Fréttablaðið - 26.09.2015, Qupperneq 106
Bragi Halldórsson
167
Getur þú hjálpað Kötu og Konráði að muna hvað þessi fiskur heitir?
Heitir hann:
A Túnfiskur
B Makríll
D Bláfiskur
„Eitthvað er þetta kunnuglegur fiskur,“ sagði Konráð. „Mér
finnst eins og ég hafi séð hann einhvers staðar,“ bætti hann
við hugsi. „Hann lítur ekki út eins og neinn fiskur sem ég hef
borðað að minnsta kosti,“ sagði Kata. „Nei,“ sagði Konráð. „Ég
held að ég hafi bara séð mynd af honum í bók.“ Kata horfði
íbyggin á fiskinn. „Ég veit hvar ég hef séð mynd af honum.
horfði undrandi á Kötu. „Fylgist þú með fréttum?“ Konráði
fannst Kata ekki líkleg til þess. „Það er margt sem þú veist
ekki um mig,“ sagði Kata og glotti.
SVAR: B
Hvað finnst þér skemmtilegast
að gera í skólanum? Að vera í
smíði, þá smíða ég. Núna er ég að
smíða fuglahús.
Ertu að æfa eitthvað? Ég er að
æfa fimleika tvisvar í viku.
Hver er uppáhaldsbókin þín og
lestu mikið? Já, já, ég les svona
eina bók á viku. Snuðra og Tuðra
er uppáhaldsbókin mín. Hún
er um tvær systur sem eru alltaf
að rífast hvor í annarri. Önnur
þeirra meiddi sig og þá læra þær
að vera góðar hvor við aðra.
Þú skrifaðir sjálf bók sem þú
gafst út, um hvað fjallaði hún?
Bókin heitir Ruglan og fjallar um
rugluna. Ef maður verður leiður
þá á maður að fara hlæja eða
fara að hugga. Einu sinni þegar
amma mín var að passa mig, hún
er rithöfundur og heitir Elísa-
bet Jökulsdóttir, þá töluðum
við aðeins um rugluna og okkur
datt í hug að búa til bók. Og við
gerðum bara bókina en hún er
uppseld samt.
Hver eru áhugamálin þín?
Fara á hestbak, fimleikar, skrifa
og leika við vini mína, sérstak-
lega Júlíu.
Þú bjóst einu sinni í útlöndum,
hvar var það og hvernig var það
öðruvísi en að búa á Íslandi? Ég
var úti í Vancouver, mér fannst
það rosalega öðruvísi, því bæði
talaði ég ensku og alls konar
meira. Kennarinn minn úti var
rosalega ljúfur. Veðrið var eigin-
lega alltaf heitt, en stundum var
rigning. Bækurnar voru á ensku
og það var stundum erfitt að
skrifa á ensku.
Hvað ætlarðu að verða þegar
þú verður stór? Ég ætla verða
leikskólakennari.
Áttu gæludýr eða langar þig
að eiga gæludýr? Ég á ekkert
gæludýr en mig langar að eignast
hund. Litlu systur mína langar að
eignast kött.
Skrifaði bók
með ömmu sinni
Embla Karen Garpsdóttir er sjö ára og er í Hörðuvalla-
skóla í Kópavogi. Hún les mikið og hefur einnig gaman
af því að skrifa, fara á hestbak og leika við vini sína.
Embla Karen er mikill klifurkappi og fer stundum að klifra í Klifurhúsinu. Hér er hún að sveifla sér í kaðli í garðinum hjá sér.
Fréttablaðið/VilHElm
Viltu vita hvað eignin þín
hefur hækkað í verði ?
510 7900
Þórunn Gísladóttir
Löggiltur fasteignasali.
Kristján Þ. Hauksson
Sölufulltrúi.
696 1122
kristjan@fastlind.is www.fastlind.is
Hlíðasmára 6 201 Kópavogur www.FASTLIND.is/ /
Frítt verðmat og framúrskarandi
þjónusta í þína þágu.
Í bókinni um Pétur og köttinn
Brand búa þeir félagar til pönnu-
kökutertu. Það er lítið mál að gera
pönnukökutertu og um að gera
prófa sig áfram.
Veljið fallegan disk til að setja
pönnukökurnar á. Síðan eru þær
bakaðar og settar á diskinn. Bæði
er hægt að gera þunnar pönnu-
kökur eða þykkar. Settu berja-
sultu á fyrstu, rjóma á þá næstu
og svo koll af kolli þangað til
það er kominn góður stafli. Efstu
pönnukökuna má svo skreyta með
berjum, sultu eða rjóma og þá er
komin fínasta pönnukökuterta.
Hægt er að nota alls kyns upp-
skriftir af pönnukökum en gott er
að fá hjálp frá fullorðnum við að
baka pönnukökurnar. Svo er um
að gera að gefa hugmyndafluginu
lausan tauminn og skreyta kökuna
skemmtilega.
Skemmtileg og óvenjuleg terta
Pönnukökuterta Péturs og kattarins Brands
PönnuKöKuuPPSKrift:
8 dl mjólk
4 dl hveiti
4 egg
1 tsk. salt
Smjör eða smjörlíki
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Sterk tengsl í
íslensku atvinnulífi
www.hagvangur.is
2 6 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r50 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð