Fréttablaðið - 26.09.2015, Qupperneq 51
Spennandi störf í Áhættustýringu
Sérfræðingur í Innri áhættulíkönum
Sérfræðingur í Áhættulausnum
Innri áhættulíkön er deild innan Áhættustýringar Landsbankans sem hefur það hlutverk að sjá
bankanum fyrir líkönum og tengdum ferlum til að mæla áhættu, þar með talið að tengja saman
áhættu og eigið fé, og styðja við innleiðingu þeirra innan bankans.
Áhættulausnir er deild innan Áhættustýringar Landsbankans, sem hefur umsjón með
tæknilausnum sem Áhættustýring notar til að fylgjast með og stýra áhættu bankans.
Áhættustýring notar kerfi og sérlausnir frá SAS Institute til að greina áhættu bankans,
svo sem útlánaáhættu og markaðsáhættu.
Helstu verkefni
» Áframhaldandi þróun á líkönum til að meta tap að gefnum
vanefndum (e. loss given default, LGD)
» Sannprófun, viðhald og þróun á aðferðafræði við mat á
varúðarálagi (e. margin of conservatism) á líkur á vanefndum (e.
probability of default, PD)
» Stuðningur við þróun á öðrum líkönum tengdum útlánaáhættu
og eiginfjárútreikningi
» Gagnagreining og úrvinnsla, skjölun, kynningar og samskipti
við hagsmunaaðila innan bankans og eftirlitsaðila vegna
ofangreindra verkefna
Menntunar- og hæfniskröfur
» Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem verkfræði, eða
stærðfræði/tölfræði
» Framhaldsmenntun, þ.e. meistara- og /eða doktorspróf, er æskileg
» Ítarleg þekking á tölfræði og aðferðum við smíði tölfræðilíkana
» Reynsla af forritun í SAS, eða öðru sambærilegu forritunarmáli
» Staðgóð þekking á gagnagrunnum og SQL
» Þekking á bankastarfsemi, þ.m.t. vöruframboð, þjónusta,
verkferlar og vinnulag, er kostur
» Þekking á þeim reglum sem gilda um fjármálafyrirtæki og þá
sérstaklega hvað varðar útreikning á eiginfjárkröfu, t.d. CRR og
CRD IV, er kostur
» Færni í samskiptum og þægilegt viðmót
Helstu verkefni
» Viðhald, þróun og gagnavinnsla í áhættustjórnunarkerfum
bankans
» Greining á gögnum bankans gagnvart CRDIV tilskipun
» Samstarf við Upplýsingatæknisvið bankans
» Kröfugreining og breytingastjórnun
» Aðstoð við notendur áhættustjórnunarkerfa
» Gagnasendingar til ytri eftirlitsaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
» Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem verkfræði,
stærðfræði, viðskiptafræði eða tölvunarfræði
» Þekking á gagnagrunnskerfum, gagnakeyrslum (ETL) og SQL
fyrirspurnarmálinu er nauðsynleg auk þess sem reynsla
af forritun á SAS er kostur
» Reynsla og þekking af bankastarfsemi er kostur
» Færni í samskiptum og þægilegt viðmót
L
A
N
D
S
B
A
N
K
I
N
N
, K
T
.
4
7
1
0
0
8
-
0
2
8
0
Nánari upplýsingar veita Sindri Reynisson, deildarstjóri Innri áhættulíkana, í tölvupósti sindri.reynisson@landsbankinn.is eða í síma 410 7723,
Skúli G. Jensson, deildarstjóri Áhættulausna, í tölvupósti skuli.g.jensson@landsbankinn.is eða í síma 410 6803 og Bergþóra Sigurðardóttir, hjá
Mannauði, í tölvupósti bergsig@landsbankinn.is eða í síma 410 7907.
Umsókn merkt „Sérfræðingur í Innri áhættulíkönum“ og „Sérfræðingur í Áhættulausnum“ fyllist út á vef bankans.
Umsóknarfrestur er til og með 9. október nk.
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn