Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Side 6

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Side 6
Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga einkennist mjög af því að hjúkrunarfræðinga vant - ar til starfa á nánast öllum sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum, hjúkrunarheimilum og á heilsugæslustöðvum á landinu. félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (fíh) og ríkis - endurskoðun vöktu athygli á þessum vanda á síðastliðnu ári í skýrslum um vinnu- markað og menntun hjúkrunarfræðinga. félaginu berast oft fregnir af miklu álagi sem þessu fylgir á starfandi hjúkrunarfræðinga. fíh hefur reglulega á síðustu árum lagt fram ýmsar lausnir til að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum, draga úr álagi á starfandi hjúkrunarfræðinga og bæta starfsumhverfi. Því miður virðast þessar lausnir ekki vera eitthvað sem nær eyrum núverandi ráðamanna þjóðarinnar ef tekið er mið af því að engar raunhæfar tillögur eða lausnir hafa verið lagðar fram af hendi núver- andi stjórnvalda. fíh mun þrátt fyrir þetta halda áfram að vekja athygli á þessu ástandi og leita lausna. Sem hluta af þeirri vegferð hélt félagið málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga í febrúar síðastliðnum. Málþinginu eru gerð góð skil hér í tímaritinu, en sérstaklega var ánægjulegt að sjá hversu margir hjúkrunarfræðingar mættu eða rúmlega 250. Einnig var málþinginu streymt í gegnum vefinn, en það er nýjung og náði til tæplega 2000 manns. Þessi málaflokkur snertir hjúkrunarfræðinga mikið enda starfsumhverfi mjög víða ábótavant í heilbrigðiskerfinu og starfsálag mikið. Könnun meðal félagsmanna um viðhorf þeirra til starfsins, starfsánægju, vinnuumhverfi, aðbúnað og líðan í starfi niðurstöður nýrrar könnunar sem gerð var á meðal starfandi félagsmanna í nóvember síðastliðnum um viðhorf þeirra til starfsins, starfsánægju, vinnuumhverfi, aðbúnað og líðan í starfi styðja þetta einnig. Þátttakan var mjög góð eða tæplega 75% sem er nánast fáheyrt í sambærilegum könnunum hjá öðrum stéttarfélögum. niðurstöður könnunarinnar sýna mjög sterka mynd af viðhorfi hjúkrunarfræðinga til starfsum- hverfis og álags í starfi. nánar má lesa um þær í tímaritinu. Þó vil ég sérstaklega taka hér fram að niðurstöðurnar sýndu að tæplega helmingur telur atvinnuhúsnæðið óviðunandi, 64% töldu álag vera mjög eða of mikið í starfi og 70% hjúkrunarfræðinga eru óánægðir með launakjör. Þetta eru mikilvægar niðurstöður sem félagið mun nýta sér, ásamt skýrslunni um vinnumarkað hjúkrunarfræðinga og skýrslu ríkisendur - skoðunar, í baráttunni fyrir bættum kjörum félagsmanna. 6 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Formannspistill Breyttur tíðarandi meðal ungra hjúkrunarfræðinga Vel heppnað málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga. 70% hjúkrunarfræðinga eru óánægðir með launakjör.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.