Fréttablaðið - 26.09.2015, Síða 122
2 6 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r66 L í f i ð ∙ f r É t t A b L A ð i ð
KANNTU
AÐ JÓÐLA?
Áheyrnarprufum er lokið en hægt verður að senda inn
myndbönd til 30. september.
Smelltu þér inn á www.stod2.is/talent
„Fyrsti kjóllinn var meira svona til-
raun sem ég var að dunda mér við
að sauma á bak við í vinnunni hjá
mömmu og pabba í Gullsmiðju Óla
þegar ég var í pásu, en svo gekk þetta
bara svo vel að ég keppti í honum,“
segir Hanna Rún Bazev Óladóttir,
dansari og greinilega hönnuður líka.
Hannar Hanna og saumar flesta
sína keppniskjóla sjálf, en steinar
þá alla. „Ég kenndi mér nú bara sjálf
á saumavélina, og hendi í nýjan kjól
ef ég þarf,“ útskýrir Hanna. „Ég hef
til dæmis lent í að fara á mót, eins og
um daginn þegar við vorum komin
til Þýskalands að keppa á stórmóti,
og ég búin að láta sauma á mig kjól.
Fer svo inn á bað kvöldinu áður og
klæði mig í kjólinn, og er svo bara
allt annað en sátt með hann. Þá var
ekki annað í stöðunni en að kaupa
allt í nýjan kjól, og nota svo karlinn
minn sem gínu,“ segir Hanna Rún
hlæjandi og bætir við: „Við vorum
alla nóttina að hjálpast að að steina
kjólinn, og hann, greyið, stóð þarna í
kjólnum allan tímann. Við kláruðum
svo fjórum tímum fyrir keppni, og ég
keppti alsæl í nýjum kjól.“ Hanna dró
fram sína uppáhaldskjóla sem hún
hefur töfrað fram úr erminni, oftar
en ekki um miðjar nætur, og á ögur-
stundu, korter í keppni ef svo má að
orði komast. – ga
Hanna
hannar
sína eigin
keppniskjóla
„Og þarna stóð hann í kjólnum mínum
meðan ég bjó til nýjan á mig, nóttina fyrir
stórmót.“ Hanna Rún dansari býður
Fréttablaðinu í kjólaskápinn sinn.
Hönnu Rún er margt til lista lagt því auk þess að vera dansari hannar hún og saumar keppniskjólana sína. Fréttablaðið/Valli
Þessi varð til á einni
nóttu fyrir stórmótið í
Þýskalandi. Ég hlæ ennþá þegar
ég hugsa til þess að Nikita stóð
með hárblásarann til að fá
steinana til að þorna.
Þennan
saumaði
ég tveimur dögum
fyrir mót. Mig lang-
aði að koma í nýjum
kjól til keppni, þetta
var á fimmtudegi.
Þá mundi ég að ég
átti smá bút af efni
inni í skáp sem ég
hafði keypt þegar ég
var ólétt og ætlaði
að sauma á mig
óléttukjól. Ekkert
varð úr þeim kjól,
svo ég ákvað að
hjóla í keppniskjól
því efnið er svo
fallegt. Það var
smá hausverkur að
finna út hvernig ég
ætti að nýta þetta
svo blómin sæjust
vel. En ég varð mjög
ánægð með út-
komuna.
Ég steinaði
þennan
eina nóttina
fyrir mót.
Ég byrjaði
snemma
um kvöldið
og steinaði
án afláts
þangað til
karlinn kom
fram til að fá
sér morgun-
mat og
hélt aðeins
áfram til að
klára. Ef ég
byrja, þá
get ég ekki
stoppað fyrr
en verkið er
klárt.
Þessi er í
uppáhaldi hjá
Hönnu, en hann er sá
sem hún saumaði síðast.
„Ég held að þessi
sem ég er að sauma
núna og nota á
mótinu seinna í dag
verði minn uppá-
halds. En þessi er
minn uppáhalds
núna, og kannski
heldur hann
áfram. Sjáum
hvað setur,“ segir
Hanna aðspurð um
hver sé uppáhalds-
kjóllinn hennar.