Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Blaðsíða 34
Áhrif nýs verklags — niðurstöður
Þegar bornar eru saman niðurstöður úr fyrstu þrem könnunum sem gerðar hafa verið
sést að þó nokkur árangur hefur náðst. Sjúklingahópurinn helst svipaður allan tímann
sem kannanirnar hafa verið gerðar. Meðalaldur hefur verið í kringum 70 ár, hlutfall
karla og kvenna um 60/40 og sjúklingafjöldi á bilinu 20–22 hverju sinni. niðurstöður
úr fyrstu könnun voru fremur sláandi því, eins og fyrr segir, í febrúar 2015 reyndust
heil 27% sjúklinga eða 6 sjúklingar af 22 með þrýstingssár og þar af tveir með fleiri en
eitt sár. Þá mátti til að mynda sjá þrjú 4. stigs þrýstingssár. Sjö mánuðum síðar hafði
4. stigs þrýstingssárum fækkað niður í eitt og rúmu ári síðar, eða í þriðju könnuninni,
var engin 4. stigs þrýstingssár að finna. Eins og við mátti búast hafa flest þrýstingssár
fundist á spjaldhrygg og hælum en einnig hafa fundist þrýstingssár á olnboga, eyra
og á ökklabeinum. Í annarri könnun, sem var gerð um 7 mánuðum á eftir þeirri fyrstu,
hafði þrýstingssárum fækkað úr 27,3% niður í 14,3% og hélst þannig í þriðju könnun
sem var gerð árið á eftir (tafla 1).
Líkt og minnst er á hér að framan var ekki notuð neins konar snúningsskrá til að skrá
hve oft sjúklingum var snúið og hagrætt í rúmi þegar farið var af stað með þetta verk-
efni. Búin var til og tekin í notkun ný skrá sem komst fljótlega í vana hjá starfsfólki að
nota. Í annarri könnun voru í notkun sex snúningsskrár og í þeirri þriðju voru þrjár
skrár á náttborðum sjúklinga. Þeir sjúklingar, sem reyndust í hættu á þrýstingssárum
skv. áhættumati, voru ekki allir með snúningsskrá og því má sjá tækifæri til úrbóta
þar. Mikla aukningu má sjá í gerð áhættumats sjúklinga frá fyrstu könnun að þeirri
næstu en matið fór úr 59% sjúklinga upp í 95%. Strax í þriðju könnun hefur matið
lækkað aftur í svipað horf, þá voru 62% sjúklinga á deildinni með virkt áhættumat út
af myndun þrýstingssára. Samkvæmt áhættumati sjúklinga á deildinni hafa um
40–50% sjúklinga verið í einhvers konar hættu á að fá þrýstingssár. notkun réttra
hjúkrunargreininga í tengslum við þrýstingssár hélst svipuð í gegnum allt ferlið.
Umræður
Með nýju og bættu verklagi var strax hægt að sjá árangur, milli fyrstu könnunarinnar
í febrúar 2015 og næstu könnunar sjö mánuðum síðar má sjá stórfellda fækkun
þrýstingsára en hún fer úr 27 % niður í 14%. Þess skal getið að ekki er vitað hvort sárin
mynduðust á deildinni eða komu að heiman og því mjög mikilvægt að við innlögn sé
húð sjúklinganna skoðuð og þrýstingssár sem og önnur sár skráð í upplýsingaskrá
hjúkrunar. notkun snúningsskrár er komin í vana og nú eru fleiri sjúklingar, sem eiga
á hættu á að fá þrýstingssár samkvæmt áhættumati, með snúningsskrá og er hagrætt
reglulega yfir sólarhringinn. Snúningsskrárnar hafa fest sig í sessi á deildinni og hafa
reynst gott vinnutæki til að styðjast við, bæði til að fylgja eftir snúningum og húðmati
og sömuleiðis við vaktaskipti til að ekki fari á milli mála hvenær sjúklingi var síðast
hagrætt.
berglind guðrún chu og jóna margrét guðmundsdóttir
34 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018
Mynd 5. Ný dýna.