Fréttablaðið - 26.09.2015, Page 120

Fréttablaðið - 26.09.2015, Page 120
Já, líklega hljómar það skringi- lega í fyrstu að bera saman leik- stjórann Baltasar Kormák, sem verður fimmtugur á næsta ári, og þrítugu NBA-stjörnuna LeBron James. En við frumsýningu á kvik- myndinni Everest rann það upp fyrir blaðamanni, að þessir tveir menn virðast vera með ákaflega líkt gildismat og líkir í hugsun. Í ræðu á frumsýningunni kall- aði Baltasar alla þá Íslend- inga sem unnu að myndinni upp til sín, svo áhorfendur gerðu sér grein fyrir því hversu íslensk Everest er. Í myndinni leikur Ingvar E. Sigurðsson, vinur Baltasars til margra ára, einnig stórt hlutverk. LeBron James hefur einnig haldið tryggð við æskuvinina og gert sitt til þess að útvega þeim störf í umboðsmennsku og fleiru. James átti um tíma í töluvert stirðara sambandi við heima- svæði sitt en Baltasar. James yfirgaf heimaliðið í Cleveland Cavaliers og fór í stórlið Miami Heat; fór í glamúrinn. En nú er hann kominn aftur heim – og virðist hafa sama markmið og Baltasar; að efla nærumhverfi sitt og hafa jákvæð áhrif á heima- bæinn. Allir frá Kópavogi „Einhvern tímann var ég í Óskars- partíi. Það voru allir frægir og ég sat þarna og var nýi leikstjórinn og hugsaði: Ég er bara frá Kópa- vogi, hvað er ég að gera hérna? Og þá uppgötvaði ég að það eru allir frá Kópavogi. Það eru allir frá einhverjum stað, flestir frá litlum stað. Og öllum líður eins, það eru allir frá vesturbæ Kópavogs.“ Þessi orð lét Baltasar Kormákur falla í föstudagsviðtali Frétta- blaðsins fyrir stuttu. Þetta lýsir vel annars vegar nálgun Baltasars að stjörnulífinu í Hollywood og tengslum hans við heimabæinn. LeBron James hefur látið svipuð orð falla. „Ég er bara strákur frá Akron,“ er þekkt tilvitnun í James. Liðsfélagi hans, Dwyane Wade, sagði frá því í samtali við frétta- stofu Fox að James hefði sagt þetta þegar þeir voru að ræða um möguleika hans á að verða valinn besti leikmaður NBA í fjórða sinn. LeBron James hefur haldið tryggð við heimabæinn, þrátt fyrir að yfirgefa lið Cleveland tímabundið. Þegar hann kom aftur heim ritaði hann frægt bréf þar sem hann útskýrði að hans hlutverk væri að koma lífinu á svæðinu í kringum Cleveland, þar á meðal í heimabænum Akron, á hærra plan. Hann segist vilja gefa fólkinu í norðausturhluta Ohio von. „Fólkið þarna hefur séð mig vaxa úr grasi og finnst ég örugglega vera eins og sonur þess. Stundum líður mér eins og það sé rétt. Ástríða fólksins getur vissulega verið yfirþyrmandi, en hún drífur mig áfram. Ég vil gefa fólkinu von. Ég vil veita því inn- blástur. Samband mitt við Norð- austur-Ohio er meira en körfu- bolti. Ég gerði mér ekki grein fyrir þessu fyrir fjórum árum. En nú geri ég það,“ skrifaði hann til aðdáenda Cleveland. Vinirnir með Það sem er líklega hvað líkast með LeBron James og Baltasar Kormáki er að þeir taka ekki árangri sínum sem sjálfsögðum hlut. Þeir virðast skynja velgengni sína sem hluta af stærra mengi og að þeim beri skylda til þess að láta gott af sér leiða. Að hjálpa þeim sem eru í kringum þá til þess að njóta sömu velgengni, í þessum erfiða heimi íþrótta og kvikmynda. Í Bandaríkjunum er LeBron þekktur fyrir að hafa tekið vini sína með sér í þá rússí- banareið sem líf hans hefur verið. Heimildar mynd var gerð um vinahópinn, undir titlinum More Than a Game. Hluti af þeim vina- hópi vinnur enn fyrir LeBron, þar af er einn þeirra, Maverick Carter, í umboðsmannateymi LeBron. En sá vinur LeBron sem hefur lík- lega náð lengst er Rich Paul, sem er nú á góðri leið að verða einn heitasti umboðsmaður NBA-deildarinnar. Hann hefur nokkra unga og efnilega leikmenn á sínum snærum auk þess að vera í umboðsmanna- teyminu í kringum LeBron James. Þeir félagar kynntust á flugvellinum í Akron, þegar LeBron var 17 ára og Rich Paul 21 árs. James hreifst af treyju sem Paul var í og byrjuðu þeir að spjalla. Tæpum fjórtán árum síðar eru þeir saman á toppinum. Ef einhver ætti að vera Rich Paul í lífi Baltasars hlýtur það að vera Ingvar E. Sigurðsson. Þeir voru saman í bekk í leik- listarskólanum og hér má sjá Baltasar rifja upp samtal þeirra á milli: „Leikstjórinn kom svo ekki fyrr en ég byrjaði í leiklistar- skólanum. Þegar ég útskrifaðist var ég að tala við Ingvar E. held ég. Við vorum saman í bekk. Við vorum að ræða framtíðina, kannski 24 ára gamlir. Ég sagði við hann, segjum sem svo að við fáum ógeðslega mikið að gera og við erum orðnir þrítugir, hvað þá?