Fréttablaðið - 26.09.2015, Síða 122

Fréttablaðið - 26.09.2015, Síða 122
2 6 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r66 L í f i ð ∙ f r É t t A b L A ð i ð KANNTU AÐ JÓÐLA? Áheyrnarprufum er lokið en hægt verður að senda inn myndbönd til 30. september. Smelltu þér inn á www.stod2.is/talent „Fyrsti kjóllinn var meira svona til- raun sem ég var að dunda mér við að sauma á bak við í vinnunni hjá mömmu og pabba í Gullsmiðju Óla þegar ég var í pásu, en svo gekk þetta bara svo vel að ég keppti í honum,“ segir Hanna Rún Bazev Óladóttir, dansari og greinilega hönnuður líka. Hannar Hanna og saumar flesta sína keppniskjóla sjálf, en steinar þá alla. „Ég kenndi mér nú bara sjálf á saumavélina, og hendi í nýjan kjól ef ég þarf,“ útskýrir Hanna. „Ég hef til dæmis lent í að fara á mót, eins og um daginn þegar við vorum komin til Þýskalands að keppa á stórmóti, og ég búin að láta sauma á mig kjól. Fer svo inn á bað kvöldinu áður og klæði mig í kjólinn, og er svo bara allt annað en sátt með hann. Þá var ekki annað í stöðunni en að kaupa allt í nýjan kjól, og nota svo karlinn minn sem gínu,“ segir Hanna Rún hlæjandi og bætir við: „Við vorum alla nóttina að hjálpast að að steina kjólinn, og hann, greyið, stóð þarna í kjólnum allan tímann. Við kláruðum svo fjórum tímum fyrir keppni, og ég keppti alsæl í nýjum kjól.“ Hanna dró fram sína uppáhaldskjóla sem hún hefur töfrað fram úr erminni, oftar en ekki um miðjar nætur, og á ögur- stundu, korter í keppni ef svo má að orði komast. – ga Hanna hannar sína eigin keppniskjóla „Og þarna stóð hann í kjólnum mínum meðan ég bjó til nýjan á mig, nóttina fyrir stórmót.“ Hanna Rún dansari býður Fréttablaðinu í kjólaskápinn sinn. Hönnu Rún er margt til lista lagt því auk þess að vera dansari hannar hún og saumar keppniskjólana sína. Fréttablaðið/Valli Þessi varð til á einni nóttu fyrir stórmótið í Þýskalandi. Ég hlæ ennþá þegar ég hugsa til þess að Nikita stóð með hárblásarann til að fá steinana til að þorna. Þennan saumaði ég tveimur dögum fyrir mót. Mig lang- aði að koma í nýjum kjól til keppni, þetta var á fimmtudegi. Þá mundi ég að ég átti smá bút af efni inni í skáp sem ég hafði keypt þegar ég var ólétt og ætlaði að sauma á mig óléttukjól. Ekkert varð úr þeim kjól, svo ég ákvað að hjóla í keppniskjól því efnið er svo fallegt. Það var smá hausverkur að finna út hvernig ég ætti að nýta þetta svo blómin sæjust vel. En ég varð mjög ánægð með út- komuna. Ég steinaði þennan eina nóttina fyrir mót. Ég byrjaði snemma um kvöldið og steinaði án afláts þangað til karlinn kom fram til að fá sér morgun- mat og hélt aðeins áfram til að klára. Ef ég byrja, þá get ég ekki stoppað fyrr en verkið er klárt. Þessi er í uppáhaldi hjá Hönnu, en hann er sá sem hún saumaði síðast. „Ég held að þessi sem ég er að sauma núna og nota á mótinu seinna í dag verði minn uppá- halds. En þessi er minn uppáhalds núna, og kannski heldur hann áfram. Sjáum hvað setur,“ segir Hanna aðspurð um hver sé uppáhalds- kjóllinn hennar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.