Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 20
Boðið er upp á diplóma og meistaranám í heilbrigðisvísindum við háskólann á akur - eyri. námið byggist upp á þremur 10 eininga skyldunámskeiðum og valnámskeiðum á áhugasviði nemanda. námið er krefjandi, skemmtilegt og þverfaglegt og áhersla er lögð á meiri sérþekkingu í heilbrigðisvísindum. allt að 30 ECTS einingar eru metnar inn í meistaranámið úr fjögurra ára bakkalár - námi (240 ECTS einingar) við ha eða sambærilegu námi úr öðrum háskólum. Metnar ECTS einingar koma í stað valnámskeiða. nemandi skipuleggur námið í samráði við leiðbeinanda þar sem mörg sérfræðisvið eru í boði. námið er skipulagt þannig að mögulegt er að stunda vinnu samhliða því. nemendur vinna verkefni í stað prófa. kennsla fer fram í þremur námslotum á misseri og er skyldumæting í að minnsta kosti eina lotu. jafnframt eru margvíslegir möguleikar notaðir við miðlun efnis og til gagnvirkra samskipta. námskeið sem boðið verður upp á skólaárið 2018–2019 og dag- setningar lota eru: HAUSTMISSERI 2018 Lota 1: 3.–7. september Lota 2: 8.–12. október Lota 3: 12.–16. nóvember Röðun námskeiða í hverri lotu – Sálræn áföll og ofbeldi: Mánudaga – Verkir og verkjameðferð: Þriðjudaga – Heilbrigði og heilbrigðisþjónusta: Miðvikudaga – Megindlegar rannsóknir: Fimmtudaga eftir hádegi og föstudaga fyrir hádegi – Málstofa meistaranema: Fimmtudaga fyrir hádegi VORMISSERI 2019 Lota 1: 21.–25. janúar Lota 2: 25. febrúar – 1. mars Lota 3: 8.–12. apríl Röðun námskeiða í hverri lotu – Heilbrigð öldrun, heilabilun og velferðartækni: Mánudaga – Langvinn veikindi og lífsglíman: Þriðjudaga – Heilsugæsla og heilsuefling: Miðvikudaga – Eigindlegar rannsóknir: Fimmtudaga eftir hádegi og föstudaga fyrir hádegi – Málstofa meistaranema: Fimmtudaga fyrir hádegi Markmiðið er að brautskráðir nemendur úr heilbrigðisvísindum verði gagnrýnir greinendur og skapandi fagmenn. Þeir verði óhræddir við breytingar til framfara með víðsýni að leiðarljósi. Þetta eru rauðu þræðirnir í uppbyggingu og innihaldi nám- skeiða, og í kennsluháttum og námsmati. Á vefsíðu framhaldsnámsdeildar heilbrigðis- vísindasviðs má finna handbók deildarinnar. Verkir og verkjameðferð haustið 2018 verður ný námsleið kynnt um verki og verkjameðferð. námskeiðinu er ætlað að auka þekkingu á verkjum og áhrifum þeirra á lífsgæði einstaklingsins, mati 20 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 Framhaldsnám í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri Sigrún Sigurðardóttir.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.