengisauglýsingar þar sem þetta lítur allt voða vel út. Í mínu til- felli var það ekki þannig. Ég var bara einhvers staðar á fatlaða klósettinu að þamba tvo, þrjá. Einangraður á subbulegum stöðum. Það sem gerist síðan svo oft, og gerðist með mig, að ég fór að hætta hugsa vel um mig, fór sjaldan í bað og burstaði sjaldan í mér tennurnar. Ég var alveg kom- inn þangað. Ég var farinn að skoða ruslatunnugeymslur og var bara farinn að íhuga að verða útigangs- maður. Hið rómantíska líf, sofa bara úti og því fylgdi engin ábyrgð,“ segir hann og hristir hausinn. „Ef maður myndi eyða jafn mikl- um tíma í það bara að vera edrú og í prógrammi og hjálpa öðrum eins og maður eyddi miklum tíma í það að vera fullur eða bara hvað sem er, gæti maður gert alveg stórkostlega hluti. Það sem það fór mikil orka og einbeiting bara í þetta. Allt annað var látið sitja á hakanum og var bara aukaatriði. Áhugamálin og allt hitt. Ég var til dæmis í hestum en þurfti að hætta því vegna þess að ég hafði ekki efni á því lengur, ég fékk ekkert að gera.“ Var ekki lengur treyst Steinn segist fullviss um að drykkjan hafi haft áhrif á það að hann hafi lítið fengið að gera í leiklistinni. „Já, alveg pottþétt. Góð vinkona mín sagði að ég væri búinn að brenna svo margar brýr að baki mér, og það er pottþétt rétt þó að ég hafi verið móðgaður þegar hún sagði þetta. Ég held það hafi verið aðallega þann- ig að það hafi verið lykt af mér í leikhúsinu þá sjaldan sem ég fékk hlutverk þar. Fólk treysti mér ekki. Er hann fullur eða ekki fullur? Fólk getur ekki treyst þér. Það er ekki endilega hvort þú ert leiðinlegur með víni sem var ekkert endilega í mínu tilfelli, en það er þetta að geta ekki treyst. Það er málið.“ litli bróðir lenti í alvarlegu slysi Hann segir drykkjuna auðvitað hafa litað fjölskyldulífið en Steinn er gift- ur Jennýju Berglindi Rúnarsdóttur og saman eiga þau tvo syni, Huga, 21 árs, og Tuma, 23 ára. „Maður gerir sér ekki grein fyrir því en getur séð það svona eftir á. Þetta er ekkert gott líf ef pabbi manns er alltaf undir áhrifum. Ekkert að delera beint en ef maður er ekki á staðnum. Ég veit alveg sjálfur að ég hef alltaf verið hálfhræddur við fullt fólk ef ég er sjálfur edrú, þá finnst mér frekar óþægilegt að umgangast fullt fólk. Og það er þetta með traustið, að geta aldrei treyst.“ Sjálfur ólst hann ekki upp við alkóhólisma. Áfall í fjölskyldunni lit- aði samt uppvöxt hans að einhverju leyti. „Það var bandarískur sálfræð- ingur sem var að segja um daginn að áföll skiptu miklu meira máli þegar kæmi að þessu. Það var áfall í minni fjölskyldu. Bróðir minn yngsti lenti í bílslysi með foreldrum mínum. Það voru engin bílbelti á þessum tíma, hvað þá barnabílstólar. Hann var fjögurra og slasaðist mjög illa. Fékk mikinn heilaskaða, mænuskaða og var bara í rúminu í sextán ár eða þangað til hann dó tvítugur.“ Móðir hans hugsaði um bróður hans nán- ast allan þann tíma en sjálf slasaðist hún í bílslysinu. „Mamma var frekar ströng við okkur fyrir þetta og fylgd- ist vel með ef við vorum ekki að læra heima og svona en þarna svona losnaði kannski aðeins um. Þetta gæti líka spilað inn í. Maður veit það ekki. Við bræðurnir eldri erum báðir búnir að fara í meðferð. Hann hefur verið edrú í næstum 20 ár.“ allt hægt með jákvæðni Steinn lítur framtíðina björtum augum og telur nóg af tækifærum fram undan. „Það er hægt að gera allan fjandann ef maður er jákvæð- ur.“ Hann segist gjarnan vilja leika meira í leikhúsunum. „Ég spjallaði við báða leikhússtjórana í vor og það hefur greinilega ekki fundist pláss fyrir mig. Sem er allt í lagi, það opn- ast einhverjar aðrar dyr. Skemmti- bransinn er að byrja og ég tek það allt öðrum tökum í dag,“ segir hann og heldur áfram. „Núna skemmti ég bara og fer. Ég þarf ekki að vera allan tímann í partíinu og drekka með fólkinu,“ segir hann kankvís. Hann segir mörg tækifæri liggja í ferðamannabransanum. „Ég viður- kenni alveg að ég lét það aðeins draga mig niður að vera ekki í leik- húsinu í vetur. Ég leyfði mér að fara að kenna öllum öðrum um. Fífl- unum fór að fjölga. En þetta er bara spurning um að vera jákvæður, það er svo margt sem maður getur gert. Ég er aðeins að byrja að vera veislu- stjóri og skemmtikraftur aftur. Og ég blanda því líka saman að vera leið- sögumaður og skemmtikraftur. Það er fullt af tækifærum og hægt að gera svo margt,“ segir hann. „Ég væri líka til í að gera uppi- standssýningu. Við höfum reynt að endurvekja Radíusbræður en við dræmar undirtektir. Við gerðum þau mistök að hafa þetta ekki bara sýningu og jafnvel í leikhúsi. Það er aldrei að vita nema maður láti verða af því núna,“ segir hann. „Svo geng ég alltaf með bíómynd í maganum. Ég er með hugmynd sem mig langar að gera. Ég kann þetta þó að tæknin hafi breyst, það er aldrei að vita nema maður láti verða af því.“ 2 6 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r28 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.