Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 42
Í desember sl. fór fram doktorsvörn rannveigar jónu jónasdóttur í hjúkrunarfræði
og heilbrigðisvísindum við hjúkrunarfræðideild og Læknadeild.
ritgerð rannveigar fjallar um sjúklinga eftir útskrift af gjörgæsludeild og ber
heitið: „Þróun skipulagðrar, hjúkrunarstýrðrar eftirgæslu til sjúklinga eftir útskrift af
gjörgæsludeild og prófun á áhrifum hennar. Development of a structured nurse-led fol-
low-up for patients after discharge from the intensive care unit and testing of its effec-
tiveness.“
Ágrip af rannsókninni
Þróuð var meðferð, byggð á samþættu, kerfisbundnu yfirliti. Meðferðin var skipulögð,
hjúkrunarstýrð eftirgæsla og fólst í reglubundnu eftirliti gjörgæsluhjúkrunarfræðinga
með sjúklingunum í þrjá mánuði eftir að þeir útskrifuðust af gjörgæsludeild.
Prófuð voru áhrif meðferðarinnar á líkamlegt og sálrænt heilsufar sjúklinganna
samanborið við sjúklinga sem fengu hefðbundna þjónustu. rannsóknin var framsýn
samanburðarrannsókn og rannsóknaraðferðir megindlegar. almennt líkamlegt og sál-
rænt heilsufar sjúklinganna var mælt frá því fyrir innlögn á gjörgæsludeild, við útskrift
af legudeild og þremur, sex og tólf mánuðum eftir útskrift af gjörgæsludeild. Því til
viðbótar voru mæld einkenni kvíða, þunglyndis og áfallastreituröskunar frá útskrift
af legudeild að tólf mánuðum eftir útskrift af gjörgæsludeild.
Niðurstöður
niðurstöður rannsóknarinnar sýna engin áhrif skipulagðrar, hjúkrunarstýrðrar eftir-
gæslu á bætt líkamlegt og sálrænt heilsufar sjúklinganna fram yfir hefðbundna þjón-
ustu. hins vegar höfðu sjúklingar um einu ári síðar, í hvort tveggja tilraunahópi og
samanburðarhópi, ekki náð samsvarandi heilsufari og þeir höfðu fyrir innlögn á gjör-
gæsludeild. Einkenni kvíða og þunglyndis voru fremur væg en sjúklingar úr báðum
hópum höfðu einkenni áfallastreituröskunar frá þremur að tólf mánuðum eftir útskrift
af gjörgæsludeild.
Sjúklingar sem lenda í bráðum og alvarlegum veikindum og lifa af gjörgæsludvöl-
ina virðast glíma við langvarandi afleiðingar veikindanna og gjörgæslulegunnar á líkam -
legt og sálrænt heilsufar sitt. Einkenni áfallastreituröskunar eru sláandi og langvarandi
hjá þessum hópi sjúklinga. frekari rannsóknir þarf til að þróa og mæla útkomu skipu-
lagðrar og hjúkrunarstýrðrar eftirgæslu gjörgæslusjúklinga til að geta bætt líkamlegt
og sálrænt heilsufar þeirra með markvissum aðgerðum.
umsjónarkennarar og leiðbeinendur voru dr. gísli h. Sigurðsson, prófessor við
Lækna deild háskóla Íslands, og dr. helga jónsdóttir, prófessor við hjúkrunarfræði -
deild háskóla Íslands. auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Christina jones, við háskól-
ann í Liverpool, og dr. Berglind guðmundsdóttir, dósent við Læknadeild háskóla
Íslands.
andmælendur voru dr. Leanne aitken, prófessor við Borgarháskólann í London,
og dr. Páll Eyjólfur ingvarsson, taugalæknir við Endurhæfingardeild LSh og klínískur
dósent við Læknadeild háskóla Íslands.
42 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018
Doktorsvörn í hjúkrunarfræði
Dr. Rannveig Jóna Jónasdóttir hjúkrunar -
fræð ingur.