Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Side 27
greiningar á hverju þrepi og hlutverki með markmiðum og hæfniviðmiðum í focal
gæðastjórnunarkerfinu. Til þessa verks var ráðinn hjúkrunarfræðingur með menntun
og reynslu í upplýsingatækni en hún hefur einnig tryggt samfellu í uppsetningu og
hæfniþróun, haldið utan um prófanir meðal nýliða og verið í samskiptum við mentora
og deildarstjóra auk fagráðs vegna innleiðingarinnar.
Byrjað var að nýta fyrstu tvö þrepin meðal 12 nýliða á bráðadeild g2 frá og með
sumri 2017. aðlögun þessara hjúkrunarfræðinga og starfsþróun hefur því verið stýrt
með þessu kerfi. hjúkrunarfræðingurinn fær tölvupóst þegar komið er að tilgreindri
þjálfun, hann opnar kerfið þar sem birtist þjálfun með lista yfir hæfnikröfur sem hann
þarf þá að sinna, uppfylla og samþykkja þegar lokið er. Mentorar fá síðan tölvupóst
þegar komið er að því að meta og staðfesta að þjálfun sé lokið. hæfnistjórnunarkerfið
sýnir yfirlit yfir stöðu hjúkrunarfræðinga í ferlinu, hvaða hæfnikröfur þeir hafi upp-
fyllt, hverjum sé ólokið og hvaða kröfur mentorar eigi eftir að meta og staðfesta.
Stjórnendur deildanna hafa aðgang að þessum upplýsingum og geta nýtt þær við
starfsmannasamtöl og eftirfylgni.
hæfniviðmið í bráðahjúkrun á landspítala — skilgreining og innleiðing
tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 27
Hjúkrunarfræðingur
Nýliði (byrjandi) - Móttaka og fyrsta meðferð minna slasaðra og veikra
Markmið
Að hjúkrunarfræðingur:
Öðlist færni við líkamsmat og mat á andlegri líðan og ástandi skjólstæðings
Kynni sér ávallt aðdraganda komu og sjúkrasögu skjólstæðings
Geti greint alvarleg einkenni s.s. breytingu á öndun, skerðingu á blóðflæði, brot, teikn um
sýklasótt eða einkenni frá öndunarfærum, hjarta eða miðtaugakerfi
Öðlist færni í að meta breytingar á ástandi skjólstæðinga
Öðlist færni við að bregðast við alvarlegum einkennum sjúklinga
Þekki myndbönd um móttöku og fyrstu meðferð slasaðra og veikra samkvæmt
ráðleggingum fagráðs
Öðlist færni við notkun verkferla
Öðlist þekkingu á sérstöðu ónæmisbældra sjúklinga, aldraðra, þungaðra kvenna og barna
Hæfniviðmið
Hæfni miðast við að hjúkrunarfræðingur:
Framkvæmi viðeigandi líkamsmat og meti klínískt ástand sjúklings
Mæli lífsmörk á viðeigandi hátt:
o Lífsmörk fullorðinna - eftirlit
o Lífsmörk fullorðinna - mæliþættir
Kynni sér og læri að nota stigun bráðveikra:
o Lífsmörk fullorðinna stigun (NEWS)
o Lífsmörk fullorðinna - mat á niðurstöðum stigunar, stigvaxandi eftirlit og viðbrögð
Mat á meðvitund samkvæmt Glasgow Coma Scale mat á meðvitundarástandi
Þekki rétta staðsetningu elektróða við töku hjartalínurits
Hafi kynnt sér myndbönd um móttöku og fyrstu meðferð slasaðra (Initial Assessment Correct
Method)
o Hafi kynnt sér og starfi samkvæmd verkferlum sem eru í notkun á deild:
o Brjóstverkir Grunur um brátt kransæðaheilkenni
o Fjöláverkar
o Lærbrot / mjaðmagrindarbrot - verkferill
o Mat á sjálfsvígshættu (Triage/meðferðarsvæði)
o Stroke sjá verkferla
o Grunur um sýklasótt og hvítkornafæð, og verklagsregla um Sýklasótt (Sepsis)
Getið metið einkenni tengd krabbameinslyfjameðferð, líftæknilyfjum og líffæraþegum
Hafi kynnt sér rétt vinnubrögð og umhirðu:
o Æðaleggir í útlægum bláæðum
o Lyfjabrunnur og , Lyfjabrunnur notkun og eftirlit
o Miðbláæðaleggur (CVK) notkun og eftirlit
Hafi kynnt sér og kunni skil á:
o Akút-stæðum fyrir sjúklinga í akút aðstæðum
o Braslow-vagn á deild
Hafi kynnt sér störf BÖR hjúkrunarfræðinga á deildinni og noti ED screener
Standist klínískt mat mentors / tengiliðs á hæfni
„Skjámynd.“ Hæfniþættir fyrir nýliða á bráða -
móttöku, markmið og lýsing á hæfniviðmiðum
um mót töku slasaðra og veikra (blátt undir-
strikað táknar tengil, oftast í Gæðahandbók
Land spítala).