Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 43
Tilgangur fræðsluefnisins er að auka öryggi sjúklinga meðan á sjúkrahús- dvöl stendur með því að stuðla að virkri þátttöku þeirra og aðstandenda þeirra í eigin meðferð. Fyrirmynd þessa einfalda og myndræna fræðsluefnis er sótt í öryggis- spjöldin í sætisvösum flugvéla. Það er hannað á vegum Guy’s and St. Thomas NHS Foundation Trust í Bretlandi og er gefið út á Íslandi með leyfi þaðan. Um er að ræða 4 bls. bækling í A5 broti og veggspjald með einföldum leiðbeiningum. Þar eru lögð til átta einföld ráð til að fyrirbyggja byltur, blóðtappa, sýkingar, rangar lyagjafir og þrýstingssár. Einnig er lögð áhersla á mikilvægi réttra persónuupplýsinga, farsæla útskrift og hvatningu til sjúklinga um að tjá áhyggjur sínar og vangaveltur varðandi heilsufar sitt. Bæklinginn er hægt að nálgast á vefnum landspitali.is Fræðsluefnið hefur verið gefið út í nokkrum löndum, m.a. Ástralíu og Nýja Sjálandi og er til á nokkrum tungumálum, m.a. pólsku, ítölsku, hindi og kínversku en það getur líka nýst hér á landi. Hægt er að nálgast erlendu útgáfurnar á slóðinni https://www.guys andstthomas.nhs.uk (slá inn í leit "Making your stay with us safe"). Verkefnið var meðal verkefna sem hlutu gæðastyrk velferðarráðuneytis- ins í apríl 2018. Aðstandendur verkefnisins á Landspítala vonast til að það nýtist sjúk- lingum á öllum íslenskum heilbrigðisstofnunum. tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 94. árg. 2018 43 Örugg dvöl á sjúkrahúsi — Nýtt fræðsluefni fyrir sjúklinga og aðstandendur frá Landspítala Eygló Ingadóttir Forsíða bæklingsins. vertu með á https://www.facebook.com/hjukrun

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.