Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 28
Samantekt rafrænni hæfnistjórnun hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku er ætlað að samræma og bæta þjónustu við skjólstæðinga með mismunandi þarfir, bæði hvað varðar heilsufarsvandamál og félagslega stöðu þeirra. Sérstök áhersla er lögð á að störf hjúkr- unarfræðinga verði ávallt byggð á gagnreyndri þekkingu sem endurspeglist í gæðum þjónustunnar. Verkefnið er mikilvægt til að meta og gera sýnilega þá sérhæfni sem hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku búa yfir. Þannig fæst tækifæri til viðurkenn- ingar á störfum hjúkrunarfræðinga, innan deildar sem utan. Vinna við hæfniviðmið í bráðahjúkrun á LSh hefur tekið langan tíma, hófst 2013, en lykilatriði er að hún grundvallaðist á samstarfi fagráðs í bráðahjúkrun við hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku LSh, af deildum g2 og g3. Til að ná þessum ár- angri hefur verið mikilvægt að meðlimir fagráðs hafa fengið svigrúm í vinnutíma til að þróa viðmiðin, mikill velvilji hefur verið hjá framkvæmdastjóra flæðisviðs auk þess sem rétt mann eskja fékkst til að sinna upplýsingatækni verkefnisins. Þeir hjúkunarfræðingar sem þegar hafa tekið þátt í innleiðing- unni lýsa yfir almennri ánægju með hæfniviðmiðin og kerfið, að það hvetji til starfsþróunar og haldi utan um gæðaskjöl og önnur gögn sem nýtast þeim beint í starfi auk þess sem fagleg markmið þeirra verði skýrari. Vonin er að reynslan af því að skilgreina og innleiða hæfni - viðmið og rafrænt hæfnistjórnunarkerfi á bráðamóttöku Land - spít ala hvetji aðra hjúkrunarfræðinga til að skilgreina hæfni - viðmið fyrir sérhæfða hjúkrun og/eða vinnustaði. rétt er að ítreka að verkefni sem þetta þarf bæði réttan mannafla og tíma, en dropinn holar steininn. Heimildir Benner, P. (1984). From Novice to Expert. Excellence and Power in Clinical Nursing Practice. Menlo Park: addison Wesley. Cowin, L.S., hengstberger-Sims, C., Eagar, S.C., gregory, L., andrew, S. og rolley, j. (2008). Competency measurements: testing convergent validity for two measures. Journal of Advanced Nursing, 64(3), 272–277. doi: 10.1111/j.1365-2648.2008.04774.x gazaway, S., Schumacher a.M. og anderson, L. (2016). Mentoring to retain newly hired nurses. Nursing Management, 47(8), 9–13. doi: 10.1097/ 01.nuMa.0000488861.77193.78 hamric, a.B., Spross, j.a. og hanson, C.M. (2005). Advanced Practice Nursing. An Integrative Approach. St. Louis: Saunders. þórdís, gyða, dóra, bryndís, helga, ingibjörg, kristín, ragna, sigurlaug, sólrún og sólveig 28 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 Meðlimir Fagráðs bráðahjúkrunar á Landspítala 2013–18 Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, formaður Anna María Þórðardóttir Anne Mette Pedersen Bryndís Guðjónsdóttir Dóra Björnsdóttir Guðbjörg Pálsdóttir Helga Pálmadóttir Helga Rósa Másdóttir Ingibjörg Sigurþórsdóttir Kristín Halla Marinósdóttir Lovísa Agnes Jónsdóttir Ragna Gústafsdóttir Sigurlaug A. Þorsteinsdóttir Sólrún Rúnarsdóttir Sólveig Wium vertu með á https://www.facebook.com/hjukrun

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.