“ Ingvar leikur stórt hlutverk í Everest og hefur áður unnið með Baltasar, meðal annars í Mýrinni, þar sem hann var í aðalhlutverki. Þó má ekki skilja það sem svo að Ingvar hafi ekki notið velgengni án aðstoðar Baltasars, Ingvar hefur skapað sinn eigin feril á glæstan hátt. Baltasar virðist einnig líta á það sem hálfgerða skyldu sína að efla íslenska kvikmyndagerð. Hann á auðvitað framleiðslufyr- irtæki hér á landi og hefur verið duglegur að vinna með íslensku kvikmyndagerðarfólki, eins og sjá má í Everest. „Mig langar að geta gert þetta hér, en vera með úti. Ég finn mig í svona verkefni eins og Everest. Þar á ég heima.“ Ég er bara strák- ur frá akron. Kjartan Atli Kjartansson kjartanatli@frettabladid.is Baltasar KormáKur Baltasar Kormákur hefur farið með íslenska kvikmyndagerð þangað sem hún hefur aldrei áður farið. Baltasar ólst upp í Kópavogi og útskrifaðist úr Leiklistarskólanum 1990. Hann starfaði sem leikari til ársins 1997, auk þess sem hann setti upp verk. Frá árinu 2000 hefur hann leikstýrt ellefu stórum kvikmyndum. Baltasar hefur leikstýrt nokkrum stórmyndum, nú síðast Everest. Hann hefur unnið með leikurum á borð við Denzel Washington, Mark Wahlberg og Jake Gyllenhaal. Í kjöl- farið á velgengni kvikmyndarinnar 101 Reykjavík, sem Baltasar var handritshöfundur að og leikstýrði, komst hann á lista hins stóra tímarits Variety yfir tíu leikstjóra sem les- endur ættu að fylgjast grannt með. Baltasar hefur hlotið mörg verð- laun fyrir kvikmyndir sínar. Nú síðast hlaut hann verðlaun á CinemaCon- hátíðinni sem besti kvikmynda- gerðarmaður utan Bandaríkjanna. Þegar verðlaunin voru afhent var myndband með ýmsum Holly- wood-stjörnum leikið, þar sem Balti var lofaður. Meðal annars notaði Jake Gyll enhaal orðið „badass“ til að lýsa íslenska leikstjóranum. Mark Wahlberg sagði að Baltasar ætti verðlaunin skilið og fleiri væru á leiðinni. Að fara og sigra heiminn, koma svo aftur heim og fá fólkið úr hverfinu til að taka þátt í snilldinni. Þetta gætu verið einkunnarorð leikstjórans Baltasars Kormáks og NBA-stjörnunnar LeBron James. Lífið ber saman feril beggja stjarnanna, sem virðast nú í sínu besta formi. leBron James LeBron James er af mörgum talinn besti körfuknattleiks- maður heims. LeBron kemur frá smábænum Akron í norð- austurhluta Ohio-fylkis í Banda- ríkjunum. LeBron hefur fjórum sinnum verið valinn besti leik- maður NBA-deildarinnar, tvisvar orðið meistari og fimm sinnum komið liði sínu í úrslitaeinvígið í NBA. Það var ótrúleg lukka, ef svo má að orði komast, að Cleveland Cavaliers áttu fyrsta valréttinn í nýliðavali NBA árið sem LeBron James lauk framhaldsskóla og tilkynnti að hann vildi inn í NBA. Íþróttalið í Cleveland hafa verið einstaklega óheppin í gegnum tíðina og hefur lið Cavaliers aldrei orðið meistari. Aðdáendur liðsins litu á LeBron sem eins konar bjargvætt og kyndilbera nýrra tíma. Því urðu margir brjálaðir þegar hann yfirgaf liðið og fór til Miami Heat. Þar var hann í fjögur ár, komst í úrslit öll árin og vann tvo titla. Fyrir um ári tilkynnti hann svo, öllum að óvörum, að hann ætlaði aftur heim til Cleveland og komst liðið í úrslit síðasta vor, þar sem LeBron spilaði nánast óaðfinnanlega. Ég er bara frá kópa- vogi, hvað er Ég að gera hÉrna? 2 6 . s e p t e m B e r 2 0 1 5 l a u G a r D a G u r64 l í f i ð ∙ f r É t t a B l a ð i ð Lífið baltasar kormákur hvernig Lebron James Íslands & öfugt er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.