Fréttablaðið - 26.09.2015, Side 48
| ATVINNA | 26. september 2015 LAUGARDAGUR2
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf sem nýtist í starfið, framhaldsmenntun tengd
málaflokknum æskileg
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu
• Reynsla af stjórnun
• Leiðtogahæfileikar, frumkvæði í starfi og framsýni
• Skipulag og ögun í vinnubrögðum
• Teymishugsun, lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
Reykjavíkurborg er skapandi og metnaðarfullur vinnustaður með um 9 þúsund starfsmenn. Verkefnin eru fjölbreytt og snerta daglegt líf
borgarbúa með margvíslegum hætti. Um laun og starfskjör fer samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það
margbreytilega samfélag sem borgin er.
Umsóknarfrestur er til og með 12. október 2015.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent, www.capacent.is.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni við komandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Helga Jónsdóttir
(helga.jonsdottir@capacent.is) og Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) hjá Capacent.
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan einstakling í starf skrifstofustjóra
á skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands.
Skrifstofan sér um allan daglegan rekstur og umhirðu borgarlandsins. Skrifstofunni tilheyrir rekstur hverfastöðva og verkbækistöðva garðyrkju
ásamt rekstri Ræktunarstöðvar og útmerkur. Á starfsstöðum skrifstofunnar starfa um 150 starfsmenn að auki bætist við fjöldi sumarstarfsmanna
yfir sumartímann. Skrifstofustjóri er virkur þátttakandi í yfirstjórn sviðsins, næsti yfirmaður hans er sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs.
Helstu verkefni skrifstofustjóra:
• Fagleg forysta á starfsemi og þjónustu skrifstofunnar
• Ábyrgð á daglegum rekstri þ.m.t. starfsmannamálum og fjármálum
og að hagkvæmni sé gætt í rekstri
• Ábyrgð á starfsemi hverfa- og verkbækistöðva og Ræktunarstöðvar
• Samskipti við hagsmunaaðila, hönnuði, verktaka og eftirlitsmenn
vegna reksturs eigna og opinna svæða í borgarlandinu
• Ábyrgð á leyfisveitingum vegna framkvæmda og viðburða í
borgarlandinu
• Samstarf við almannavarnaraðila um áætlanagerð vegna
neyðarviðvarana og samhæfingu vinnubragða í neyðaraðstæðum
Umhverfis- og skipulagssvið (USK) gegnir fjölþættu hlutverki, allt frá því að vinna með kjörnum
fulltrúum að stefnumótun í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum til þess að samþykkja
teikningar og tryggja eftirlit í heilbrigðismálum. Að auki stýrir sviðið framkvæmdum og viðhaldi
og sinnir almennum rekstri í borgarlandinu eins og grasslætti og snjómokstri. Á sviðinu er unnið
að fjölbreyttum verkefnum svo sem Torg í biðstöðu sem eiga að auðga mannlífið í borginni.
Lögbundin verkefni byggingarfulltrúa, skipulagsfulltrúa og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur tilheyra
sviðinu. Umhverfis- og skipulagssvið er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001.