Fréttablaðið - 31.10.2015, Síða 108

Fréttablaðið - 31.10.2015, Síða 108
Hugmyndin um Hallo-ween fór að berast til landsins upp úr 1980, og má rekja til kvikmyndar Johns Carpenter, Hallo-ween, sem kom hingað í bíóhús 1982. Svo virðist sem Íslend- ingar hafi átt erfitt með að finna hug- myndinni stað í íslenskri menningu, en algengt var allan 9. áratuginn að Halloween væri þýtt sem ösku- dagur, þótt um tvær mismunandi hátíðir væri að ræða. Samhliða þessu breytist íslenska öskudagshefðin. Að hengja öskupoka aftan á óafvitandi fólk víkur fyrir því að safna nammi í búðum,“ segir Andrea Björk Andrés- dóttir sagnfræðingur. Hún segir ösku- dagshefðina hafa þó tíðkast á Akur- eyri um árabil. „En þegar akureyrska hefðin fór að dreifast um landið fór hún að líkjast hinni bandarísku hrekkjavöku. Hrekkjavaka fór þann- ig að stinga upp kollinum í íslenskri menningu nokkru áður en hún var viðurkennd sem sérstök hátíð.“ Orðið hrekkjavaka birtist fyrst í fjölmiðlum 1985. „En nær ekki fót- festu fyrr en upp úr ’90. Þá er fólk farið að greina milli hátíðanna, og má segja að þá hafi hrekkjavakan fyrst farið að ryðja sér til rúms innan íslenskrar menningar. Allan 10. ára- tuginn bar mest á að fullorðið fólk tileinkaði sér siðinn, en ég efast ekki um að börn eigi eftir að eigna sér hann í meira mæli. Alltént vann ég í Austurbæjarskóla fyrir nokkrum árum og þá héldum við Halloween- ball,“ útskýrir Andrea, sem sér ekk- ert því til fyrirstöðu að hrekkjavaka sé komin til að vera. „Íslendinga hefur eiginlega skort búningahefðir – fyrrnefnd hefð Akureyrarbúa kom fyrst til landsins með dönskum kaupmönnum um aldamótin 1900, og lá svo í dvala um mestallt land þangað til upp úr 1980. Mér finnst persónulega mjög gaman að klæða mig í búninga, og tel að öllum sé hollt að leyfa sér slíkt a.m.k. einu sinni á ári.“ En af hverju eru sumir óánægðir með að þessi hefð sé komin til Íslands? „Ætli þeim finnist ekki kjánalegt að apa upp neysluhefð frá Bandaríkj- unum, og kaupa allt draslið sem þeir senda okkur í massavís? Ég hef heyrt það að við eigum okkar öskudag og þurfum ekkert meira, en raunar er öskudagshefðin ekki gömul. Hefðina sem hún yfirtók hins vegar – ösku- pokahefðina – má finna í heimildum aftur á 17. öld, og er hún séríslensk. Þannig að ef ég fengi að ráða myndi ég endurvekja öskupokahefðina á öskudag, og færa allt búningastand á hrekkjavöku, gera hana okkar eigin.“ Ég er mikil talskona grímu-búninga- og þemapartía. Það er svo hressandi að fara í búning á fullorðinsaldri. Nornir, vampírur og uppvakningar eru ágætis mótvægi við bleikar prinsessur og þannig,“ segir Margrét Erla Maack, fjölmiðlakona og magadansmær. Margrét kynntist hrekkjavöku þegar hún lærði ensku í háskólanum. „Það var haldið grímu- búningapartí og ég lagði mig alla fram og var Bloody Mary í miðaldafatnaði og keypti hvítar linsur og eitthvað. Sú sem vann keppnina um besta búning- inn var í gömlum Bangsímonbúningi, aðkeyptum. Sú sem kveikti í mér endanlega með Halloween er goth- og búningadrottningin Kitty von Some- time. Hún hélt mörg góð Halloween- partí og kenndi okkur mörgum að gerviblóð væri stórkostlegt.“ Margrét segir hrekkjavöku vera að ryðja sér til rúms á Íslandi. „Ein- hverjir eru á móti þessu og finnst þetta amerískt ógeð. Þeir þurfa ekki að taka þátt.“ Aðspurð segist Margrét nota hvert tækifæri til að klæða sig í búning. „Ég vinn í sirkus og er magadansmær. Þrí- tugsafmælið mitt var brúðkaupsbún- ingapartí. Ég stend fyrir árlegu Euro- vision-partíi þar sem allir klæða sig í búning sem fólk tekur mjög alvar- lega, svo ég er ekki sú eina.“ Hver er skemmtilegasta hefðin sem fylgir Halloween? „Ekki kannski hefð, en ég hef rosa- lega gaman af grínveitingum. Rauður matarlitur breytir öllu í blóð og þurrís gerir allt geggjað. Svo mæli ég með Halloween-myndböndunum hjá Todd’s Kitchen á You- Tube.