Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 9
félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gerði könnum meðal starfandi félagsmanna í nóv-
ember sl. um viðhorf þeirra til starfsins, starfsánægju, vinnuumhverfi, aðbúnað og
líðan í starfi.
niðurstöður könnunarinnar komu ekki á óvart en staðfestu með óyggjandi hætti
viðhorf stéttarinnar til þessara þátta þar sem þátttaka í könnuninni var tæp 75%.
niðurstöðurnar sýndu m.a. að tæplega helmingur þátttakenda taldi atvinnuhúsnæðið
óviðunandi, rúmlega 60% sögu álagið í starfi mjög eða of mikið og 70% voru óánægðir
með launakjörin.
Í framhaldi af könnuninni stóð félagið fyrir málþingi um starfsumhverfi, álag í
starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga í febrúar. Þar kynnti guðbjörg Pálsdóttir,
formaður félagsins, könnunina, sem gerð var af Maskínu, og sagði frá helstu niður -
stöðum hennar. auk þess var lögð áhersla á að heyra um stefnu heilbrigðis ráðu -
neytisins, skoða nýjar leiðir og möguleika til að bæta ástandið svo og að heyra hvað
aðrir eru að gera til að koma til móts við sína starfsmenn.
tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 9
Málþing um starfsumhverfi, álag í starfi
og laun og kjör hjúkrunarfræðinga
Aðalbjörg Finnbogadóttir
Starfsumhverfi og álag í starfi eru þeir þættir í starfi hjúkrunar fræðinga
sem helst eru til umræðu um þessar mundir auk um ræð unnar um launa-
kjör.
Gestir á málþingi.