Fréttablaðið - 26.09.2015, Page 58
| ATVINNA | 26. september 2015 LAUGARDAGUR12
Ráðgjafi í Hlaðgerðarkot,
meðferðarheimili Samhjálpar
Samhjálp óskar eftir að ráða áfengis- og vímuefnaráðgjafa
á meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot. Um er að ræða fullt starf.
Við leitum að einstaklingi sem hefur áhuga og metnað til að
sinna endurhæfingu áfengis- og vímuefnaneytenda.
Hæfniskröfur: Háskólamenntun sem nýtist í starfi og reynsla
af meðferðarstarfi.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún M. Einarsdóttir
í 586 8641 eða gudrun@samhjalp.is
Umsóknir sendist fyrir 15. október nk. á netfangið
samhjalp@samhjalp.is merkt Ráðgjafi í Hlaðgerðarkoti.
Umsóknarfrestur er til
miðnættis þann 5. október
Æskilegt er að viðkomandi geti
hafið störf sem fyrst.
Umsóknir skal senda á netfangið
starf@markadsstofakop.is
Allar frekari upplýsingar veitir
Áslaug Thelma Einarsdóttir.
aslaugthelma@markadsstofakop.is
Sími: 854 2525.
Framkvæmdastjóri
• Ber ábyrgð á daglegri stjórnun og rekstri Markaðsstofu Kópavogs
• Ber ábyrgð á framkvæmda- og fjárhagsáætlanagerð í samvinnu við
stjórn og hagsmunaaðila
• Ber ábyrgð á kynningar- og markaðsmálum
• Stuðlar að samstarfi bæjaryfirvalda, fyrirtækja, samtaka, íþróttafélaga,
menningarstofnana, viðburðahaldara og einstaklinga í Kópavogi
Menntunar- og hæfnikröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af markaðs- og kynningarmálum
• Reynsla af rekstri æskileg
• Hugmyndaauðgi og sköpunargleði
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
• Leiðtoga- og skipulagshæfileikar
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Markaðsstofa Kópavogs er
sjálfseignarstofnun sem hefur
það hlutverk að efla ímynd og
atvinnuþróun í Kópavogi, starfa
að ferða- og markaðsmálum
og stuðla þannig að því að efla
lífsgæði og glæða mannlíf og
atvinnulíf í bænum. Markaðs-
stofan er brú á milli atvinnulífs
og stjórnsýslu bæjarins og tengir
saman ólíka hagsmunahópa í
bænum.
leitar að drífandi og skapandi framkvæmdastjóra
Markaðsstofa Kópavogs
Framkvæmdastjóri hefur yfirumsjón með starfsemi
Markaðsstofu Kópavogs og ber ábyrgð gagnvart stjórn.
Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur, sinnir áætlana-
gerð, stefnumótun og öðru því er fellur undir verksvið
framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri hefur frumkvæði,
samræmir og leiðir saman ólíka hagsmuni og sjónarmið í
bænum í því skyni að efla samkeppnishæfni Kópavogs um
íbúa, fyrirtæki og ferðamenn.
Umsóknarfrestur er til og með 11. október nk.
Sótt er um á siminn.is.
Upplýsingar veitir Heiðdís Björnsdóttir, heiddisb@siminn.is
Síminn leitar að metnaðarfullum leiðtoga til að stýra
söluráðgjöf í 800 7000. Í boði er krefjandi stjórnunarstarf sem
reynir á skipulagshæfileika, frumkvæði og mannleg samskipti.
Sölustjóri Söluráðgjafar heyrir undir deildarstjóra og vinnur
náið með öðrum stjórnendum á Sölu- og þjónustusviði auk
markaðssérfræðingum og vörustjórum.
Sölustjóri Söluráðgjafar setur sölumarkmið fyrir starfsmenn Söluráðgjafar og ber
ábyrgð á eftirfylgni og aðgerðum til að ná þeim. Sölustjóri ber ábyrgð á daglegum
rekstri innhringivers, þar með talið ráðningum og almennum starfsmannamálum.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Leiðtogahæfileikar
• Talnagleggni
• Vinnur vel í hóp og leggur sitt af mörkum
• Hefur brennandi áhuga á uppbyggingu og sölu
• Háskólapróf í viðskiptafræði, verkfræði, sálfræði
eða skyldum greinum æskilegt
Við bjóðum
• Krefjandi verkefni
• Frábæran hóp starfsmanna
• Góða stjórnunarreynslu
Skaftárhreppur
Laust er til umsóknar starf tónlistarskólastjóra hjá Skaftár-
hreppi. Umsækjandi þarf að geta hafið störf í ágúst 2015.
Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn til að byggja
upp öflugt tónlistarstarf og kennslu. Einnig er laust starf
organista í hlutastarfi í Kirkjubæjarklaustursprestakalli
sem getur hentað samhliða starfi tónlistarskólastjóra.
Umsóknarfrestur er til og með 2. október n.k.
Nánari upplýsingar um starfið og umsóknarferlið má finna
á www.klaustur.is
Á Kirkjubæjarklaustri er gott mannlíf, þar búa um 130
manns en íbúar Skaftárhrepps eru um 450 talsins. Á
Kirkjubæjarklaustri er að finna alla nauðsynlega þjónustu
s.s. verslun, banka, vínbúð, heilsugæslustöð,
leikskóla, kaffihús og íþróttamiðstöð. Í íþróttamiðstöðinni
er glæsilegt íþróttahús, sundlaug og tækjasalur.
Veðurfar og náttúrufegurð Skaftárhrepps er rómað.
Starf skólastjóra tónlistarskólans í Skaftárhreppi