“ Í ár leggur Margrét metnað í búninginn eins o g á ð u r . „Aðalmálið er hálfi lítrinn af gerviblóðinu sem ég keypti mér fyrir fimm árum, frábær kaup og nóg til. Annaðhvort endur nýti ég nautabana- búninginn minn, sem er heima- tilbúinn, eða tek eitthvert blóðtvist á einhverja týpu. Það er líka fyndið að taka þetta „grín sluttytwist“ á eitthvað sem er ekki búið að gera áður. Einn vinur minn var að tala um að vera Slutty Logi Bergmann, sem er virkilega góð hugmynd. Ég held að svona yfir það heila sé meira töff að vera í heimatilbúnum búningi en keyptum.“ Margréti Erlu Maack finnst góð hugmynd að vera Slutty Logi Bergmann. fréttaBLaðið/anton Brink Gerviblóð er stórkostleGt Graskeraskurður Hrekkjavaka tryllir Islendinga Hrekkjavakan verður sífellt meira áberandi hér á landi. Blaðamaður náði tali af íslenskum stelpum með búningablæti, kennir graskera- skurð og ræðir við sagnfræðing um hefðina. baneitrað að taka siG of alvarleGa Halloween er snilld af mörgum ástæðum, sums staðar er kvöldið tileinkað því að muna eftir föllnum ástvinum, sem mér finnst fallegt. Annars staðar snýst dagurinn um að halda partí þar sem fólk fær tækifæri til að bregða sér úr hversdagsklæðunum. Ég held að allir hafi gott af því að fara í búning og fríka smá út við og við, það er baneitrað að taka sig of alvarlega.“ Sunna kynntist hrekkjavöku þegar hún átti heima í Bretlandi sem barn. „Þar var Halloween haldið hátíðlegt, ég hélt reyndar upp á það í Dublin þar sem afi minn og amma bjuggu og fór út að „trick or treat-a“ seint um kvöldið í fylgd mömmu, eins og í bíómynd. Þegar við vorum búnar að banka á dyr og trufla nokkrar fúlar fjölskyldur í kvöldtjillinu komumst við að því að í Dublin er venja að banka upp á og söngla fyrir nammi á daginn, ekki á kvöldin eins og í amer- ískum bíómyndum og gáfumst upp,“ segir Sunna og hlær. Hún segist hafa orðið vör við Halloween-fagnaðarlæti á Íslandi síðan hún var unglingur. Öskudagur er ekki nóg „Ég held að það sé komið til að vera. Fólk vill oft meina að við eigum öskudag og það sé nóg en mér finnst hefðirnar nógu ólíkar til þess að halda þeim aðskildum, það skemmti- legasta við Halloween-búningalætin er hvað það er mikið drauga- og hryll- ingsþema.“ Sunna segist enn, á fullorðinsárum, fara í fleiri búningapartí en margir, bæði í vinnu og með vinum. „Þegar ég var yngri greip ég hvert tækifæri til þess að klæða mig í búning og lenti nokkrum sinnum í því að vera eina manneskjan í partíinu sem mætti í gervi. Þessa dagana passa ég mig að vera viss um að ég sé að fara á stað þar sem fleiri verða í búningum.“ Hún segist þó hætt að banka upp á hjá fólki og ,,trick or treat-a“. „Ég er kannski full gömul til að söngla fyrir nammi og drekk ekki, en ég næ alltaf að þefa uppi gott Halloween-partí og finna mér þannig tilefni til að fara í einhvern brjálaðan búning.“ Graskerið þarf helst að vera frekar stórt. 1 Fræin eru hreinsuð úr. 2Sniðugast er að teikna mynd á pappír og pota með títuprjóni í gegnum myndina á graskerið. 3 Þá er skorið eftir myndinni með beittum hníf. 4 Grasker geta verið þykk og erfitt að skera í þau svo ekki er sniðugt að ung börn geri þetta nema undir leiðsögn foreldra sinna. 5 Graskerslugtir eru nauðsynlegar til að gera hrekkjavökupartíið hæfilega „spúkí“. 6 Hefðbundinn útskurður eru augu, þríhyrnt nef og brosandi munnur, en ef fólk notar hugmynda- flugið geta útfærslurnar verið enda- lausar. Sunna Ben fer í fleiri búningapartí en flestir. fréttaBLaðið/pjEtur Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is fréttaBLaðið/anton Brink 3 1 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r72 L í f i ð ∙ f r É t t A b L A ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.