Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Side 30
Starfsmenn legudeilda á sjúkrastofnunum verja drjúgum hluta af vinnutíma sínum
í störf og athafnir við sjúkrarúm. Líkamlegt álag, sem þessi vinna útheimtir, veltur
á hönnun rúmanna, þeim hjálpartækjum sem völ er á og líkamsbeitingu. Vel
hönnuð rúm og hagnýt hjálpartæki létta vinnuna og leiða þar með til sparnaðar,
bæði heilsufarslega og fjárhagslega. fjórða iðnbyltingin er hafin og vélmenni eru
að hefja innreið sína á sjúkrastofnanir. að hvaða marki skyldu hjúkrunarfræðingar
vera virkir þátttakendur í hönnun og þróun tæknivæddra sjúkrarúma og annarra
hjálpartækja framtíðarinnar?
Sjúkir og aldraðir, sem þurfa á sjúkrarúmum að halda, geta þurft að dvelja í
þeim stóran hluta sólarhringsins. hönn un sjúkrarúma hefur í áranna rás fyrst og
fremst miðast við ástand sjúklinga, næst við þarfir starfsfólks og í þriðja lagi þykir
útlit skipta máli. Þau hafa breyst og þróast um aldir en þrískipt rúm með stillanlegri
hæð fyrir höfuð og fætur urðu til í Bandaríkjunum um aldamótin 1900. Í lok seinna
stríðs bættust við handföng eða grip sem auðvelduðu stillingar og loks leysti
rafstýring handföngin af á síðustu áratugum (hospital beds, 2017; Wikipedia,
2017).
Þeir sem hafa unnið við umönnun aldraðra og sjúkra þekkja hversu vandasamt
getur verið að aðstoða rúmliggjandi fólk og aðra með litla hreyfifærni. Þegar rúm-
liggjandi sjúklingum er hagrætt, lyft og snúið þarf iðulega líka að skipta um, færa
til og laga rúmfatnað svo að vel fari um þá. Yfirleitt þarf tvo starfsmenn til verksins,
stundum jafnvel fleiri. handtökin eru mörg og það þarf að gæta þess að hvorki
sjúklingur né starfsfólk skaðist við hnjaskið. Þá skiptir máli hvernig dýnan í rúminu
er og hvort hún passar í rúmið, hvernig lök eru notuð, hvernig hliðargrindur eru
hannaðar og hvernig stýri búnaður rúmsins, bremsa, gálgi og steypibúnaður eru
útfærð.
Á Landspítala hófst innleiðing á 400 nýjum sjúkrarúmum sem arion banki gaf
haustið 2015 en endurnýjun á rúmakostinum var orðin brýn. nýju rúmunum er
lýst sem lækningatækjum „sem eru útbúin flóknum búnaði til að mæta ýtrustu
kröfum um öryggi sjúklinga og aðstöðu starfsfólks“ (Landspítalinn, 2015). Þau eru
rafdrifin og hægt að stilla þau á ýmsa vegu og frá öllum hliðum með tilliti til mis-
munandi sjúkdómsástands og aðstæðna.
Á hjúkrunarheimilum hefur verið horft meira til útlits rúmanna við val á þeim
og þar er leitast við að hafa þau heimilisleg. rúm á hjúkrunarheimilum eru gjarnan
úr viði, eða líta út fyrir að vera það. Þau eru rafdrifin en til að stýra þeim er notuð
stýrigræja sem hangir í áfastri rafmagnssnúru.
rafstýrð rúm reynast ekki endilega gallalaus í notkun þó þau hafi marga kosti
umfram gömlu rúmin. Sem dæmi má nefna að það getur kostað hlaup í kringum
rúmið að komast að stýrigræju og verið erfitt að komast að bremsubúnaði undir
þungri grind. Sumar rúmgrindur þarf að draga lárétt út til að færa upp og niður.
Það útheimtir rými í kringum rúmið og flutning húsgagna svo hægt sé að hreyfa
grindina. Eftir að ný rúm voru tekin í notkun á Landspítala uppgötvaðist að vanda-
samt er að nota lyftara við þau, illmögulegt að hengja á þau útskilnaðarpoka og að
sumar dyr gamalla húsakynna eru of þröngar fyrir þau. allt vekur þetta spurningar
30 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018
Hönnun sjúkrarúma hefur í
áranna rás fyrst og fremst
miðast við ástand sjúklinga,
næst við þarfir starfsfólks og
í þriðja lagi þykir útlit skipta
máli.
Sjúkrarúm, aðhlynning og tækni
Þorgerður Ragnarsdóttir