Fréttablaðið - 26.09.2015, Síða 72
| ATVINNA | 26. september 2015 LAUGARDAGUR26
Garðabær er vaxandi sveitarfélag með tæplega
15 þús. íbúa. Við Heilsugæsluna starfa nú sjö
sérfræðingar í heimilislækningum í 5,5 stöðugildum,
barnalæknir og fæðingarlæknir í hlutastörfum,
félagsráðgjafi, hreyfistjóri/sjúkraþjálfari í hlutastöðu
og tíu hjúkrunarfræðingar. Auk þess eru þrír
sérnámslæknar í heimilislækningum tengdir
stöðinni og læknakandidatar hafa um árabil fengið
þjálfun á stöðinni. Þar starfa fastir kennarar
í heimilislæknisfræði og samskiptafræði við Háskóla
Íslands og umtalsverð kennsla læknanema fer
fram á stöðinni.
Frekari upplýsingar um starfið:
Upplýsingar um starfið veitir Bjarni Jónasson yfirlæknir
Heilsugæslunnar í Garðabæ í síma 520-1800 eða
í tölvupósti: bjarni.jonasson.@heilsugaeslan.is
Hæfnikröfur:
Krafist er að umsækjendur hafi sérfræði-
menntun í heimilislækningum.
Skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og
öguð vinnubrögð.
Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
og reynsla af teymisvinnu.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Almennar lækningar.
Heilsuvernd.
Vaktþjónusta.
Kennsla nema.
Þátttaka í vísindarannsóknum, gæða-
og umbótarverkefnum.
Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms og starfsferilskrá ásamt gögnum sem staðfesta menntun, fyrri störf, vísinda- og kennslustörf.
Þeim gögnum sem ekki er hægt að skila rafrænt skal skilað til Svövu K. Þorkelsdóttur mannauðsstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,
Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í
starfið á þeim og innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Við ráðningar í störf hjá
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er ávallt tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar.
Sækja skal um starfið rafrænt á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (www.heilsugaeslan.is), undir laus störf eða á Starfatorgi
(www.starfatorg.is).
Ábyrgð – Fagmennska – Traust – Þjónusta – Framþróun
Starf sérfræðings í heimilislækningum
við Heilsugæsluna í Garðabæ
Um er að ræða 100% ótímabundið starf sem veitist frá 1. janúar 2016 eða eftir samkomulagi
Umsóknarfrestur er til 10. október 2015.
PO
R
T
h
ön
nu
n
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Sterk tengsl í
íslensku atvinnulífi
www.hagvangur.is
Seltjarnarnesbær www. seltjarnarnes. is
Laust starf
Grunnskóli Seltjarnarness –unglingastig
• Stuðningsfulltrúi, 80% starfshlutfall.
Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Ólafsdóttir,
þroskaþjálfi, johannao@grunnskoli.is,
sími 5959200.
Öllum umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skilað á
Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar -undir
http://www.seltjarnarnes.is –Störf í boði
Umsóknarfrestur er til 4. október næstkomandi.
Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar
eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands
íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélaga.
Innkaupadeild
F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar
er óskað eftir tilboðum í verkið:
Uppsteypa og frágangur að utan Dalskóli 1. áfangi,
leikskóli nýbygging - Útboð nr. 13583.
Verkið felst í uppsteypu, botnlagna, fullnaðarfrágangi að
utan ásamt gluggaísetningu nýrrar leikskólabyggingar á
reit nýs Dalsskóla í Úlfarsárdal. Leikskólabyggingin er
sunnan við Úlfarsbraut og austan við núverandi Dalsskóla
í Úlfarsárdal.
Útboðsgögn á geisladiski verða seld á 3.000 kr. frá
kl. 13:00 mánudaginn 28. september 2015 í þjónustu-
veri Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12–14, 1.hæð, 105
Reykjavík.
Opnun tilboða: Miðvikudaginn 14. október 2015
kl. 10:00, í Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík.
Tilboðum skal skilað í þjónustuver Reykjavíkurborgar.
Nánari upplýsingar er að finna á
www.reykjavik.is/utbod